Tatum tryggði Celtics oddaleik og Stríðsmennirnir komust í úrslit Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. maí 2022 09:31 Jayson Tatum fór fyrir liði Boston Celtics í nótt. Stacy Revere/Getty Images Jayson Tatum dró vagninn fyrir Boston Celtics í nótt er liðið tryggði sér oddaleik í undanúrslitum Austudeildarinnar í NBA með 13 stiga sigri gegn ríkjandi meisturum Milwaukee Bucks, 108-95. Þá Vann Golden State Warriors 14 stiga sigur gegn Memphis Grizzlies, 110-96, og liðið er því á leið í úrslit Vesturdeildarinnar. Gestirnir frá Boston voru með bakið upp við vegg fyrir leik næturinnar og máttu ekki við tapi ef liðið ætlaði sér ekki í sumarfrí. Jafnræði var með liðunum, en gestirnir virtust þó alltaf standa hálfu skrefi framar. Þeir náðu svo upp góðu forskoti í öðrum leikhluta og leiddu með tíu stigum þegar flautað var til hálfleiks, staðan 53-43. Liðið lét það forskot aldrei af hendi og gestirnir frá Boston unnu að lokum lífsnauðsynlegan 13 stiga sigur, 108-95. Jayson Tatum var eins og áður segir allt í öllu í liði Boston, en hann skoraði 46 stig, tók níu fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Í liði Milwaukee átti Giannis Antetokounmpo sannkallaðan tröllaleik, en það dugði ekki til. Hann skoraði 44 stig, tók 20 fráköst og gaf sex stoðsendingar. Tatum erupts for 46. Celtics force Game 7. pic.twitter.com/wmCCS0evkm— NBA (@NBA) May 14, 2022 Í hinum leik næturinnar unnu Stríðsmennirnir frá Golden State 14 stiga sigur gegn Memphis Grizzlies og tryggðu sér þannig sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar. Jafnræði var með liðunum framan af leik, en heimamenn tóku yfir í fjórða leikhluta þar sem þeir skoruðu32 stig gegn aðeins 19 stigum gestanna og lokatölur urðu 110-96. Klay Thompson var atkvæðamestur í sóknarleik Golden State með 30 stig, en á eftir honum kom Steph Curry með 29. Í liði Memphis var það Dillon Brooks sem var fremstur meðal jafningja með 30 stig. Game. 6. Klay.@KlayThompson's 30 points and 8 threes power the @warriors to the West Finals! pic.twitter.com/kEdAgdyCmt— NBA (@NBA) May 14, 2022 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Gestirnir frá Boston voru með bakið upp við vegg fyrir leik næturinnar og máttu ekki við tapi ef liðið ætlaði sér ekki í sumarfrí. Jafnræði var með liðunum, en gestirnir virtust þó alltaf standa hálfu skrefi framar. Þeir náðu svo upp góðu forskoti í öðrum leikhluta og leiddu með tíu stigum þegar flautað var til hálfleiks, staðan 53-43. Liðið lét það forskot aldrei af hendi og gestirnir frá Boston unnu að lokum lífsnauðsynlegan 13 stiga sigur, 108-95. Jayson Tatum var eins og áður segir allt í öllu í liði Boston, en hann skoraði 46 stig, tók níu fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Í liði Milwaukee átti Giannis Antetokounmpo sannkallaðan tröllaleik, en það dugði ekki til. Hann skoraði 44 stig, tók 20 fráköst og gaf sex stoðsendingar. Tatum erupts for 46. Celtics force Game 7. pic.twitter.com/wmCCS0evkm— NBA (@NBA) May 14, 2022 Í hinum leik næturinnar unnu Stríðsmennirnir frá Golden State 14 stiga sigur gegn Memphis Grizzlies og tryggðu sér þannig sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar. Jafnræði var með liðunum framan af leik, en heimamenn tóku yfir í fjórða leikhluta þar sem þeir skoruðu32 stig gegn aðeins 19 stigum gestanna og lokatölur urðu 110-96. Klay Thompson var atkvæðamestur í sóknarleik Golden State með 30 stig, en á eftir honum kom Steph Curry með 29. Í liði Memphis var það Dillon Brooks sem var fremstur meðal jafningja með 30 stig. Game. 6. Klay.@KlayThompson's 30 points and 8 threes power the @warriors to the West Finals! pic.twitter.com/kEdAgdyCmt— NBA (@NBA) May 14, 2022 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum