Ný könnun Maskínu: Pawel úti, Líf inni og Framsókn fær fjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. maí 2022 16:41 Framsóknarflokkurinn náði góðum árangri í Alþingiskosningunum síðastliðið haust. Allt bendir til góðs árangurs í borginni í ár þar sem sjónvarpsmaðurinn Einar Þorsteinsson er í oddvitasæti. Vísir/Vilhelm Núverandi meirihluti í Reykjavík fengi tólf fulltrúa af 23 samkvæmt nýrri könnun Maskínu um fylgi flokkanna. Fylgi Framsóknar er á pari við Pírata en báðir flokkar fengju fjóra borgarfulltrúa verði niðurstaðan á morgun í samræmi við könnunina. Samfylkingin heldur velli sem stærsti flokkurinn í borginni í nýju könnuninni sem byggir á 660 svörum til Maskínu frá því í gær og í dag. Fylgi upp á 22,8 prósent myndi skila sex borgarfulltrúum samanborið við þá sjö sem flokkurinn hefur nú. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 20,5 prósent fylgi og er næststærsti flokkurinn. Slíkt fylgi myndi skila flokknum fimm borgarfulltrúm en flokkurinn hefur í dag átta. Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins sem næði inn fimm mönnum samkvæmt nýju könnuninni.Vísir/vilhelm Framsókn skýst upp fyrir Pírata með 14,6 prósenta fylgi. Framsókn fékk 3,2 prósent fylgi í kosningunum fyrir fjórum árum en fengi fjóra nú. Píratar mælast með 14,5 prósenta fylgi og myndu fjölga borgarfulltrúum úr tveimur í fjóra. Að neðan má sjá niðurstöður síðustu kannana Maskínu og úrslitin í kosningunum fyrir fjórum árum. Flokkur fólksins eykur stöðugt við fylgi sitt og er kominn í 6,5 prósent. Það dugar þó ekki til að fjölga borgarfulltrúum og aðeins oddvitinn Kolbrún Baldursdóttir næði inn. Sósíalistaflokkkurinn er á svipuðum slóðum með 6,3 prósent fylgi sem myndi skila inn oddvitanum Sönnu Magdalenu Mörtudóttur. Sanna Magdalena náði kjöri fyrir fjórum árum fyrir Sósíalistaflokkinn og heldur örugglega velli samkvæmt nýju könnuninni. Fylgi flokksins nú er á pari við kosningarnar 2018.Vísir/Vilhelm Viðreisn berst fyrir því að ná tveimur borgarfulltrúum inn en útlitið er ekki gott samkvæmt nýju könnuninni. Flokkurinn mælist með 5,4 prósenta fylgi, sem skilar einum borgarfulltrúa, en fékk 8,2 prósent fyrir fjórum árum. Þá fékk flokkurinn tvo fulltrúa. Nú ríkir mikil óvissa hvort Pawel Bartoszek, sem situr í öðru sæti listans, nái inn. Pawel Bartoszek nær ekki inn í borgarstjórn miðað við nýjustu könnun Maskínu.Vísir/Egill Vinstri græn eru í svipuðu basli. Flokkurinn mælist með 4,2 prósenta fylgi sem skilar aðeins oddvitanum Líf Magneudóttur í borgarstjórn, og það aðeins rétt svo. Stefán Pálsson, sem situr í öðru sæti, næði ekki inn og þarf eitthvað mikið að gerast á kjördag til að flokkurinn nái inn tveimur mönnum, miðað við könnun Maskínu. Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson er í öðru sæti hjá Vinstri grænum í borginni. Miðflokkurinn mælist með 3,5 prósent fylgi sem dugar ekki til að ná inn borgarfulltrúa. Þá segjast 1,2 prósent ætla að kjósa Ábyrga framtíð og 0,6 prósent styðja E-lista Bestu borgarinnar. Núverandi meirihluti Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna fengi tólf fulltrúa eða minnsta mögulega meirihluta. Óhætt er að segja að hann standi tæpt og í nýjum Þjóðarpúls Gallup er hann raunar fallinn. Þjóðarpúlsinn var gerður dagana 9. til 13. maí og samkvæmt honum fengi núverandi meirihluti ellefu fulltrúa. Nokkur samhljómur er með könnun Maskínu og Þjóðarpúlsinum. Þó munar því að Sjálfstæðisflokkurinn missir tvo fulltrúa en ekki þrjá á sama tíma og Píratar bæta við sig einum en ekki tveimur fulltrúum. Óhætt er að segja að núverandi meirihluti standi tæpt.Vísir/Vilhelm Að neðan má sjá niðurstöður úr helstu könnunum undanfarinna vikna í borginni. Skoðanakannanir Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Samfylkingin heldur velli sem stærsti flokkurinn í borginni í nýju könnuninni sem byggir á 660 svörum til Maskínu frá því í gær og í dag. Fylgi upp á 22,8 prósent myndi skila sex borgarfulltrúum samanborið við þá sjö sem flokkurinn hefur nú. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 20,5 prósent fylgi og er næststærsti flokkurinn. Slíkt fylgi myndi skila flokknum fimm borgarfulltrúm en flokkurinn hefur í dag átta. Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins sem næði inn fimm mönnum samkvæmt nýju könnuninni.Vísir/vilhelm Framsókn skýst upp fyrir Pírata með 14,6 prósenta fylgi. Framsókn fékk 3,2 prósent fylgi í kosningunum fyrir fjórum árum en fengi fjóra nú. Píratar mælast með 14,5 prósenta fylgi og myndu fjölga borgarfulltrúum úr tveimur í fjóra. Að neðan má sjá niðurstöður síðustu kannana Maskínu og úrslitin í kosningunum fyrir fjórum árum. Flokkur fólksins eykur stöðugt við fylgi sitt og er kominn í 6,5 prósent. Það dugar þó ekki til að fjölga borgarfulltrúum og aðeins oddvitinn Kolbrún Baldursdóttir næði inn. Sósíalistaflokkkurinn er á svipuðum slóðum með 6,3 prósent fylgi sem myndi skila inn oddvitanum Sönnu Magdalenu Mörtudóttur. Sanna Magdalena náði kjöri fyrir fjórum árum fyrir Sósíalistaflokkinn og heldur örugglega velli samkvæmt nýju könnuninni. Fylgi flokksins nú er á pari við kosningarnar 2018.Vísir/Vilhelm Viðreisn berst fyrir því að ná tveimur borgarfulltrúum inn en útlitið er ekki gott samkvæmt nýju könnuninni. Flokkurinn mælist með 5,4 prósenta fylgi, sem skilar einum borgarfulltrúa, en fékk 8,2 prósent fyrir fjórum árum. Þá fékk flokkurinn tvo fulltrúa. Nú ríkir mikil óvissa hvort Pawel Bartoszek, sem situr í öðru sæti listans, nái inn. Pawel Bartoszek nær ekki inn í borgarstjórn miðað við nýjustu könnun Maskínu.Vísir/Egill Vinstri græn eru í svipuðu basli. Flokkurinn mælist með 4,2 prósenta fylgi sem skilar aðeins oddvitanum Líf Magneudóttur í borgarstjórn, og það aðeins rétt svo. Stefán Pálsson, sem situr í öðru sæti, næði ekki inn og þarf eitthvað mikið að gerast á kjördag til að flokkurinn nái inn tveimur mönnum, miðað við könnun Maskínu. Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson er í öðru sæti hjá Vinstri grænum í borginni. Miðflokkurinn mælist með 3,5 prósent fylgi sem dugar ekki til að ná inn borgarfulltrúa. Þá segjast 1,2 prósent ætla að kjósa Ábyrga framtíð og 0,6 prósent styðja E-lista Bestu borgarinnar. Núverandi meirihluti Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna fengi tólf fulltrúa eða minnsta mögulega meirihluta. Óhætt er að segja að hann standi tæpt og í nýjum Þjóðarpúls Gallup er hann raunar fallinn. Þjóðarpúlsinn var gerður dagana 9. til 13. maí og samkvæmt honum fengi núverandi meirihluti ellefu fulltrúa. Nokkur samhljómur er með könnun Maskínu og Þjóðarpúlsinum. Þó munar því að Sjálfstæðisflokkurinn missir tvo fulltrúa en ekki þrjá á sama tíma og Píratar bæta við sig einum en ekki tveimur fulltrúum. Óhætt er að segja að núverandi meirihluti standi tæpt.Vísir/Vilhelm Að neðan má sjá niðurstöður úr helstu könnunum undanfarinna vikna í borginni.
Skoðanakannanir Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira