„Firðinum er vonandi ekki mikil hætta búin“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. maí 2022 23:24 Ólafur Hreggviður Sigurðsson, heimastjórnarmaður á Seyðisfirði, og Pétur Heimisson, frambjóðandi VG í Múlaþingi, eru á öndverðum meiði um fyrirhugað fiskeldi í Seyðisfirði. Vísir/Egill Frambjóðandi VG í Múlaþingi telur andstöðu Seyðfirðinga við fyrirhugað fiskeldi fordæmalausa á landsvísu. Þá hafi bæjarbúar sýnt að þeir séu færir um atvinnusköpun með öðrum leiðum. Heimastjórnarmaður telur andstöðuna ofmetna og segir eldið ómissandi fyrir uppbyggingu. Það hefur staðið til um árabil að hefja sjókvíaeldi í Seyðisfirði - en fyrirætlanirnar eru umdeildar. Málið er einnig hápólitískt en Vinstri græn í Múlaþingi setja sig eindregið upp á móti fyrirætlunum Fiskeldis Austfjarða um tíu þúsund tonna sjókvíaeldi úti fyrir Seyðisfirði. Sú afstaða er einkum á grundvelli náttúruverndarsjónarmiða, að sögn Péturs Heimissonar, læknis og þriðja manns á lista VG fyrir komandi sveitastjórnarkosningar. En skoðanir íbúa leika einnig stórt hlutverk. Pétur vísar til þess að nöfn 55 prósent Seyðfirðinga hafi verið á undirskriftarlista sem skilað var til sveitastjórnar Múlaþings árið 2020. „Sem var ekki neitt „hérumbil“. Bara á móti laxeldi í opnum sjókvíum í firðinum sínum í allri mynd. Og í máli Skipulagsstofnunar er jafnvel ekki til dæmi um aðra eins andstöðu við akkúrat þennan iðnað,“ segir Pétur. Á hitafundi um málið í vor hafi forsvarsmenn sagt að ráðist yrði í eldið í sátt við íbúa. „Þannig að firðinum er vonandi ekki mikil hætta búin. Því að það sem til þarf er að sveitastjórn standi með náttúrunni og íbúunum. Og þá verður ekki laxeldi hér.“ Loksins fyrirtæki sem hefur áhuga En Ólafur Hreggviður Sigurðsson heimastjórnarmaður á Seyðisfirði fagnar áformunum. „Þetta markar ákveðin tímamót í atvinnusögu Seyðisfjarðar. Að fá hérna loksins fyrirtæki sem er tilbúið að leggja pening inn í Seyðisfjörð. Það er rosalega langt síðan það gerðist síðast. Og hér veitir okkur ekki af að fá meiri fjölbreytni í atvinnulífið.“ Stór hluti þeirra sem skrifuðu undir listann á sínum tíma hafi þar mótmælt fyrirætlunum um fiskeldi rétt við höfnina. „Það var hins vegar flautað af algjörlega og tekið út fyrir sviga. Og það verða engar kvíar á því svæði. Þeir munu bara nota þrjú svæði utarlega í firðinum, sem eru ekki í daglegri augsýn okkar bæjarbúa,“ segir Ólafur. Fiskeldi Múlaþing Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Það hefur staðið til um árabil að hefja sjókvíaeldi í Seyðisfirði - en fyrirætlanirnar eru umdeildar. Málið er einnig hápólitískt en Vinstri græn í Múlaþingi setja sig eindregið upp á móti fyrirætlunum Fiskeldis Austfjarða um tíu þúsund tonna sjókvíaeldi úti fyrir Seyðisfirði. Sú afstaða er einkum á grundvelli náttúruverndarsjónarmiða, að sögn Péturs Heimissonar, læknis og þriðja manns á lista VG fyrir komandi sveitastjórnarkosningar. En skoðanir íbúa leika einnig stórt hlutverk. Pétur vísar til þess að nöfn 55 prósent Seyðfirðinga hafi verið á undirskriftarlista sem skilað var til sveitastjórnar Múlaþings árið 2020. „Sem var ekki neitt „hérumbil“. Bara á móti laxeldi í opnum sjókvíum í firðinum sínum í allri mynd. Og í máli Skipulagsstofnunar er jafnvel ekki til dæmi um aðra eins andstöðu við akkúrat þennan iðnað,“ segir Pétur. Á hitafundi um málið í vor hafi forsvarsmenn sagt að ráðist yrði í eldið í sátt við íbúa. „Þannig að firðinum er vonandi ekki mikil hætta búin. Því að það sem til þarf er að sveitastjórn standi með náttúrunni og íbúunum. Og þá verður ekki laxeldi hér.“ Loksins fyrirtæki sem hefur áhuga En Ólafur Hreggviður Sigurðsson heimastjórnarmaður á Seyðisfirði fagnar áformunum. „Þetta markar ákveðin tímamót í atvinnusögu Seyðisfjarðar. Að fá hérna loksins fyrirtæki sem er tilbúið að leggja pening inn í Seyðisfjörð. Það er rosalega langt síðan það gerðist síðast. Og hér veitir okkur ekki af að fá meiri fjölbreytni í atvinnulífið.“ Stór hluti þeirra sem skrifuðu undir listann á sínum tíma hafi þar mótmælt fyrirætlunum um fiskeldi rétt við höfnina. „Það var hins vegar flautað af algjörlega og tekið út fyrir sviga. Og það verða engar kvíar á því svæði. Þeir munu bara nota þrjú svæði utarlega í firðinum, sem eru ekki í daglegri augsýn okkar bæjarbúa,“ segir Ólafur.
Fiskeldi Múlaþing Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira