Burstað leður á vel við Íslendinga Vogue fyrir heimilið 10. maí 2022 15:02 Jeffrey Koster, framkvæmdastjóri hollenska húsgagnaframleiðandans Het Anker. „Húsgagnalína okkar virðist falla vel í kramið hjá Íslendingum. Kannski er það gróft, burstað leðrið og „industrial“ stíllinn okkar því það má alveg segja að í honum sé smá dass af Skandinavíu." „Við höfum selt húsgögn á Íslenskan markað í mörg ár og Het Anker sófa því að finna á mörgum íslenskum heimilum,“ segir Jeffrey Koster, framkvæmdastjóri hollenska húsgagnaframleiðandans Het Anker en húsgögnin fást í Vogue fyrir heimilið. Het Anker fyrirtækið er rótgróið í húsgagnabransanum og flytur út til yfir þrjátíu landa um allan heim. Það byrjaði þó smátt, sem lítið bólstrunarverkstæði árið 1928. Fyrirtækið hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar alla tíð. Bólstrun og teppalögn var aðal þjónustan fyrstu áratugina og smám saman bættist húsgagnasmíði við. Á áttunda og níunda áratugnum tók fyrirtækið vaxtarkipp og hóf framleiðslu á eikarsófum með leðurpúðum sem urðu geysivinsælir í Evrópu. „Um tíma var Het Anker eitt af aðal húsgagnaframleiðendunum í „eikardeildinni“. Þegar IKEA opnaði sína fyrstu verslun utan Svíþjóðar urðu eikarsófar hinsvegar úreltir mjög hratt og Het Anker snéri sér alfarið að framleiðslu leðursófa,“ útskýrir Jeffrey. Í dag samanstendur vörulína Het Anker af bólstruðum húsgögnum bæði með leðri og tauáklæði. „Við stefnum á að verða einn af lykilbirgjum Evrópu með nútímalega sófa og stóla í miklum gæðum og á góðu verði,“ segir Jeffrey. „Við heimsækjum alþjóðlegar sýniningar, meðal annars á Ítalíu til að kynnast nýjustu straumum og fá innblástur. Hönnunarteymið okkar samanstendur af þremur einstaklingum en í einstaka verkefni ráðum við utanaðkomandi hönnuði. Stíllinn okkar er nútímalegur sem þýðir í raun að við fylgjum ráðandi straumum. Síðustu ár hafa þeir einkennst af öflugum „industrial“-húsgögnum, falleg blanda af málmi, gjarnan svörtum, og sterku, handburstuðu leðri. Þetta ákveðna „vintage“ útlit á leðrinu er orðið vörumerki Het Anker og fólk þekkir vörurnar okkar oft út frá leðrinu,“ segir Jeffrey. Úrval Het Anker húsgagna er að finna í Vogue fyrir heimilið. Hús og heimili Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira
„Við höfum selt húsgögn á Íslenskan markað í mörg ár og Het Anker sófa því að finna á mörgum íslenskum heimilum,“ segir Jeffrey Koster, framkvæmdastjóri hollenska húsgagnaframleiðandans Het Anker en húsgögnin fást í Vogue fyrir heimilið. Het Anker fyrirtækið er rótgróið í húsgagnabransanum og flytur út til yfir þrjátíu landa um allan heim. Það byrjaði þó smátt, sem lítið bólstrunarverkstæði árið 1928. Fyrirtækið hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar alla tíð. Bólstrun og teppalögn var aðal þjónustan fyrstu áratugina og smám saman bættist húsgagnasmíði við. Á áttunda og níunda áratugnum tók fyrirtækið vaxtarkipp og hóf framleiðslu á eikarsófum með leðurpúðum sem urðu geysivinsælir í Evrópu. „Um tíma var Het Anker eitt af aðal húsgagnaframleiðendunum í „eikardeildinni“. Þegar IKEA opnaði sína fyrstu verslun utan Svíþjóðar urðu eikarsófar hinsvegar úreltir mjög hratt og Het Anker snéri sér alfarið að framleiðslu leðursófa,“ útskýrir Jeffrey. Í dag samanstendur vörulína Het Anker af bólstruðum húsgögnum bæði með leðri og tauáklæði. „Við stefnum á að verða einn af lykilbirgjum Evrópu með nútímalega sófa og stóla í miklum gæðum og á góðu verði,“ segir Jeffrey. „Við heimsækjum alþjóðlegar sýniningar, meðal annars á Ítalíu til að kynnast nýjustu straumum og fá innblástur. Hönnunarteymið okkar samanstendur af þremur einstaklingum en í einstaka verkefni ráðum við utanaðkomandi hönnuði. Stíllinn okkar er nútímalegur sem þýðir í raun að við fylgjum ráðandi straumum. Síðustu ár hafa þeir einkennst af öflugum „industrial“-húsgögnum, falleg blanda af málmi, gjarnan svörtum, og sterku, handburstuðu leðri. Þetta ákveðna „vintage“ útlit á leðrinu er orðið vörumerki Het Anker og fólk þekkir vörurnar okkar oft út frá leðrinu,“ segir Jeffrey. Úrval Het Anker húsgagna er að finna í Vogue fyrir heimilið.
Hús og heimili Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira