Greiði rúmlega sex milljónir króna vegna uppsagnar þungaðrar konu Árni Sæberg skrifar 13. maí 2022 20:01 Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra þessa efnis þar sem vísað er til rannsóknarhagsmuna og síafbrota mannsins. Vísir/Vilhelm Ferðaþjónustufyrirtæki hefur verið dæmt til að greiða konu skaðabætur upp á ríflega sex milljónir króna vegna þess að henni var sagt upp með ólögmætum hætti skömmu eftir að hún tilkynnti að hún væri barnshafandi. Konan hóf störf hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Nordic Luxury þann 8. apríl 2019 til reynslu í þrjá mánuði. Þann fjórtánda júní sama árs upplýsti hún fyrirsvarsmanni fyrirtækisins að hún væri með barni og tveimur vikum seinna var henni sagt upp störfum, að því er segir í dómi Landsréttar. Konan hafi ekki valdið starfi sínu Konan leitaði til stéttarfélagsins VR sem mótmælti uppsögninni fyrir hennar hönd með vísan til ákvæða laga um fæðingar- og foreldraorlof. Í þrítugustu grein þeirra segir að óheimilt sé að segja upp starfsmanni sem tilkynnt hefur um fyrirætlaða töku fæðingarorlofs eða er þunguð kona. Þó er heimilt að segja þungaðri konu upp störfum ef málefnaleg ástæða liggur að baki og skriflegur rökstuðningur fylgir uppsögninni. Nordic Luxury bar fyrir sig fyrir dómi að konan hefði ekki með nokkru móti valdið starfi sínu og að samstarfsfólk hennar teldi bókunarskrifstofu fyrirtækisins betur setta án hennar en með. Því hafi verið ákveðið að framlengja ekki ráðningarsamning konunnar en hún hafi verið ráðin tímabundið til þriggja mánaða til reynslu. Hvorki skriflegur samningur né rökstuðningur Í dómi Landsréttar segir að skriflegum ráðningarsamningi milli aðila hafi ekki verið til að dreifa og því ekki hægt að sanna að konan hafi aðeins verið ráðin tímabundið. Þá hafi uppsagnarbréfi konunnar ekki fylgt skriflegur rökstuðningur fyrir uppsögninni og því væri ákvæðum laganna ekki fullnægt svo uppsögnin væri lögmæt. Af þeim sökum var dómur héraðsdóms staðfestur og fyrirtækið dæmt til að greiða konunni skaðabætur sem nema upphæð launa og orlofs í þann tíma sem eftir var af þungun konunnar auk fæðingarorlofs. Konan gerði kröfu upp á tæplega 6,4 milljónir króna og deildu málsaðilar ekki um útreikning bótanna. Því var fyrirtækinu gert að greiða konunni upphæðina auk dráttarvaxta. Þá var fyrirtækin einnig dæmt til að bera allan málskostnað konunnar, alls 1,7 milljón króna. Dómsmál Vinnumarkaður Fæðingarorlof Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira
Konan hóf störf hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Nordic Luxury þann 8. apríl 2019 til reynslu í þrjá mánuði. Þann fjórtánda júní sama árs upplýsti hún fyrirsvarsmanni fyrirtækisins að hún væri með barni og tveimur vikum seinna var henni sagt upp störfum, að því er segir í dómi Landsréttar. Konan hafi ekki valdið starfi sínu Konan leitaði til stéttarfélagsins VR sem mótmælti uppsögninni fyrir hennar hönd með vísan til ákvæða laga um fæðingar- og foreldraorlof. Í þrítugustu grein þeirra segir að óheimilt sé að segja upp starfsmanni sem tilkynnt hefur um fyrirætlaða töku fæðingarorlofs eða er þunguð kona. Þó er heimilt að segja þungaðri konu upp störfum ef málefnaleg ástæða liggur að baki og skriflegur rökstuðningur fylgir uppsögninni. Nordic Luxury bar fyrir sig fyrir dómi að konan hefði ekki með nokkru móti valdið starfi sínu og að samstarfsfólk hennar teldi bókunarskrifstofu fyrirtækisins betur setta án hennar en með. Því hafi verið ákveðið að framlengja ekki ráðningarsamning konunnar en hún hafi verið ráðin tímabundið til þriggja mánaða til reynslu. Hvorki skriflegur samningur né rökstuðningur Í dómi Landsréttar segir að skriflegum ráðningarsamningi milli aðila hafi ekki verið til að dreifa og því ekki hægt að sanna að konan hafi aðeins verið ráðin tímabundið. Þá hafi uppsagnarbréfi konunnar ekki fylgt skriflegur rökstuðningur fyrir uppsögninni og því væri ákvæðum laganna ekki fullnægt svo uppsögnin væri lögmæt. Af þeim sökum var dómur héraðsdóms staðfestur og fyrirtækið dæmt til að greiða konunni skaðabætur sem nema upphæð launa og orlofs í þann tíma sem eftir var af þungun konunnar auk fæðingarorlofs. Konan gerði kröfu upp á tæplega 6,4 milljónir króna og deildu málsaðilar ekki um útreikning bótanna. Því var fyrirtækinu gert að greiða konunni upphæðina auk dráttarvaxta. Þá var fyrirtækin einnig dæmt til að bera allan málskostnað konunnar, alls 1,7 milljón króna.
Dómsmál Vinnumarkaður Fæðingarorlof Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira