Lék í sjötíu mínútur með brotið rifbein: „Ég var að drepast“ Sindri Sverrisson skrifar 16. maí 2022 14:01 Aron Jóhannsson heldur um rifbeinin eftir að hafa brotnað í leiknum gegn FH. Stöð 2 Sport „Planið hjá honum var eflaust ekki að reyna að rifbeinsbrjóta mig,“ segir Aron Jóhannsson um það þegar FH-ingurinn Steven Lennon braut á honum í leik FH og Vals á dögunum. Eitt rifbein brotnaði þó en Aron vonast til að geta spilað fljótt aftur. Brotið átti sér stað strax á 7. mínútu í leik FH og Vals í Bestu deildinni í fótbolta fyrir tíu dögum og það má sjá hér að neðan. Klippa: Svona rifbeinsbrotnaði Aron Þrátt fyrir mikinn verk harkaði Aron þó af sér í rúmar sjötíu mínútur áður en honum var skipt af velli. Hann hefur í kjölfarið misst af tveimur leikjum en vonast til að ná jafnvel leiknum mikilvæga við Íslandsmeistara Víkings á sunnudaginn. „Eftir að við fundum út hvað þetta var þá hefur verið erfitt að setja ákveðinn tímaramma á þetta. Þetta snýst bara um hvenær ég treysti mér til að fara að spila. Það eru liðnir tíu dagar síðan þetta gerðist og eins og staðan er í dag er ég að reyna að vera klár í leikinn gegn Víkingum eftir viku, hvort sem það er raunhæft eða ekki. Við reynum allt til þess,“ segir Aron í samtali við Vísi í dag. Átti erfitt með svefn áður en brotið sást „Þetta gerðist snemma leiks, eftir högg frá Lennon. Eins og sést á vídjóinu þá meiði ég mig alveg frekar mikið en þetta er bara partur af leiknum. Svona hlutir geta gerst. Planið hjá honum var eflaust ekki að reyna að rifbeinsbrjóta mig,“ segir Aron sem fékk ekki að vita strax að rifbeinið hefði brotnað: „Ég var að drepast í leiknum og þegar maður lítur til baka þá er alveg augljóst að ég var ekki heill heilsu restina af leiknum, og átti erfitt uppdráttar. Svo gat ég varla sofið eftir þetta og það kom svo í ljós í myndatöku tveimur dögum seinna að þetta væri brotið. Það er lítið hægt að gera við þessu annað en að taka þetta á kassann og halda áfram.“ Ekki alvarlegt hjá Arnóri og Patrick Þeir Patrick Pedersen og Arnór Smárason voru heldur ekki með Val í 1-0 tapinu gegn Stjörnunni í gær þrátt fyrir að hafa átt að vera í byrjunarliðinu. Eftir upphitun var þeim skipt út en samkvæmt upplýsingum Vísis ættu þeir báðir að geta verið með á sunnudaginn. Arnór mun hafa stífnað upp í læri en önnur hásinin hefur verið að stríða Pedersen. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Valur Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Sjá meira
Brotið átti sér stað strax á 7. mínútu í leik FH og Vals í Bestu deildinni í fótbolta fyrir tíu dögum og það má sjá hér að neðan. Klippa: Svona rifbeinsbrotnaði Aron Þrátt fyrir mikinn verk harkaði Aron þó af sér í rúmar sjötíu mínútur áður en honum var skipt af velli. Hann hefur í kjölfarið misst af tveimur leikjum en vonast til að ná jafnvel leiknum mikilvæga við Íslandsmeistara Víkings á sunnudaginn. „Eftir að við fundum út hvað þetta var þá hefur verið erfitt að setja ákveðinn tímaramma á þetta. Þetta snýst bara um hvenær ég treysti mér til að fara að spila. Það eru liðnir tíu dagar síðan þetta gerðist og eins og staðan er í dag er ég að reyna að vera klár í leikinn gegn Víkingum eftir viku, hvort sem það er raunhæft eða ekki. Við reynum allt til þess,“ segir Aron í samtali við Vísi í dag. Átti erfitt með svefn áður en brotið sást „Þetta gerðist snemma leiks, eftir högg frá Lennon. Eins og sést á vídjóinu þá meiði ég mig alveg frekar mikið en þetta er bara partur af leiknum. Svona hlutir geta gerst. Planið hjá honum var eflaust ekki að reyna að rifbeinsbrjóta mig,“ segir Aron sem fékk ekki að vita strax að rifbeinið hefði brotnað: „Ég var að drepast í leiknum og þegar maður lítur til baka þá er alveg augljóst að ég var ekki heill heilsu restina af leiknum, og átti erfitt uppdráttar. Svo gat ég varla sofið eftir þetta og það kom svo í ljós í myndatöku tveimur dögum seinna að þetta væri brotið. Það er lítið hægt að gera við þessu annað en að taka þetta á kassann og halda áfram.“ Ekki alvarlegt hjá Arnóri og Patrick Þeir Patrick Pedersen og Arnór Smárason voru heldur ekki með Val í 1-0 tapinu gegn Stjörnunni í gær þrátt fyrir að hafa átt að vera í byrjunarliðinu. Eftir upphitun var þeim skipt út en samkvæmt upplýsingum Vísis ættu þeir báðir að geta verið með á sunnudaginn. Arnór mun hafa stífnað upp í læri en önnur hásinin hefur verið að stríða Pedersen. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Valur Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Sjá meira