Saksóknari myrtur í brúðkaupsferðinni sinni Kjartan Kjartansson skrifar 11. maí 2022 11:01 Marcelo Pecci sérhæfði sig í að uppræta skipulagða glæpastarfsemi, peningaþvætti, fíkniefnasmygl og fjármögnun hryðjuverka. Vísir/EPA Paragvæskur saksóknari sem var þekktur fyrir baráttu sína gegn skipulögðum glæpasamtökum var skotinn til bana í brúðkaupsferð sinni á ferðamannaströnd í Kólumbíu. Eiginkona hans hafði tilkynnt að hún ætti von á barni aðeins nokkrum klukkustundum áður en hann var myrtur. Tveir byssumenn skutu Marcelo Pecci til bana á ferðamannaströndinni Barú, suður af borginni Cartagenu í Kólumbíu. Eiginkona hans, Claudia Aguilera, segir að hann hafi ekki fengið neinar hótanir í aðdraganda morðsins. Mennirnir tveir hafi nálgast þau á einkaströnd en síðan skotið hann. „Tveir menn réðust á Marcelo. Þeir komu á litlum bát eða sæþotu, sannast sagna sá ég það ekki vel,“ sagði Aguilera. Annar árásarmannanna hafi farið frá borði og skotið Pecci tvisvar, einu sinni í andlitið og einu sinni í bakið, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Mario Abdo Benítez, forseti Paragvæ, lýsti árásinu sem „hugleysislegu morði“. Augusto Salas, starfsbróðir Pecci, segir að árásin virðist dæmigerð mafíuárás. Hann líti á árásina sem slíka þar til annað komi í ljós. Lögreglumenn frá Paragvæ eru komnir til Kólumbíu til að rannsaka morðið. Bandarísk stjórnvöld hafa boðið fram aðstoð sína við rannsóknina. Pecci sérhæfði sig í rannsókn á skipulagðri glæpastarfsemi, peningaþvætti, fíkniefnasmygli og fjármögnun hryðjuverka. Hann rak meðal annars mál gegn brasilíska knattspyrnumanninum Ronaldinho sem var handtekinn fyrir að reyna að koma til Paragvæ á fölsuðu paragvæsku vegabréfi árið 2020. Sandra Quinonez, ríkissaksóknari Paragvæ, syrgir Pecci við líknesku af Maríu mey á skrifstofu sinni í gær.AP/Jorge Saenz Paragvæ Kólumbía Tengdar fréttir Ronaldinho handtekinn með falsað vegabréf í Paragvæ Brasilíski fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Ronaldinho framvísaði fölsuðum paragvæskum skilríkjum þegar hann kom inn í landið í gær. Hann og bróðir hans voru stöðvaðir af lögreglu en voru ekki handteknir, að sögn paragvæskra yfirvalda. 5. mars 2020 13:37 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Tveir byssumenn skutu Marcelo Pecci til bana á ferðamannaströndinni Barú, suður af borginni Cartagenu í Kólumbíu. Eiginkona hans, Claudia Aguilera, segir að hann hafi ekki fengið neinar hótanir í aðdraganda morðsins. Mennirnir tveir hafi nálgast þau á einkaströnd en síðan skotið hann. „Tveir menn réðust á Marcelo. Þeir komu á litlum bát eða sæþotu, sannast sagna sá ég það ekki vel,“ sagði Aguilera. Annar árásarmannanna hafi farið frá borði og skotið Pecci tvisvar, einu sinni í andlitið og einu sinni í bakið, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Mario Abdo Benítez, forseti Paragvæ, lýsti árásinu sem „hugleysislegu morði“. Augusto Salas, starfsbróðir Pecci, segir að árásin virðist dæmigerð mafíuárás. Hann líti á árásina sem slíka þar til annað komi í ljós. Lögreglumenn frá Paragvæ eru komnir til Kólumbíu til að rannsaka morðið. Bandarísk stjórnvöld hafa boðið fram aðstoð sína við rannsóknina. Pecci sérhæfði sig í rannsókn á skipulagðri glæpastarfsemi, peningaþvætti, fíkniefnasmygli og fjármögnun hryðjuverka. Hann rak meðal annars mál gegn brasilíska knattspyrnumanninum Ronaldinho sem var handtekinn fyrir að reyna að koma til Paragvæ á fölsuðu paragvæsku vegabréfi árið 2020. Sandra Quinonez, ríkissaksóknari Paragvæ, syrgir Pecci við líknesku af Maríu mey á skrifstofu sinni í gær.AP/Jorge Saenz
Paragvæ Kólumbía Tengdar fréttir Ronaldinho handtekinn með falsað vegabréf í Paragvæ Brasilíski fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Ronaldinho framvísaði fölsuðum paragvæskum skilríkjum þegar hann kom inn í landið í gær. Hann og bróðir hans voru stöðvaðir af lögreglu en voru ekki handteknir, að sögn paragvæskra yfirvalda. 5. mars 2020 13:37 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Ronaldinho handtekinn með falsað vegabréf í Paragvæ Brasilíski fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Ronaldinho framvísaði fölsuðum paragvæskum skilríkjum þegar hann kom inn í landið í gær. Hann og bróðir hans voru stöðvaðir af lögreglu en voru ekki handteknir, að sögn paragvæskra yfirvalda. 5. mars 2020 13:37