Fullur stuðningur við aðild Finna og Svía Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. maí 2022 13:16 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir segist vonast eftir að friður náist sem fyrst. Innrás Rússa hófst í febrúar og sér ekki fyrir endann á. vísir/vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra býður Finna og Svía velkomna í Atlantshafsbandalagið. Finnar eru komnir lengra í ferlinu og ljóst að þeir muni leggja fram umsókn. „Ísland mun styðja það. Í mínum huga er alveg ljóst að þetta er þeirra sjálfsákvörðunarréttur og ég skil mjög vel þau sjónarmið. Það er ríkur vilji því þau finna fyrir raunverulegri ógn. Þetta mun auka öryggi á svæðinu og getu Atlantshafsbandalagsins til að verjast enda er það varnarbandalag,“ segir Þórdís Kolbrún. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur verið afdráttarlaus í afstöðu sinni hvað varðar NATO. Hann hefur varað Finna og Svía við inngöngu. „Rússlandi stendur engin ógn af Atlantshafsbandalaginu sem er varnarbandalag. Ákvarðarnir annarra ríkja og þeirra sjálfsákvörðunarréttur, sem þau hafa fullan rétt á að taka, er ekki málefni sem að Rússar eiga að hafa sérstaka skoðun á og hvað þá að brjóta alþjóðalög og ráðast inn í lönd vegna slíkra ákvarðana. En Rússar vinna ekki alltaf þannig. En það skýrir líka að miklu leyti þessa breyttu sýn, upplifun, skoðun og ákvörðun, Finna í þessu tilfelli og líklega Svía í kjölfarið.“ Ráðherra segir allt eðlilegt friðelskandi fólk eðli máls samkvæmt vonast eftir að friður náist. „Ég skil vel ef úkraínska þjóðin er ekki tilbúin að afsala sér hluta af sínu landi og telji einhvern veginn að þar með sé málinu lokið. Því miður sjáum við ekki skýr merki um að þetta sé að lagast. Því gerum við allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa fullvalda sjálfstæðri þjóð að verjast ríki sem er að brjóta alþjóðlög og fremja mikil voðaverk í þeirra landi.“ Engin leið sé að rýna í þróun mála næstu daga, vikur, mánuði eða ár. „Þetta er algjörlega ömurlegt enn þá. Það eru engin skýr merki um að þetta sé að fara að lagast. Áhrifin svo augljós á fæðuöryggi og öryggisógn annarra ríkja líka, sem segja það fullum fetum, og vita, að ef Úkraína tapar - hvað gerist þá? Hvaða ríki eru þá? Hvar sem þau síðan eru. Því miður erum við ekki að sjá fyrir endann á þessu og því skiptir miklu máli að taka réttar ákvarðanir.“ Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál NATO Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Erlent Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Innlent Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Sjá meira
„Ísland mun styðja það. Í mínum huga er alveg ljóst að þetta er þeirra sjálfsákvörðunarréttur og ég skil mjög vel þau sjónarmið. Það er ríkur vilji því þau finna fyrir raunverulegri ógn. Þetta mun auka öryggi á svæðinu og getu Atlantshafsbandalagsins til að verjast enda er það varnarbandalag,“ segir Þórdís Kolbrún. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur verið afdráttarlaus í afstöðu sinni hvað varðar NATO. Hann hefur varað Finna og Svía við inngöngu. „Rússlandi stendur engin ógn af Atlantshafsbandalaginu sem er varnarbandalag. Ákvarðarnir annarra ríkja og þeirra sjálfsákvörðunarréttur, sem þau hafa fullan rétt á að taka, er ekki málefni sem að Rússar eiga að hafa sérstaka skoðun á og hvað þá að brjóta alþjóðalög og ráðast inn í lönd vegna slíkra ákvarðana. En Rússar vinna ekki alltaf þannig. En það skýrir líka að miklu leyti þessa breyttu sýn, upplifun, skoðun og ákvörðun, Finna í þessu tilfelli og líklega Svía í kjölfarið.“ Ráðherra segir allt eðlilegt friðelskandi fólk eðli máls samkvæmt vonast eftir að friður náist. „Ég skil vel ef úkraínska þjóðin er ekki tilbúin að afsala sér hluta af sínu landi og telji einhvern veginn að þar með sé málinu lokið. Því miður sjáum við ekki skýr merki um að þetta sé að lagast. Því gerum við allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa fullvalda sjálfstæðri þjóð að verjast ríki sem er að brjóta alþjóðlög og fremja mikil voðaverk í þeirra landi.“ Engin leið sé að rýna í þróun mála næstu daga, vikur, mánuði eða ár. „Þetta er algjörlega ömurlegt enn þá. Það eru engin skýr merki um að þetta sé að fara að lagast. Áhrifin svo augljós á fæðuöryggi og öryggisógn annarra ríkja líka, sem segja það fullum fetum, og vita, að ef Úkraína tapar - hvað gerist þá? Hvaða ríki eru þá? Hvar sem þau síðan eru. Því miður erum við ekki að sjá fyrir endann á þessu og því skiptir miklu máli að taka réttar ákvarðanir.“
Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál NATO Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Erlent Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Innlent Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Sjá meira