Að því er fram kemur í skeyti frá lögreglu er konan sögð hafa verið í bifreið mannsins og mun hún hafa ráðist á hann með þeim afleiðingum að hann ekur utan í vegrið.
Þá hafi maður komið þar að opnað bílstjórahurðina og slegið ökumanninn ítrekað í höfuðið. Parið hafi síðan flúið vettvanginn í öðrum bíl.
Vitni sem hafði verið nærri vettvangi sýndi lögreglu upptöku af atvikinu sem hann var með í síma sínum, en óljóst er af frásögn lögreglu hver málalok voru og ekki kemur fram hvort maðurinn hafi slasast alvarlega í árásinni.