CNN greinir frá þessu. Þrátt fyrir sameiginlegt eftirnafn eru Casey og Vicky ekkert skyld. Casey sat inni í fangelsi í Alabama þar sem Vicky vann, en hann var grunaður um að hafa stungið konu til bana árið 2020.
Rannsakendur telja að þau hafi átt í nánu sambandi en Vicky laug því að hún ætlaði með Casey í geðrannsókn þegar hún yfirgaf fangelsið með hann.
Í myndbandi sem lögregluyfirvöld birtu af flóttanum má sjá Vicky fylgja Casey út í lögreglubíl.
Authorities release video footage of an Alabama corrections officer helping a murder suspect escape from a detention center https://t.co/nXBDbHhc5J pic.twitter.com/C3LpeaExTO
— Reuters (@Reuters) May 4, 2022
Í dag barst lögreglu ábending um að sést hefði verið til Casey á bílaþvottastöð í Indiana-fylki. Seinna í kvöld fundust þau á hóteli í fylkinu.
Different angle of the person US Marshals says could be Casey White. https://t.co/Od1vLlS4NA pic.twitter.com/fCU78vzYSN
— Brian Entin (@BrianEntin) May 9, 2022
Þá hófst bílaeftirför sem endaði með því að skötuhjúin náðust. Lögregla þurfti ekki að beita skotvopnum og því er talið að Vicky hafi skotið sig sjálfa.
Þau verða bæði send til Alabama þar sem þau verða ákærð fyrir flóttann. Vicky verður einnig ákærð fyrir skjalafals og auðkennisþjófnað en hún hafði keypt bíl nokkrum dögum fyrir flóttann með fölsuðum skilríkjum.