Boston jafnaði þar með einvígið í 2-2 og getur komist yfir þegar liðin mætast í fimmta leik í Boston annað kvöld, í undanúrslitum austurdeildarinnar.
Horford er ekki beinlínis týpan sem lætur tilfinningarnar bera sig ofurliði en hann fagnaði vel eftir að hafa troðið og jafnað leikinn í 80-80, þegar tæpar tíu mínútur voru eftir. Um leið fiskaði hann villu á Giannis Antetokounmpo sem náði ekki að stöðva gamla brýnið.
BIG AL BIG SLAM#NBAPlayoffs presented by Google Pixel on TNT pic.twitter.com/HF7Lq6g56d
— NBA (@NBA) May 10, 2022
Horford endaði með 30 stig og varð stigahæstur ásamt Jayson Tatum.
Það var í fjórða leikhlutanum sem að Boston komst yfir og tryggði sér sigurinn, með því að vinna leikhlutann 43-28. Horford skoraði 16 stig og Tatum 12 í leikhlutanum.
Curry fór fyrir Golden State í naumum sigri
Memphis Grizzlies voru nálægt því að jafna einvígi sitt gegn Golden State Warriors en Stephen Curry var á öðru máli og tryggði Golden State 101-98 sigur. Curry og félagar eru því 3-1 yfir í einvíginu en fimmti leikurinn er í Memphis annað kvöld.
Curry setti niður átta vítaskot á síðustu 46 sekúndum leiksins og endaði með 32 stig. Hann gaf einnig átta stoðsendingar.
Heimamenn í Golden State þurftu að spjara sig án þjálfarans Steve Kerr sem greindist með Covid-19 tveimur tímum fyrir leik. Aðstoðarþjálfarinn Mike Brown, sem er búinn að semja um að taka við Sacramento Kings í sumar, stýrði því liðinu eins og hann gerði reyndar einnig um tíma þegar Golden State varð meistari 2017.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.