„Ég get ekki hætt að brosa“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. maí 2022 07:31 Luka Doncic brosti allan hringinn eftir að Dallas Mavericks rúllaði Phoenix Suns upp í hreinum úrslitaleik einvígis þeirra í nótt. AP/Matt York Boston Celtics og Dallas Mavericks tryggðu sér bæði sæti í úrslitum deildanna í NBA deildinni í körfubolta eftir sannfærandi sigra í oddaleik í nótt. Boston Celtics mætir því Miami Heat í úrslitum Austurdeildarinnar en Dallas Mavericks spilar við Golden State Warriors í úrslitum Vesturdeildarinnar. Einvígi Boston og Miami byrjar á þriðjudaginn en einvígi Dallas og Golden State á miðvikudaginn. Luka Doncic WENT OFF in Game 7 dropping 27 points in the first half on his way to 35 points and the @dallasmavs win to advance to the Western Conference Finals! #MFFL@luka7doncic: 35 PTS, 10 REB, 2 STL, 6 3PM pic.twitter.com/nf9j8T9J85— NBA (@NBA) May 16, 2022 Dallas Mavericks tók heimamenn í Phoenix Suns í kennslustund í Phoenix með því að vinna oddaleik liðanna með 33 stiga mun, 123-90. „Fullt af fólki hélt að þetta yrði burst. Þau höfðu rétt fyrir sér,“ skaut Jason Kidd, þjálfari Dallas Mavericks, á spekingana eftir leikinn en heimaliðið hafði unnið fyrstu sex leiki einvígsins og Phoenix Suns var líka með besta árangurinn í deildarkeppninni. Spencer Dinwiddie set a playoff career-high with 30 points in the @dallasmavs Game 7 victory to advance to the Western Conference Finals! #MFFL@SDinwiddie_25: 30 PTS, 5 3PM pic.twitter.com/KLOpaxKpK2— NBA (@NBA) May 16, 2022 Það voru hins vegar Dallas-menn og þá ekki síst Luka Doncic sem voru klárir í þetta risapróf á útivelli. Doncic hitti úr þremur fyrstu skotunum sínum og kom hlutunum á hreyfingu. Dallas var komið tíu stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 27-17, og búið að ná þrjátíu stiga forskoti í hálfleik, 57-27. „Ég get ekki hætt að brosa. Ég er bara rosalega ánægður og ef ég segi alveg eins og er þá held ég að við höfum átt þetta skilið,“ sagði Luka Doncic eftir leikinn. Hann var kominn með 27 stig í hálfleik eða jafnmikið og allt Suns-liðið. Luka BALLED OUT in the @dallasmavs Game 7 W #PhantomCam #MFFL 35 PTS, 10 REB, 2 STL, 6 3PM pic.twitter.com/Nz0qCd0075— NBA (@NBA) May 16, 2022 Doncic endaði með að skora 35 stig á 30 mínútum en hann hitti úr 6 af 11 þriggja stiga skotum og var einnig með 10 fráköst og 4 stoðsendingar. Spencer Dinwiddie kom einnig með 30 stig og fimm þrista af bekknum og þá var Jalen Brunson með 24 stig. Cameron Johnson var stigahæstur með 12 stig en Deven Booker (11 stig) og Chris Paul (10 stig) voru samtals með aðeins 21 stig og 6 stoðsendingar og miðherjinn Deandre Ayton skoraði bara fimm stig. Langt frá því að vera nóg í úrslitaleik eins og þessum. Jayson Tatum & Jaylen Brown combined for 42 points and 7 3-pointers in the @celtics Game 7 victory to advance to the Eastern Conference Finals! #BleedGreen@jaytatum0: 23 PTS, 6 REB, 8 AST, 5 3PM@FCHWPO: 19 PTS, 8 REB, 2 STL, 2 3PM pic.twitter.com/cBZfDWEedW— NBA (@NBA) May 16, 2022 Grant Williams skoraði 27 stig og setti niður sjö þriggja stiga körfur þegar Boston Celtics vann sannfærandi 28 stiga sigur á fráfarandi meisturum í Milwaukee Bucks, 109-81. Bucks var 3-2 yfir í einvíginu en Boston vann tvo síðustu leikina. Boston setti nýtt met í leik sjö með því að skora samtals 23 þriggja stiga körfur í leiknum. Þeir fengu 54 stigum meira úr þristum heldur en lið Milwaukee Bucks. Jayson Tatum var með 23 stig og leit á það sem áskorun þegar liðið lenti með bakið upp við vegg. „Eins og það var sárt að tapa leik fimm þá hlakkaði ég til að takast á við þessa áskorun. Ég hef trú á sjálfum mér og ég hef trú á mínu liði. Ég átti von á að spila svona og að liðið myndi svara með þessum hætti,“ sagði Tatum. Milwaukee var með frumkvæðið framan af leik en Boston tók öll völd í seinni leiknum sem liðið vann 61-38. Giannis Antetokounmpo gerði mikið en það dugði ekki. Hann endaði með 25 stig, 20 fráköst og 9 stoðsendingar en virkaði útkeyrður í seinni hálfleik þegar hann hitti aðeins úr 3 af 11 skotum sínum inn í teig þar af bara 1 af 6 í lokaleikhlutanum. Jrue Holiday var með 21 stig og 8 stoðsendingar. 22 3PM by #BleedGreen in Game 7pic.twitter.com/Znymm46J2Y— NBA (@NBA) May 15, 2022 NBA Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ Sjá meira
Boston Celtics mætir því Miami Heat í úrslitum Austurdeildarinnar en Dallas Mavericks spilar við Golden State Warriors í úrslitum Vesturdeildarinnar. Einvígi Boston og Miami byrjar á þriðjudaginn en einvígi Dallas og Golden State á miðvikudaginn. Luka Doncic WENT OFF in Game 7 dropping 27 points in the first half on his way to 35 points and the @dallasmavs win to advance to the Western Conference Finals! #MFFL@luka7doncic: 35 PTS, 10 REB, 2 STL, 6 3PM pic.twitter.com/nf9j8T9J85— NBA (@NBA) May 16, 2022 Dallas Mavericks tók heimamenn í Phoenix Suns í kennslustund í Phoenix með því að vinna oddaleik liðanna með 33 stiga mun, 123-90. „Fullt af fólki hélt að þetta yrði burst. Þau höfðu rétt fyrir sér,“ skaut Jason Kidd, þjálfari Dallas Mavericks, á spekingana eftir leikinn en heimaliðið hafði unnið fyrstu sex leiki einvígsins og Phoenix Suns var líka með besta árangurinn í deildarkeppninni. Spencer Dinwiddie set a playoff career-high with 30 points in the @dallasmavs Game 7 victory to advance to the Western Conference Finals! #MFFL@SDinwiddie_25: 30 PTS, 5 3PM pic.twitter.com/KLOpaxKpK2— NBA (@NBA) May 16, 2022 Það voru hins vegar Dallas-menn og þá ekki síst Luka Doncic sem voru klárir í þetta risapróf á útivelli. Doncic hitti úr þremur fyrstu skotunum sínum og kom hlutunum á hreyfingu. Dallas var komið tíu stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 27-17, og búið að ná þrjátíu stiga forskoti í hálfleik, 57-27. „Ég get ekki hætt að brosa. Ég er bara rosalega ánægður og ef ég segi alveg eins og er þá held ég að við höfum átt þetta skilið,“ sagði Luka Doncic eftir leikinn. Hann var kominn með 27 stig í hálfleik eða jafnmikið og allt Suns-liðið. Luka BALLED OUT in the @dallasmavs Game 7 W #PhantomCam #MFFL 35 PTS, 10 REB, 2 STL, 6 3PM pic.twitter.com/Nz0qCd0075— NBA (@NBA) May 16, 2022 Doncic endaði með að skora 35 stig á 30 mínútum en hann hitti úr 6 af 11 þriggja stiga skotum og var einnig með 10 fráköst og 4 stoðsendingar. Spencer Dinwiddie kom einnig með 30 stig og fimm þrista af bekknum og þá var Jalen Brunson með 24 stig. Cameron Johnson var stigahæstur með 12 stig en Deven Booker (11 stig) og Chris Paul (10 stig) voru samtals með aðeins 21 stig og 6 stoðsendingar og miðherjinn Deandre Ayton skoraði bara fimm stig. Langt frá því að vera nóg í úrslitaleik eins og þessum. Jayson Tatum & Jaylen Brown combined for 42 points and 7 3-pointers in the @celtics Game 7 victory to advance to the Eastern Conference Finals! #BleedGreen@jaytatum0: 23 PTS, 6 REB, 8 AST, 5 3PM@FCHWPO: 19 PTS, 8 REB, 2 STL, 2 3PM pic.twitter.com/cBZfDWEedW— NBA (@NBA) May 16, 2022 Grant Williams skoraði 27 stig og setti niður sjö þriggja stiga körfur þegar Boston Celtics vann sannfærandi 28 stiga sigur á fráfarandi meisturum í Milwaukee Bucks, 109-81. Bucks var 3-2 yfir í einvíginu en Boston vann tvo síðustu leikina. Boston setti nýtt met í leik sjö með því að skora samtals 23 þriggja stiga körfur í leiknum. Þeir fengu 54 stigum meira úr þristum heldur en lið Milwaukee Bucks. Jayson Tatum var með 23 stig og leit á það sem áskorun þegar liðið lenti með bakið upp við vegg. „Eins og það var sárt að tapa leik fimm þá hlakkaði ég til að takast á við þessa áskorun. Ég hef trú á sjálfum mér og ég hef trú á mínu liði. Ég átti von á að spila svona og að liðið myndi svara með þessum hætti,“ sagði Tatum. Milwaukee var með frumkvæðið framan af leik en Boston tók öll völd í seinni leiknum sem liðið vann 61-38. Giannis Antetokounmpo gerði mikið en það dugði ekki. Hann endaði með 25 stig, 20 fráköst og 9 stoðsendingar en virkaði útkeyrður í seinni hálfleik þegar hann hitti aðeins úr 3 af 11 skotum sínum inn í teig þar af bara 1 af 6 í lokaleikhlutanum. Jrue Holiday var með 21 stig og 8 stoðsendingar. 22 3PM by #BleedGreen in Game 7pic.twitter.com/Znymm46J2Y— NBA (@NBA) May 15, 2022
NBA Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ Sjá meira