Fernudraumur Liverpool lifir enn eftir endurkomusigur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. maí 2022 20:54 Sadio Mané skoraði sigurmark Liverpool í kvöld. Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images Liverpool vann mikilvægan 2-1 endurkomusigur er liðið heimsótti Steven Gerrard og lærisveina hans í Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Með sigrinum lyfti liðið sér upp að hlið Manchester City á toppi deildarinnar. Það var mikið fjör í upphafi leiks á Villa Park, en heimamenn í Aston Villa tóku forystuna strax á þriðju mínútu leiksins með marki frá Douglas Luiz. Gestirnir frá Bítlaborginni voru þó ekki lengi að svar því Joel Matip jafnaði metin fyrir Liverpool aðeins þremur mínútum síðar. Það reyndist þó seinasta mark fyrri hálfleiksins og staðan var því 1-1 þegar gengið var til búningsherbergja. Það var svo Senegalinn Sadio Mané sem kom Liverpool í forystu á 65. mínútu þegar hann skallaði fyrirgjöf Luis Diaz í netið. Heimamenn í Aston Villa sóttu stíft seinustu mínútur leiksins og komu sér nokkrum sinnum í ákjósanlegar stöður til að jafna metin, en allt kom fyrir ekki og niðurstaðan varð 2-1 sigur Liverpool. Liverpool situr nú í öðru sæti deildarinnar með 86 stig, jafn mörg og Manchester City, þegar liðið á aðeins tvo leiki eftir og heldur enn í vonina um að hafa betur í titilbaráttunni. Englandsmeistarar Manchester City eiga þó einn leik til góða og eru með betri markatölu. Enski boltinn
Liverpool vann mikilvægan 2-1 endurkomusigur er liðið heimsótti Steven Gerrard og lærisveina hans í Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Með sigrinum lyfti liðið sér upp að hlið Manchester City á toppi deildarinnar. Það var mikið fjör í upphafi leiks á Villa Park, en heimamenn í Aston Villa tóku forystuna strax á þriðju mínútu leiksins með marki frá Douglas Luiz. Gestirnir frá Bítlaborginni voru þó ekki lengi að svar því Joel Matip jafnaði metin fyrir Liverpool aðeins þremur mínútum síðar. Það reyndist þó seinasta mark fyrri hálfleiksins og staðan var því 1-1 þegar gengið var til búningsherbergja. Það var svo Senegalinn Sadio Mané sem kom Liverpool í forystu á 65. mínútu þegar hann skallaði fyrirgjöf Luis Diaz í netið. Heimamenn í Aston Villa sóttu stíft seinustu mínútur leiksins og komu sér nokkrum sinnum í ákjósanlegar stöður til að jafna metin, en allt kom fyrir ekki og niðurstaðan varð 2-1 sigur Liverpool. Liverpool situr nú í öðru sæti deildarinnar með 86 stig, jafn mörg og Manchester City, þegar liðið á aðeins tvo leiki eftir og heldur enn í vonina um að hafa betur í titilbaráttunni. Englandsmeistarar Manchester City eiga þó einn leik til góða og eru með betri markatölu.
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti