Viðskipti innlent

Inn­kalla reyktan lax og silung vegna listeríu

Eiður Þór Árnason skrifar
Neytendur eru beðnir að setja sig í samband við fyrirtækið.
Neytendur eru beðnir að setja sig í samband við fyrirtækið. Getty/istetiana

Matvælastofnun varar við neyslu á reyktum laxi og reyktum silungi frá Fisherman ehf. vegna listeríu sem fannst í tveimur framleiðslulotum. 

Fisherman hefur upplýst Matvælastofnun um innköllunina en stofnunin fer með eftirlit með fyrirtækinu. Innköllunin á einungis við eftirfarandi framleiðslulotur:

  • Vörumerki: Fisherman
  • Vöruheiti: Reyktur silungur 300g og hangireyktur lax 250g
  • Framleiðandi: Fisherman ehf.
  • Framleiðsluland: Ísland
  • Geymsluskilyrði: 0-4°C
  • Lotunúmer reyktur silungur er 14138 og 14140 / best fyrir dagsetningar: 17.05.22
  • Dreifing: Bónus, Nettó, Iceland, Hagkaup, Heimkaup, Melabúðin, Krambúðin og Kjörbúðin
  • Lotunúmer á reyktum lax er 14127/ best fyrir 21.05.2022
  • Dreifing: Nettó, Iceland, Hagkaup, Heimkaup, Krambúðin og Kjörbúðin

Að sögn Matvælastofnunar veldur neysla á listeríumenguðum matvælum ekki sjúkdómi hjá flestum heilbrigðum einstaklingum. Áhættuhópar séu barnshafandi konur, ófædd og nýfædd börn, aldraðir og einstaklingar með skert ónæmiskerfi. Þá segir stofnunin að hópsýkingar af völdum listeríu séu mjög sjaldgæfar og oftast sé um að ræða einstaklingssýkingar.

Neytendur sem hafa í fórum sínum, í kæli eða frysti, pakkningar með ofangreindri dagsetningu eru beðnir að hafa samband við Fisherman í síma 4509000.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×