Konurnar sem skráðu sig á spjöld sögunnar í nótt Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2022 17:28 Magnea Gná Jóhannsdóttir skipaði 3. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík. Hún er yngsti borgarfulltrúi sögunnar. Og Arna Lára Jónsdóttir er fyrsta konan sem verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Vísir/vilhelm Tímamót urðu á að minnsta kosti tveimur vígstöðvum eftir að talið var upp úr kjörkössunum í nótt. Yngsti borgarfulltrúi sögunnar náði kjöri í Reykjavík og gamalreyndur bæjarfulltrúi verður fyrst kvenna bæjarstjóri á Ísafirði. Þær eru spenntar fyrir komandi verkefnum. Af 23 borgarfulltrúum í Reykjavík koma níu nýir inn eftir nóttina. Þeirra á meðal er Magnea Gná Jóhannsdóttir sem var 25 ára og 41 dags á kjördag, og sló þar með fyrra met Sönnu Magdalenu Mörtudóttur Sósíalista sem varð yngst allra til að ná kjöri í borgarstjórn fyrir fjórum árum. „Ég er full þakklætis fyrir traustinu sem mér er sýnt og ég vona að ég geti sinnt málefnum ungs fólks sem ég náttúrulega brenn fyrir og geti gert gott fyrir unga fólkið okkar sem mun erfa ákvarðanir dagsins í dag,“ segir Magnea. Hún viðurkennir að niðurstöðurnar hafi að sumu leyti komið henni á óvart. En fólk hafi greinilega verið tilbúið í breytingar. Og hún er til í slaginn. „Ég er að fara í próf á fimmtudaginn, þannig að næstu dagar fara í smá próflestur, og svo bara spjall við fólkið sem er með mér núna í borgarstjórnarflokk og sjá hvort við finnum út úr þessu mögulega meirihlutasamstarfi.“ Stórmerkilegt að kona hafi ekki stjórnað áður Á Ísafirði náði Ísafjarðarlistinn hreinum meirihluta með fimm mönnum - og í baráttusætinu sat bæjarfulltrúi með fjögur kjörtímabil að baki. Arna Lára Jónsdóttir er bæjarstjórnarefni flokksins og reiknar með að taka við starfinu innan tveggja vikna. „Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa í gegnum tíðina farið saman þannig að við vissum að það yrði erfitt að komast upp á milli þeirra, þannig að við yrðum að treysta á okkur sjálf. Og það tókst,“ segir Arna Lára. Hún er fyrsta konan til að verða bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar - og þykir tilhugsunin skemmtileg. „Það er auðvitað 2022 og það er stórmerkilegt að það hafi ekki verið kona bæjarstjóri áður í Ísafjarðarbæ. En það er semsagt raunin og mér þykir það mikill heiður að ég fái að vera sú kona.“ Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ísafjarðarbær Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Afar dræm kosningaþátttaka áhyggjefni: Máni Péturs vann kosningarnar Tæplega 40 prósent atkvæðabærra borgarbúa létu ekki sjá sig á kjörstað í borginni. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum- og greiningu og lýðheilsufræðingur, segir þetta verulegt áhyggjuefni og ætti að vera hverjum þeim sem á annað borð lætur sér annt um lýðræðislegt samfélag. 15. maí 2022 13:36 Telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi fyrst Oddvitar stærstu stjórnmálaframboðanna í Reykjavík segja fátt um mögulegt meirihlutasamstarf eftir að meirihlutinn féll í kosningunum í gær. Borgarstjóri og oddviti Pírata eru sammála um að réttast sé að fráfarandi meirihlutaflokkar ræði fyrst saman. 15. maí 2022 12:37 „Sjálfstæðisflokkurinn er lang stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu“ Í mörgum stærstu sveitarfélögunum blasti tap Sjálfstæðisflokksins við, þeir töpuðu bæjarfulltrúum fyrir borð vinstri hægri eins og í Reykjavík, töpuðu manni í Hafnarfirði, Kópavogi … en það breytir ekki þeirri staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn er eftir sem áður stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu. 15. maí 2022 12:02 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Sjá meira
Af 23 borgarfulltrúum í Reykjavík koma níu nýir inn eftir nóttina. Þeirra á meðal er Magnea Gná Jóhannsdóttir sem var 25 ára og 41 dags á kjördag, og sló þar með fyrra met Sönnu Magdalenu Mörtudóttur Sósíalista sem varð yngst allra til að ná kjöri í borgarstjórn fyrir fjórum árum. „Ég er full þakklætis fyrir traustinu sem mér er sýnt og ég vona að ég geti sinnt málefnum ungs fólks sem ég náttúrulega brenn fyrir og geti gert gott fyrir unga fólkið okkar sem mun erfa ákvarðanir dagsins í dag,“ segir Magnea. Hún viðurkennir að niðurstöðurnar hafi að sumu leyti komið henni á óvart. En fólk hafi greinilega verið tilbúið í breytingar. Og hún er til í slaginn. „Ég er að fara í próf á fimmtudaginn, þannig að næstu dagar fara í smá próflestur, og svo bara spjall við fólkið sem er með mér núna í borgarstjórnarflokk og sjá hvort við finnum út úr þessu mögulega meirihlutasamstarfi.“ Stórmerkilegt að kona hafi ekki stjórnað áður Á Ísafirði náði Ísafjarðarlistinn hreinum meirihluta með fimm mönnum - og í baráttusætinu sat bæjarfulltrúi með fjögur kjörtímabil að baki. Arna Lára Jónsdóttir er bæjarstjórnarefni flokksins og reiknar með að taka við starfinu innan tveggja vikna. „Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa í gegnum tíðina farið saman þannig að við vissum að það yrði erfitt að komast upp á milli þeirra, þannig að við yrðum að treysta á okkur sjálf. Og það tókst,“ segir Arna Lára. Hún er fyrsta konan til að verða bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar - og þykir tilhugsunin skemmtileg. „Það er auðvitað 2022 og það er stórmerkilegt að það hafi ekki verið kona bæjarstjóri áður í Ísafjarðarbæ. En það er semsagt raunin og mér þykir það mikill heiður að ég fái að vera sú kona.“
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ísafjarðarbær Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Afar dræm kosningaþátttaka áhyggjefni: Máni Péturs vann kosningarnar Tæplega 40 prósent atkvæðabærra borgarbúa létu ekki sjá sig á kjörstað í borginni. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum- og greiningu og lýðheilsufræðingur, segir þetta verulegt áhyggjuefni og ætti að vera hverjum þeim sem á annað borð lætur sér annt um lýðræðislegt samfélag. 15. maí 2022 13:36 Telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi fyrst Oddvitar stærstu stjórnmálaframboðanna í Reykjavík segja fátt um mögulegt meirihlutasamstarf eftir að meirihlutinn féll í kosningunum í gær. Borgarstjóri og oddviti Pírata eru sammála um að réttast sé að fráfarandi meirihlutaflokkar ræði fyrst saman. 15. maí 2022 12:37 „Sjálfstæðisflokkurinn er lang stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu“ Í mörgum stærstu sveitarfélögunum blasti tap Sjálfstæðisflokksins við, þeir töpuðu bæjarfulltrúum fyrir borð vinstri hægri eins og í Reykjavík, töpuðu manni í Hafnarfirði, Kópavogi … en það breytir ekki þeirri staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn er eftir sem áður stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu. 15. maí 2022 12:02 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Sjá meira
Afar dræm kosningaþátttaka áhyggjefni: Máni Péturs vann kosningarnar Tæplega 40 prósent atkvæðabærra borgarbúa létu ekki sjá sig á kjörstað í borginni. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum- og greiningu og lýðheilsufræðingur, segir þetta verulegt áhyggjuefni og ætti að vera hverjum þeim sem á annað borð lætur sér annt um lýðræðislegt samfélag. 15. maí 2022 13:36
Telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi fyrst Oddvitar stærstu stjórnmálaframboðanna í Reykjavík segja fátt um mögulegt meirihlutasamstarf eftir að meirihlutinn féll í kosningunum í gær. Borgarstjóri og oddviti Pírata eru sammála um að réttast sé að fráfarandi meirihlutaflokkar ræði fyrst saman. 15. maí 2022 12:37
„Sjálfstæðisflokkurinn er lang stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu“ Í mörgum stærstu sveitarfélögunum blasti tap Sjálfstæðisflokksins við, þeir töpuðu bæjarfulltrúum fyrir borð vinstri hægri eins og í Reykjavík, töpuðu manni í Hafnarfirði, Kópavogi … en það breytir ekki þeirri staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn er eftir sem áður stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu. 15. maí 2022 12:02
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent