Íslandsbanki hafi ekki hækkað vexti eins hratt og Seðlabankinn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. maí 2022 17:00 Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Bankastjóri Íslandsbanka segir að bankinn hafi ekki hækkað vexti í takt við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans síðustu misseri. Hún er bjartsýn á að viðskiptavinir bankans ráði við hækkanir á afborgunum húsnæðislána en um sextíu prósent þeirra eru á föstum vöxtum til nokkurra ára. Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði meginvexti sína úr 2,75 prósentum í 3,75 prósent í síðustu viku. En slíkar hækkanir leiða að óbreyttu til hækkana á húsnæðisvöxtum viðskiptabankanna og þar að leiðandi greiðslubyrði þeirra. Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka er vongóð um að viðskiptavinir bankans ráði við hækkanir á afborgunum lána sem gætu verið framundan. „Við erum ennþá bjartsýn á að okkar viðskiptavinir ráði við þessar hækkanir en auðvitað tekur þetta í hjá öllum,“ segir Birna. Tæpur þriðjungur viðskiptavina bankans er með óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum til þriggja til fimm ára. Þriðjungur er með verðtryggð lán með fasta vexti í fimm ár. Svipað hlutfall er með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum og en aðeins 6% viðskiptavina er með breytilega vexti á verðtryggðum lánum. Afborganir óverðtryggðra lána á breytilegum vöxtum geta hækkað meira en afborganir annarra lána þegar vaxtahækkanir verða. Höfuðstóll verðtryggra lána hækkar hins vegar meira en óverðtryggðra lána við vaxtahækkanir en afborganir haldast stöðugri þar. Birna segir að bankinn hafi ekki hækkað sína vexti eins hratt og Seðlabankinn. „Við höfum ekki hækkað útlánavexti í takt við hækkanir Seðlabankann frá því hækkunarferlið hófst þannig að við erum bara að skoða þau mál núna,“ segir Birna. Hækkunarferli Seðlabankans hófst fyrir um ári en Seðlabankastjóri sagði við síðustu stýrivaxtahækkun að með henni væri verið að reyna að ná taumhaldi á verðbólgu sem er ríflega sjö prósent og hefur ekki verið hærri í tólf ár. Fjármál heimilisins Efnahagsmál Íslenskir bankar Tengdar fréttir Seðlabankinn spáir aukinni verðbólgu og hvetur til hófsamra kjarasamninga Seðlabankastjóri reiknar með að verðbólga aukist á næstu mánuðum og þar með eigi meginvextir bankans eftir að hækka enn frekar eftir eins prósentustiga hækkun þeirra í dag. Mikið velti á að allir sameinist gegn verðbólgunni og einblínt verði á að tryggja kaupmátt en ekki launahækkanir í komandi kjarasamningum. 4. maí 2022 19:21 Harður tónn í Seðlabankanum bendir til töluverðra vaxtahækkana í sumar Tónninn í yfirlýsingu peningastefnunefndar í morgun var harðari en hann hefur verið að undanförnu að sögn sérfræðinga á skuldabréfamarkaði. Hann gefur til kynna að bankinn ætli sér að hækka vexti töluvert í sumar. 4. maí 2022 16:19 Seðlabankinn hækkar stýrivexti um eina prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 1 prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. 4. maí 2022 08:30 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði meginvexti sína úr 2,75 prósentum í 3,75 prósent í síðustu viku. En slíkar hækkanir leiða að óbreyttu til hækkana á húsnæðisvöxtum viðskiptabankanna og þar að leiðandi greiðslubyrði þeirra. Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka er vongóð um að viðskiptavinir bankans ráði við hækkanir á afborgunum lána sem gætu verið framundan. „Við erum ennþá bjartsýn á að okkar viðskiptavinir ráði við þessar hækkanir en auðvitað tekur þetta í hjá öllum,“ segir Birna. Tæpur þriðjungur viðskiptavina bankans er með óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum til þriggja til fimm ára. Þriðjungur er með verðtryggð lán með fasta vexti í fimm ár. Svipað hlutfall er með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum og en aðeins 6% viðskiptavina er með breytilega vexti á verðtryggðum lánum. Afborganir óverðtryggðra lána á breytilegum vöxtum geta hækkað meira en afborganir annarra lána þegar vaxtahækkanir verða. Höfuðstóll verðtryggra lána hækkar hins vegar meira en óverðtryggðra lána við vaxtahækkanir en afborganir haldast stöðugri þar. Birna segir að bankinn hafi ekki hækkað sína vexti eins hratt og Seðlabankinn. „Við höfum ekki hækkað útlánavexti í takt við hækkanir Seðlabankann frá því hækkunarferlið hófst þannig að við erum bara að skoða þau mál núna,“ segir Birna. Hækkunarferli Seðlabankans hófst fyrir um ári en Seðlabankastjóri sagði við síðustu stýrivaxtahækkun að með henni væri verið að reyna að ná taumhaldi á verðbólgu sem er ríflega sjö prósent og hefur ekki verið hærri í tólf ár.
Fjármál heimilisins Efnahagsmál Íslenskir bankar Tengdar fréttir Seðlabankinn spáir aukinni verðbólgu og hvetur til hófsamra kjarasamninga Seðlabankastjóri reiknar með að verðbólga aukist á næstu mánuðum og þar með eigi meginvextir bankans eftir að hækka enn frekar eftir eins prósentustiga hækkun þeirra í dag. Mikið velti á að allir sameinist gegn verðbólgunni og einblínt verði á að tryggja kaupmátt en ekki launahækkanir í komandi kjarasamningum. 4. maí 2022 19:21 Harður tónn í Seðlabankanum bendir til töluverðra vaxtahækkana í sumar Tónninn í yfirlýsingu peningastefnunefndar í morgun var harðari en hann hefur verið að undanförnu að sögn sérfræðinga á skuldabréfamarkaði. Hann gefur til kynna að bankinn ætli sér að hækka vexti töluvert í sumar. 4. maí 2022 16:19 Seðlabankinn hækkar stýrivexti um eina prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 1 prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. 4. maí 2022 08:30 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Seðlabankinn spáir aukinni verðbólgu og hvetur til hófsamra kjarasamninga Seðlabankastjóri reiknar með að verðbólga aukist á næstu mánuðum og þar með eigi meginvextir bankans eftir að hækka enn frekar eftir eins prósentustiga hækkun þeirra í dag. Mikið velti á að allir sameinist gegn verðbólgunni og einblínt verði á að tryggja kaupmátt en ekki launahækkanir í komandi kjarasamningum. 4. maí 2022 19:21
Harður tónn í Seðlabankanum bendir til töluverðra vaxtahækkana í sumar Tónninn í yfirlýsingu peningastefnunefndar í morgun var harðari en hann hefur verið að undanförnu að sögn sérfræðinga á skuldabréfamarkaði. Hann gefur til kynna að bankinn ætli sér að hækka vexti töluvert í sumar. 4. maí 2022 16:19
Seðlabankinn hækkar stýrivexti um eina prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 1 prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. 4. maí 2022 08:30