Enginn flugstjóri fæst á vakt hjá Landhelgisgæslunni í dag Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. maí 2022 13:24 Sigmaður á þyrlu Landhelgisgæslunnar. Vísir/vilhelm Enginn flugstjóri er á vakt til að fljúga þyrlum Landhelgisgæslunnar í dag. Fyrir vikið er þyrlan ekki til taks. Verið er að flytja einstakling landleiðina sem slasaðist alvarlega undir Eyjafjöllum í morgun. Fólksbíll hafnaði utan vegar vestan Efra Bakkakots á tólfta tímanum í morgun. Ökumaðurinn er alvarlega slasaður samkvæmt upplýsingum Lögreglunnar á Suðurlandi. Þjóðvegur 1 er lokaður sem stendur á meðan rannsóknarlögreglumenn sinna vinnu á vettvangi. Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar en hún var ekki tiltæk. Ástæðan er sú að flugstjórinn sem á að vera á vakt er veikur og ekki tókst að kalla út annan flugstjóra af frívakt. Samkvæmt heimildum fréttastofu reynist sífellt erfiðara að kalla flugstjóra af frívakt en þeir eru langþreyttir á því að ekki sé gengið frá kjarasamningum við þá. „Okkur þykir miður að þyrlusveit stofnunarinnar hafi ekki getað annast útkallið,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Allt hafi verið reynt til að kalla út flugstjóra á frívakt en án árangurs. Fimm manna vakt er á þyrlunni, fjórir á svæðinu en þyrlan fer ekkert án flugstjóra. „Við þessar aðstæður hefur okkur langoftast tekist að kalla fólk út á frívakt vegna einstaks velvilja starfsfólks,“ segir Ásgeir. Sex flugstjórar eru starfandi hjá Landhelgisgæslunni. Ásgeir segir að tveir þeirra séu búsettir fyrir norðan, einn sé veikur og því sé ekki upp á mikið að hlaupa. Flugmenn hjá Landhelgisgæslunni hafa verið með lausa kjarasamninga í tvö og hálft ár. Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna tjáði fréttastofu á dögunum að það kæmi honum á óvart að enn hefði ekki skapast neyðarástand vegna stöðunnar. „Það er eins og yfirvöld þurfi stórslys til þess að átta sig á alvarleika stöðunnar hjá Landhelgisgæslunni,“ sagði Jón Þór Þorvaldsson, formaður FÍA. Sífellt erfiðara væri að manna bráðnauðsynlegar vaktir á þyrlum Gæslunnar. Landhelgisgæslan Kjaramál Tengdar fréttir Þjóðvegur 1 lokaður eftir bílslys undir Eyjafjöllum Þjóðvegur 1 er nú lokaður undir Eyjafjöllum eftir að fólksbíll hafnaði utan vegar skammt vestan Efra Bakkakots. Verið er að flytja ökumanninn á sjúkrahús. 10. maí 2022 12:52 Mikill viðbúnaður vegna báts sem tók niðri Mikill viðbúnaður var hjá Landhelgisgæslunni og björgunarsveitum á áttunda tímanum í kvöld vegna harðbotna slöngubáts sem tók niðri við eyjuna Vigur í Ísafjarðardjúpi. 9. maí 2022 20:13 Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira
Fólksbíll hafnaði utan vegar vestan Efra Bakkakots á tólfta tímanum í morgun. Ökumaðurinn er alvarlega slasaður samkvæmt upplýsingum Lögreglunnar á Suðurlandi. Þjóðvegur 1 er lokaður sem stendur á meðan rannsóknarlögreglumenn sinna vinnu á vettvangi. Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar en hún var ekki tiltæk. Ástæðan er sú að flugstjórinn sem á að vera á vakt er veikur og ekki tókst að kalla út annan flugstjóra af frívakt. Samkvæmt heimildum fréttastofu reynist sífellt erfiðara að kalla flugstjóra af frívakt en þeir eru langþreyttir á því að ekki sé gengið frá kjarasamningum við þá. „Okkur þykir miður að þyrlusveit stofnunarinnar hafi ekki getað annast útkallið,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Allt hafi verið reynt til að kalla út flugstjóra á frívakt en án árangurs. Fimm manna vakt er á þyrlunni, fjórir á svæðinu en þyrlan fer ekkert án flugstjóra. „Við þessar aðstæður hefur okkur langoftast tekist að kalla fólk út á frívakt vegna einstaks velvilja starfsfólks,“ segir Ásgeir. Sex flugstjórar eru starfandi hjá Landhelgisgæslunni. Ásgeir segir að tveir þeirra séu búsettir fyrir norðan, einn sé veikur og því sé ekki upp á mikið að hlaupa. Flugmenn hjá Landhelgisgæslunni hafa verið með lausa kjarasamninga í tvö og hálft ár. Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna tjáði fréttastofu á dögunum að það kæmi honum á óvart að enn hefði ekki skapast neyðarástand vegna stöðunnar. „Það er eins og yfirvöld þurfi stórslys til þess að átta sig á alvarleika stöðunnar hjá Landhelgisgæslunni,“ sagði Jón Þór Þorvaldsson, formaður FÍA. Sífellt erfiðara væri að manna bráðnauðsynlegar vaktir á þyrlum Gæslunnar.
Landhelgisgæslan Kjaramál Tengdar fréttir Þjóðvegur 1 lokaður eftir bílslys undir Eyjafjöllum Þjóðvegur 1 er nú lokaður undir Eyjafjöllum eftir að fólksbíll hafnaði utan vegar skammt vestan Efra Bakkakots. Verið er að flytja ökumanninn á sjúkrahús. 10. maí 2022 12:52 Mikill viðbúnaður vegna báts sem tók niðri Mikill viðbúnaður var hjá Landhelgisgæslunni og björgunarsveitum á áttunda tímanum í kvöld vegna harðbotna slöngubáts sem tók niðri við eyjuna Vigur í Ísafjarðardjúpi. 9. maí 2022 20:13 Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira
Þjóðvegur 1 lokaður eftir bílslys undir Eyjafjöllum Þjóðvegur 1 er nú lokaður undir Eyjafjöllum eftir að fólksbíll hafnaði utan vegar skammt vestan Efra Bakkakots. Verið er að flytja ökumanninn á sjúkrahús. 10. maí 2022 12:52
Mikill viðbúnaður vegna báts sem tók niðri Mikill viðbúnaður var hjá Landhelgisgæslunni og björgunarsveitum á áttunda tímanum í kvöld vegna harðbotna slöngubáts sem tók niðri við eyjuna Vigur í Ísafjarðardjúpi. 9. maí 2022 20:13