Reynslulaus farþegi lenti flugvél Smári Jökull Jónsson skrifar 11. maí 2022 23:01 Vélin var af gerðinni Cessna 208 líkt og vélin á þessari mynd. Vísir/Getty Farþegi í flugvél neyddist til að taka við stjórn vélarinnar í háloftunum og lenda henni á flugvelli í Flórída eftir að flugmaðurinn varð rænulaus. Hann hafði enga flugreynslu en fékk leiðbeiningar við lendinguna frá flugturni. CNN greinir frá atvikinu. Þar kemur fram að flugmaðurinn hafi orðið rænulaus og farþeginn hafði þá í samband við næsta flugturn í gegnum talstöðina. „Ég er í alvarlegum málum hérna. Flugmaðurinn minn er rænulaus og ég hef ekki hugmynd um hvernig ég á að fljúga þessari vél,“ sagði maðurinn en vélin var á leið frá Bahamas. Flugumferðarstjórinn Robert Morgan var í pásu þegar hann var beðinn um að flýta sér aftur í flugturninn. Morgan er flugkennari og með rúmlega 1200 flugtíma á bakinu og auk þess reyndur flugkennari. „Ég gekk inn í herbergið og þar var allt á fullu. Þeir segja við mig: Hey, flugmaðurinn er rænulaus. Farþegarnir eru að fljúga vélinni og þeir eru ekki með neina flugreynslu.“ Hann sagði farþegann hafa verið mjög rólegan. „Hann sagði, ég veit ekki hvernig ég á að fljúga. Ég veit ekki hvernig ég á að stoppa ef ég kemst á flugbrautina.“ Morgan hafði aldrei flogið flugvél af sömu tegund og þeirri sem var í loftinu. Hann prentaði út mynd af stjórnborði slíkrar vélar og notaði myndina til að átta sig betur á aðstæðum farþegans. Vissu ekki hvar vélin var Hann kom þeim skilaboðum til flugmannsins að halda jafnvægi á vélinni og athuga hvort hann gæti reynt að lækka flugið rólega. „Reyndu að fylgja ströndinni annaðhvort í norður eða suður. Við erum að reyna að staðsetja sig,“ sagði Morgan í talstöðina en flugmaðurinn hafði ekki hugmynd um hvar hann var staddur þar sem ekkert sást á skjánum í vélinni. Þegar búið var að finna út hvar í loftinu vélin var tók Morgan þá ákvörðun að beina henni á stærsta flugvöllinn á svæðinu. Þá hefði flugmaðurinn stóran völl að miða á. Morgan gefur flugmanninum tíu í einkunn fyrir lendinguna. „Mig langaði að fara að gráta því ég var fullur af adrenalíni. Ég var mjög ánægður að þetta gekk upp og að enginn slasaðist.“ Þegar vélin var komin á jörðina áttu hann og nýjasti flugneminn hans hjartnæma stund þar sem sá síðarnefndi þakkaði honum fyrir aðstoðina og sagðist svo vilja drífa sig heim til ófrískrar eiginkonu sinnar. „Í mínum augum er hann hetjan. Ég var bara að vinna vinnuna mína,“ sagði Morgan. Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira
CNN greinir frá atvikinu. Þar kemur fram að flugmaðurinn hafi orðið rænulaus og farþeginn hafði þá í samband við næsta flugturn í gegnum talstöðina. „Ég er í alvarlegum málum hérna. Flugmaðurinn minn er rænulaus og ég hef ekki hugmynd um hvernig ég á að fljúga þessari vél,“ sagði maðurinn en vélin var á leið frá Bahamas. Flugumferðarstjórinn Robert Morgan var í pásu þegar hann var beðinn um að flýta sér aftur í flugturninn. Morgan er flugkennari og með rúmlega 1200 flugtíma á bakinu og auk þess reyndur flugkennari. „Ég gekk inn í herbergið og þar var allt á fullu. Þeir segja við mig: Hey, flugmaðurinn er rænulaus. Farþegarnir eru að fljúga vélinni og þeir eru ekki með neina flugreynslu.“ Hann sagði farþegann hafa verið mjög rólegan. „Hann sagði, ég veit ekki hvernig ég á að fljúga. Ég veit ekki hvernig ég á að stoppa ef ég kemst á flugbrautina.“ Morgan hafði aldrei flogið flugvél af sömu tegund og þeirri sem var í loftinu. Hann prentaði út mynd af stjórnborði slíkrar vélar og notaði myndina til að átta sig betur á aðstæðum farþegans. Vissu ekki hvar vélin var Hann kom þeim skilaboðum til flugmannsins að halda jafnvægi á vélinni og athuga hvort hann gæti reynt að lækka flugið rólega. „Reyndu að fylgja ströndinni annaðhvort í norður eða suður. Við erum að reyna að staðsetja sig,“ sagði Morgan í talstöðina en flugmaðurinn hafði ekki hugmynd um hvar hann var staddur þar sem ekkert sást á skjánum í vélinni. Þegar búið var að finna út hvar í loftinu vélin var tók Morgan þá ákvörðun að beina henni á stærsta flugvöllinn á svæðinu. Þá hefði flugmaðurinn stóran völl að miða á. Morgan gefur flugmanninum tíu í einkunn fyrir lendinguna. „Mig langaði að fara að gráta því ég var fullur af adrenalíni. Ég var mjög ánægður að þetta gekk upp og að enginn slasaðist.“ Þegar vélin var komin á jörðina áttu hann og nýjasti flugneminn hans hjartnæma stund þar sem sá síðarnefndi þakkaði honum fyrir aðstoðina og sagðist svo vilja drífa sig heim til ófrískrar eiginkonu sinnar. „Í mínum augum er hann hetjan. Ég var bara að vinna vinnuna mína,“ sagði Morgan.
Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira