Greiði rúmlega sex milljónir króna vegna uppsagnar þungaðrar konu Árni Sæberg skrifar 13. maí 2022 20:01 Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra þessa efnis þar sem vísað er til rannsóknarhagsmuna og síafbrota mannsins. Vísir/Vilhelm Ferðaþjónustufyrirtæki hefur verið dæmt til að greiða konu skaðabætur upp á ríflega sex milljónir króna vegna þess að henni var sagt upp með ólögmætum hætti skömmu eftir að hún tilkynnti að hún væri barnshafandi. Konan hóf störf hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Nordic Luxury þann 8. apríl 2019 til reynslu í þrjá mánuði. Þann fjórtánda júní sama árs upplýsti hún fyrirsvarsmanni fyrirtækisins að hún væri með barni og tveimur vikum seinna var henni sagt upp störfum, að því er segir í dómi Landsréttar. Konan hafi ekki valdið starfi sínu Konan leitaði til stéttarfélagsins VR sem mótmælti uppsögninni fyrir hennar hönd með vísan til ákvæða laga um fæðingar- og foreldraorlof. Í þrítugustu grein þeirra segir að óheimilt sé að segja upp starfsmanni sem tilkynnt hefur um fyrirætlaða töku fæðingarorlofs eða er þunguð kona. Þó er heimilt að segja þungaðri konu upp störfum ef málefnaleg ástæða liggur að baki og skriflegur rökstuðningur fylgir uppsögninni. Nordic Luxury bar fyrir sig fyrir dómi að konan hefði ekki með nokkru móti valdið starfi sínu og að samstarfsfólk hennar teldi bókunarskrifstofu fyrirtækisins betur setta án hennar en með. Því hafi verið ákveðið að framlengja ekki ráðningarsamning konunnar en hún hafi verið ráðin tímabundið til þriggja mánaða til reynslu. Hvorki skriflegur samningur né rökstuðningur Í dómi Landsréttar segir að skriflegum ráðningarsamningi milli aðila hafi ekki verið til að dreifa og því ekki hægt að sanna að konan hafi aðeins verið ráðin tímabundið. Þá hafi uppsagnarbréfi konunnar ekki fylgt skriflegur rökstuðningur fyrir uppsögninni og því væri ákvæðum laganna ekki fullnægt svo uppsögnin væri lögmæt. Af þeim sökum var dómur héraðsdóms staðfestur og fyrirtækið dæmt til að greiða konunni skaðabætur sem nema upphæð launa og orlofs í þann tíma sem eftir var af þungun konunnar auk fæðingarorlofs. Konan gerði kröfu upp á tæplega 6,4 milljónir króna og deildu málsaðilar ekki um útreikning bótanna. Því var fyrirtækinu gert að greiða konunni upphæðina auk dráttarvaxta. Þá var fyrirtækin einnig dæmt til að bera allan málskostnað konunnar, alls 1,7 milljón króna. Dómsmál Vinnumarkaður Fæðingarorlof Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Fleiri fréttir Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Sjá meira
Konan hóf störf hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Nordic Luxury þann 8. apríl 2019 til reynslu í þrjá mánuði. Þann fjórtánda júní sama árs upplýsti hún fyrirsvarsmanni fyrirtækisins að hún væri með barni og tveimur vikum seinna var henni sagt upp störfum, að því er segir í dómi Landsréttar. Konan hafi ekki valdið starfi sínu Konan leitaði til stéttarfélagsins VR sem mótmælti uppsögninni fyrir hennar hönd með vísan til ákvæða laga um fæðingar- og foreldraorlof. Í þrítugustu grein þeirra segir að óheimilt sé að segja upp starfsmanni sem tilkynnt hefur um fyrirætlaða töku fæðingarorlofs eða er þunguð kona. Þó er heimilt að segja þungaðri konu upp störfum ef málefnaleg ástæða liggur að baki og skriflegur rökstuðningur fylgir uppsögninni. Nordic Luxury bar fyrir sig fyrir dómi að konan hefði ekki með nokkru móti valdið starfi sínu og að samstarfsfólk hennar teldi bókunarskrifstofu fyrirtækisins betur setta án hennar en með. Því hafi verið ákveðið að framlengja ekki ráðningarsamning konunnar en hún hafi verið ráðin tímabundið til þriggja mánaða til reynslu. Hvorki skriflegur samningur né rökstuðningur Í dómi Landsréttar segir að skriflegum ráðningarsamningi milli aðila hafi ekki verið til að dreifa og því ekki hægt að sanna að konan hafi aðeins verið ráðin tímabundið. Þá hafi uppsagnarbréfi konunnar ekki fylgt skriflegur rökstuðningur fyrir uppsögninni og því væri ákvæðum laganna ekki fullnægt svo uppsögnin væri lögmæt. Af þeim sökum var dómur héraðsdóms staðfestur og fyrirtækið dæmt til að greiða konunni skaðabætur sem nema upphæð launa og orlofs í þann tíma sem eftir var af þungun konunnar auk fæðingarorlofs. Konan gerði kröfu upp á tæplega 6,4 milljónir króna og deildu málsaðilar ekki um útreikning bótanna. Því var fyrirtækinu gert að greiða konunni upphæðina auk dráttarvaxta. Þá var fyrirtækin einnig dæmt til að bera allan málskostnað konunnar, alls 1,7 milljón króna.
Dómsmál Vinnumarkaður Fæðingarorlof Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Fleiri fréttir Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Sjá meira