Opin fyrir samstarfi með Framsóknarflokknum Eiður Þór Árnason skrifar 15. maí 2022 03:16 Það var bjart yfir Dóru á kosningavöku Pírata á Miami eftir fyrstu tölur í Reykjavík. Vísir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, segist vera opin fyrir því að starfa með Framsókn í borgarstjórn ef núverandi samstarfsflokkar missa meirihluta sinn. Samkvæmt fyrstu tölum er meirihluti Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna fallinn en Píratar bæta þó við sig manni. „Ég er bara ótrúlega ánægð og þakklát og auðmjúk. Þetta er náttúrulega risastórt. Við erum að bæta helling við okkur, við erum strax að mælast inni með einn nýjan borgarfulltrúa og með meiri krafti getum við haft enn meiri áhrif í þágu borgarbúa, í þágu almannahags.“ Hún bætir við að hún sé spennt fyrir nóttinni, einkum í ljósi þess að ungt fólk eigi stundum til að skila sér síðar á kjörstað sem leiði til þess að atkvæði þeirra séu talin síðar. Það hefur margoft sýnt sig að kjósendur Pírata eru yfirleitt hlutfallslega yngri en kjósendur annarra flokka og oft ólíklegri til að skila sér á kjörstað. Útiloka samstarf með Sjálfstæðisflokknum Aðspurð um stöðu meirihlutans í Reykjavík segir Dóra að nóttin sé enn ung og mikið að atkvæðum eigi enn eftir að skila sér í hús. „Þannig að það er allt of snemmt að segja eitthvað um það. Við verðum bara að sjá og ég held á fram að treysta, þannig að við sjáum bara til.“ Myndir þú til dæmis vinna með Framsókn í mögulegu samstarfi? „Ég hef talað fyrir því að við séum opin fyrir því að vinna með hverjum þeim sem geta unnið að okkar stefnumálum og Framsókn er auðvitað búin að tala fyrir barnvænu samfélagi sem er eitthvað sem við Píratar stöndum sannarlega fyrir, svo það er bara fullt af tækifærum í stöðunni tel ég. Þannig að við verðum bara að bíða og sjá og svo verðum við að sjá hvað samtalið ber í skauti sér á morgun og næstu daga.“ Píratar hafi þó útilokað samstarf með Sjálfstæðisflokknum. Dóra segir að hún sé bjartsýn og það sé rosaleg stemning hjá Pírötum. Ekki sé hægt að útiloka að fjórði borgarfulltrúinn skili sér inn þegar líður á nóttina. Hér fyrir neðan má sjá nýjustu tölur í Reykjavík. Píratar Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
„Ég er bara ótrúlega ánægð og þakklát og auðmjúk. Þetta er náttúrulega risastórt. Við erum að bæta helling við okkur, við erum strax að mælast inni með einn nýjan borgarfulltrúa og með meiri krafti getum við haft enn meiri áhrif í þágu borgarbúa, í þágu almannahags.“ Hún bætir við að hún sé spennt fyrir nóttinni, einkum í ljósi þess að ungt fólk eigi stundum til að skila sér síðar á kjörstað sem leiði til þess að atkvæði þeirra séu talin síðar. Það hefur margoft sýnt sig að kjósendur Pírata eru yfirleitt hlutfallslega yngri en kjósendur annarra flokka og oft ólíklegri til að skila sér á kjörstað. Útiloka samstarf með Sjálfstæðisflokknum Aðspurð um stöðu meirihlutans í Reykjavík segir Dóra að nóttin sé enn ung og mikið að atkvæðum eigi enn eftir að skila sér í hús. „Þannig að það er allt of snemmt að segja eitthvað um það. Við verðum bara að sjá og ég held á fram að treysta, þannig að við sjáum bara til.“ Myndir þú til dæmis vinna með Framsókn í mögulegu samstarfi? „Ég hef talað fyrir því að við séum opin fyrir því að vinna með hverjum þeim sem geta unnið að okkar stefnumálum og Framsókn er auðvitað búin að tala fyrir barnvænu samfélagi sem er eitthvað sem við Píratar stöndum sannarlega fyrir, svo það er bara fullt af tækifærum í stöðunni tel ég. Þannig að við verðum bara að bíða og sjá og svo verðum við að sjá hvað samtalið ber í skauti sér á morgun og næstu daga.“ Píratar hafi þó útilokað samstarf með Sjálfstæðisflokknum. Dóra segir að hún sé bjartsýn og það sé rosaleg stemning hjá Pírötum. Ekki sé hægt að útiloka að fjórði borgarfulltrúinn skili sér inn þegar líður á nóttina. Hér fyrir neðan má sjá nýjustu tölur í Reykjavík.
Píratar Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu