Innlent

Líf úti­lokar þátt­töku í meiri­hluta­sam­starfi

Árni Sæberg skrifar
Líf Magneudóttir oddviti VG í borginni.
Líf Magneudóttir oddviti VG í borginni. Vísir/Helgi

Líf Magneudóttir, oddviti og eini borgarfulltrúi Vinstri grænna í Reykjavík, hefur tjáð samstarfsfélögum sínum í fráfarandi meirihluta að Vinstri græn muni ekki sækjast efir því að taka þátt í viðræðum um meirihlutasamstarf.

„Við munum veita þeim meirihluta sem verður myndaður öflugt og málefnalegt aðhald og við erum ávallt tilbúin til samstarfs um mál sem miða að framgangi femínisma, félagslegs réttlætis, umhverfisverndar og loftslagsaðgerða,“ segir hún í færslu á Facebook-síðu sinni.

Hún segir niðurstöðu kosninganna í gær veruleg vonbrigði fyrir flokkinn en markið hans var að ná öðrum manni inn í borgarstjórn eða „Stebbann inn!“ eins og Líf orðaði það í kosningabáráttunni.

Hún segir að niðurstaða ráðfæringar við félaga sína hafi verið að flokkurinn þurfi að leggjast vel yfir það hvernig hann geti komið sínum málefnum til skila.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×