Einar kannast ekki við fullyrðingar síns gamla vinnustaðar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. maí 2022 19:37 Einar Þorsteinsson segir ekkert hæft í því að viðræður milli Framsóknar og Sjálfstæðisflokks um myndun borgarmeirihluta séu hafnar. Hann gerir borgarstjórastólinn ekki að skilyrði fyrir meirihlutasamstarfi, líkt og kom fram í máli hans í sérstökum umræðuþætti á Stöð 2 í kvöld. Vísir/Einar Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, segir engar óformlegar viðræður um myndun meirihluta hafnar af sinni hálfu. Hvorki við Sjálfstæðisflokk né aðra. Ríkisútvarpið greindi frá því fyrr í kvöld að óformlegar meirihlutaviðræður í Reykjavík hafi hafist í dag á milli oddvita Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Flokkarnir fengu tíu borgarfulltrúa í sveitarstjórnarkosningunum í gær og þyrftu því minnst tvo fulltrúa til viðbótar til að mynda meirihluta. Samkvæmt frétt RÚV snúa viðræður flokkanna tveggja að möguleikanum á samstarfi með Viðreisn og Flokki fólksins, en þeir fengu einn fulltrúa hvor. Framsókn fékk fjóra fulltrúa í kosningunum en Sjálfstæðisflokkurinn sex. Spjallaði við Hildi á leiðinni upp í RÚV Einar segir að fréttir Ríkisútvarpsins, hvar hann var áður fréttamaður, af óformlegum viðræðum Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins séu ekki réttar. „Það er nú dálítið skemmtilegt í svona ástandi, þar sem allir eru einhvern veginn að spá í það sem er að gerast. Ég veit ekki alveg hvaðan þessi frétt er komin,“ sagði Einar í sérstökum umræðuþætti á Stöð 2 um niðurstöður kosninganna, þegar hann var spurður út í hinar meintu viðræður. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, greiðir hér atkvæði í sveitarstjórnarkosningunum í gær. Telja verður líklegt að þar sé um að ræða atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum. Vísir/Vilhelm Hann segir að bæði hann og Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, hafi verið í viðtali á Sprengisandi í Bylgjunni í dag. Þaðan hafi þau farið samferða í höfuðstöðvar RÚV í Efstaleiti, til þess að mæta í umræðuþáttinn Silfrið. „Við spjölluðum um pólitík þar, við Hildur. En það var mjög óformlegt spjall.“ Og ekkert haft Þórdísi Lóu [Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar] og Kolbrúnu [Baldursdóttur, oddvita Flokks fólksins] í aftursætinu á meðan? „Nei, þær voru ekki einu sinni í skottinu“ sagði Einar í gamansömum tón. „Það er bara ekkert að gerast,“ sagði Einar. Dóra mun sakna Lífar Í þættinum sagði Dagur B. Eggertsson þá að fulltrúar meirihlutans, sem féll í kosningunum í gær, og stillt saman strengi sína. Fyrr í dag var greint frá því að Vinstri græn, sem héldu sínum borgarfulltrúa og voru aðili að meirihlutasamstarfi síðasta kjörtímabils, myndu ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum. Dóra Björt, oddviti Pírata, sagði að sér kæmi ákvörðun VG öðrum þræði á óvart. „Þetta er auðvitað þeirra ákvörðun. Við höfum áður heyrt af því að það hafi stundum verið þessi þrýstingur, af því að í síðustu kosningum fengu þau inn einn fulltrúa en höfðu vonast eftir meiru. En ákváðu að ganga til meirihlutasamstarfs þó,“ sagði Dóra. Flokkarnir hefðu unnið saman að grænum málefnum og feminískum málum, sem sannarlega væru málefni sem VG setti á oddinn. „Þannig að þetta eru vonbrigði fyrir okkur og leitt að horfa á eftir Líf. Hún hefur verið með okkur og við höfum verið í góðu samstarfi,“ sagði Dóra. Dagurinn í dag hefði farið í að ræða við fjölmiðla, meta stöðuna og ræða við stuðningsfólk. Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisútvarpið Reykjavík Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Ríkisútvarpið greindi frá því fyrr í kvöld að óformlegar meirihlutaviðræður í Reykjavík hafi hafist í dag á milli oddvita Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Flokkarnir fengu tíu borgarfulltrúa í sveitarstjórnarkosningunum í gær og þyrftu því minnst tvo fulltrúa til viðbótar til að mynda meirihluta. Samkvæmt frétt RÚV snúa viðræður flokkanna tveggja að möguleikanum á samstarfi með Viðreisn og Flokki fólksins, en þeir fengu einn fulltrúa hvor. Framsókn fékk fjóra fulltrúa í kosningunum en Sjálfstæðisflokkurinn sex. Spjallaði við Hildi á leiðinni upp í RÚV Einar segir að fréttir Ríkisútvarpsins, hvar hann var áður fréttamaður, af óformlegum viðræðum Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins séu ekki réttar. „Það er nú dálítið skemmtilegt í svona ástandi, þar sem allir eru einhvern veginn að spá í það sem er að gerast. Ég veit ekki alveg hvaðan þessi frétt er komin,“ sagði Einar í sérstökum umræðuþætti á Stöð 2 um niðurstöður kosninganna, þegar hann var spurður út í hinar meintu viðræður. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, greiðir hér atkvæði í sveitarstjórnarkosningunum í gær. Telja verður líklegt að þar sé um að ræða atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum. Vísir/Vilhelm Hann segir að bæði hann og Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, hafi verið í viðtali á Sprengisandi í Bylgjunni í dag. Þaðan hafi þau farið samferða í höfuðstöðvar RÚV í Efstaleiti, til þess að mæta í umræðuþáttinn Silfrið. „Við spjölluðum um pólitík þar, við Hildur. En það var mjög óformlegt spjall.“ Og ekkert haft Þórdísi Lóu [Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar] og Kolbrúnu [Baldursdóttur, oddvita Flokks fólksins] í aftursætinu á meðan? „Nei, þær voru ekki einu sinni í skottinu“ sagði Einar í gamansömum tón. „Það er bara ekkert að gerast,“ sagði Einar. Dóra mun sakna Lífar Í þættinum sagði Dagur B. Eggertsson þá að fulltrúar meirihlutans, sem féll í kosningunum í gær, og stillt saman strengi sína. Fyrr í dag var greint frá því að Vinstri græn, sem héldu sínum borgarfulltrúa og voru aðili að meirihlutasamstarfi síðasta kjörtímabils, myndu ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum. Dóra Björt, oddviti Pírata, sagði að sér kæmi ákvörðun VG öðrum þræði á óvart. „Þetta er auðvitað þeirra ákvörðun. Við höfum áður heyrt af því að það hafi stundum verið þessi þrýstingur, af því að í síðustu kosningum fengu þau inn einn fulltrúa en höfðu vonast eftir meiru. En ákváðu að ganga til meirihlutasamstarfs þó,“ sagði Dóra. Flokkarnir hefðu unnið saman að grænum málefnum og feminískum málum, sem sannarlega væru málefni sem VG setti á oddinn. „Þannig að þetta eru vonbrigði fyrir okkur og leitt að horfa á eftir Líf. Hún hefur verið með okkur og við höfum verið í góðu samstarfi,“ sagði Dóra. Dagurinn í dag hefði farið í að ræða við fjölmiðla, meta stöðuna og ræða við stuðningsfólk.
Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisútvarpið Reykjavík Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira