Sýna Íslendingum dásemdir Tenerife Tenerife ferðir 10. maí 2022 13:12 Svali og Ásgeir reka Tenerife ferðir og bjóða stórskemmtilegar ferðir um þessa sólarparadís. Þeir segja íslenska skammdegið besta tímann til að heimsækja eyjuna. „Það er þetta sem skapar minningarnar, fólk tekur aldrei fleiri myndir en einmitt í þessum ferðum. Íslendingar kveikja alveg á þessu, þeir vilja gera eitthvað meira en sleikja sólskinið,“ segir Sigvaldi Kaldalóns eða Svali en hann býður upp á spennandi og fjölbreyttar ferðir um ævintýraeyjuna Tenerife með íslenskri fararstjórn. Svali og Ásgeir stofnuðu fyrirtækið Tenerife ferðir 2018, hálfpartinn óvart eftir að Svali flutti þangað út með fjölskylduna. Hann segir sólarmyndirnar þeirra á samfélagsmiðlum hafi ýtt boltanum af stað. „Ég opnaði SnappChattið mitt þegar við fluttum. Fólk sem var á leiðinni út fór að senda mér skilaboð og spyrja hvort ég gæti farið með það í fjallgöngur og hjólaferðir. Við fórum að taka á móti fólki, okkur langaði til að sýna Íslendingum dásemdir Tenerife og þetta vatt upp á sig,“ segir Svali. Í tæpt ár starfaði hann einnig sem fararstjóri hjá Vita ferðaskrifstofu og kynntist regluverkinu í ferðaiðnaðinum á eyjunni, kostum og göllum. „Hér á Tenerife þurfa ferðaskrifstofur að versla við innlendar umboðsskrifstofur varðandi skipulag, rútur, leiðsögumenn og fleira. Það var ákveðin þörf á ferðum sem ekki þyrfti að hafa áhyggjur af að féllu niður svo við ákváðum að verða þessi umboðsskrifstofa hér úti og stofnuðum Tenerife ferðir. Við fengum fyrst bráðabirgðaleyfi í byrjun árs 2019 og svo fullnaðarleyfi í júní sama ár en þá skall reyndar covid á,“ segir hann hlæjandi. Hlé hafi því þurft að gera á starfseminni í heila átján mánuði. „En, við lifðum það af. Í ágúst síðasta sumar fór allt í gang aftur. Nú erum við ekki einungis með föstu dagskrána hér úti heldur pakka þar sem við getum flogið fólki út, gengið frá hóteli og bókað allt fyrir fólk meðan það dvelur hér. Við erum að þróast sem ferðaskrifstofa líka og sú vinna verður byggð frekar upp á þessu ári. Við stefnum á að þjónusta hin Norðurlöndin einnig en ferðamannastraumurinn frá Skandinavíu til Tenerife er alltaf að aukast. Við þurfum bráðlega að bæta við okkur fólki,“ segir Svali. Fimm manns starfa nú hjá Tenerife ferðum og er boðið upp á fjölbreyttar ferðir um eyjuna og afþreyingu alla virka daga auk þess sem hægt er að fá sérsniðna pakka. Þar fyrir utan segir Svali alla geta komið í kaffi á skrifstofuna. „Það er velkomið að kíkja til okkar ef fólk þarf aðstoð með eitthvað, hvar sé best leigja bíl, finna lækni eða bestu veitingastaðina. Það finnst mörgum þægilegt að fá aðstoð á íslensku og við erum til taks. Við erum með opið frá 10 til 14 alla daga." Spennandi skoðunarferðir, menning og matarupplifun „Við fáum mikið af póstum frá vinahópum og fjölskyldum sem eru á leiðinni út og vilja gera eitthvað skemmtilegt saman. Við vinnum með birgjum hér úti og leigjum meðal annars báta og jetski og græjum allt frá því að panta borð á veitingastað, til sérsniðinna skoðunarferða, golfferða og hvaðeina. Við bjóðum svo upp á fasta dagskrá með skipulögðum ferðum sem innihalda bæði afþreyingu og fróðleik. Þær ferðir eru mjög vinsælar og fólk er jafnvel að koma þrisvar í sömu ferðina! Það finnst okkur vera gæðastimpill,“ segir Svali. „Mánudaga og miðvikudaga er farin skoðunarferð í fjallaþorpið Masca (en á sumrin er sú ferð bara á mánudögum)og ekið um stórbrotið landslag. Á mánudögum er einnig gönguferð á dagskrá frá Santiago Del Teide til Masca um 10 km leið. Á þriðjudögum keyrum við hringinn um eyjuna og stoppum hér og þar. Í hringferðinni er farið yfir stórmerkilega sögu Tenerife sem teygir sig aftur um þúsundir ára. Þó eyjan sé ekki nema einn fjórði af flatarmáli Vatnajökuls eru hér þrjú mismunandi gróðurbelti og ólíkt veðurfar eftir svæðum. Á miðvikudögum er farin gönguferð við El Chinyero, síðasta eldfjall sem gaus á Tenerife. Á fimmtudögum eru tvær ferðir, annarsvegar Las Vegas gönguferð um eitt elsta vatnsveitukerfi eyjarinnar með glæsilegu útsýni yfir suð- austurhluta Tenerife og hinsvegar matarupplifun í manngerðum hellum sem frumbyggjar eyjarinnar bjuggu í eða notuðust við en hefur verið breytt í veitingastaði. Föstudagar eru vinsælustu dagarnir en þá förum við partýferð, Matur&Vín heimsækjum eldhressan vínbónda og drekkum allt sem hann framleiðir,“ segir Svali. „Við verðum svo með glænýjar ferðir í haust,“ bætir hann við en aðal ferðamannastraumurinn til Tenerife stendur frá október og út apríl. Sumarmánuðirnir eru rólegri enda hitinn meiri. „Þá vinnum við bakvinnuna og undirbúum veturinn. Íslendingar nýta sér að koma hingað í skammdeginu, í nóvember og desember til dæmis en þá er hitastigið hér 20 plús gráður. Nú er daglegt líf komið í eðlilegar skorður á eyjunni eftir covid og létt yfir öllum. Við horfum hér framan í hvert annað í fyrsta sinn í tvö ár en grímuskyldunni var aflétt fyrir nokkrum dögum. Ég varð bara feiminn við stelpurnar á kaffihúsinu, ætlaði ekki að þekkja þær,“ segir Svali hlæjandi. „Það eru allir svo glaðir að fá að vera til, hlæja og hafa gaman og stemmingin er eftir því,“ segir hann að lokum. Ferðalög Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira
Svali og Ásgeir stofnuðu fyrirtækið Tenerife ferðir 2018, hálfpartinn óvart eftir að Svali flutti þangað út með fjölskylduna. Hann segir sólarmyndirnar þeirra á samfélagsmiðlum hafi ýtt boltanum af stað. „Ég opnaði SnappChattið mitt þegar við fluttum. Fólk sem var á leiðinni út fór að senda mér skilaboð og spyrja hvort ég gæti farið með það í fjallgöngur og hjólaferðir. Við fórum að taka á móti fólki, okkur langaði til að sýna Íslendingum dásemdir Tenerife og þetta vatt upp á sig,“ segir Svali. Í tæpt ár starfaði hann einnig sem fararstjóri hjá Vita ferðaskrifstofu og kynntist regluverkinu í ferðaiðnaðinum á eyjunni, kostum og göllum. „Hér á Tenerife þurfa ferðaskrifstofur að versla við innlendar umboðsskrifstofur varðandi skipulag, rútur, leiðsögumenn og fleira. Það var ákveðin þörf á ferðum sem ekki þyrfti að hafa áhyggjur af að féllu niður svo við ákváðum að verða þessi umboðsskrifstofa hér úti og stofnuðum Tenerife ferðir. Við fengum fyrst bráðabirgðaleyfi í byrjun árs 2019 og svo fullnaðarleyfi í júní sama ár en þá skall reyndar covid á,“ segir hann hlæjandi. Hlé hafi því þurft að gera á starfseminni í heila átján mánuði. „En, við lifðum það af. Í ágúst síðasta sumar fór allt í gang aftur. Nú erum við ekki einungis með föstu dagskrána hér úti heldur pakka þar sem við getum flogið fólki út, gengið frá hóteli og bókað allt fyrir fólk meðan það dvelur hér. Við erum að þróast sem ferðaskrifstofa líka og sú vinna verður byggð frekar upp á þessu ári. Við stefnum á að þjónusta hin Norðurlöndin einnig en ferðamannastraumurinn frá Skandinavíu til Tenerife er alltaf að aukast. Við þurfum bráðlega að bæta við okkur fólki,“ segir Svali. Fimm manns starfa nú hjá Tenerife ferðum og er boðið upp á fjölbreyttar ferðir um eyjuna og afþreyingu alla virka daga auk þess sem hægt er að fá sérsniðna pakka. Þar fyrir utan segir Svali alla geta komið í kaffi á skrifstofuna. „Það er velkomið að kíkja til okkar ef fólk þarf aðstoð með eitthvað, hvar sé best leigja bíl, finna lækni eða bestu veitingastaðina. Það finnst mörgum þægilegt að fá aðstoð á íslensku og við erum til taks. Við erum með opið frá 10 til 14 alla daga." Spennandi skoðunarferðir, menning og matarupplifun „Við fáum mikið af póstum frá vinahópum og fjölskyldum sem eru á leiðinni út og vilja gera eitthvað skemmtilegt saman. Við vinnum með birgjum hér úti og leigjum meðal annars báta og jetski og græjum allt frá því að panta borð á veitingastað, til sérsniðinna skoðunarferða, golfferða og hvaðeina. Við bjóðum svo upp á fasta dagskrá með skipulögðum ferðum sem innihalda bæði afþreyingu og fróðleik. Þær ferðir eru mjög vinsælar og fólk er jafnvel að koma þrisvar í sömu ferðina! Það finnst okkur vera gæðastimpill,“ segir Svali. „Mánudaga og miðvikudaga er farin skoðunarferð í fjallaþorpið Masca (en á sumrin er sú ferð bara á mánudögum)og ekið um stórbrotið landslag. Á mánudögum er einnig gönguferð á dagskrá frá Santiago Del Teide til Masca um 10 km leið. Á þriðjudögum keyrum við hringinn um eyjuna og stoppum hér og þar. Í hringferðinni er farið yfir stórmerkilega sögu Tenerife sem teygir sig aftur um þúsundir ára. Þó eyjan sé ekki nema einn fjórði af flatarmáli Vatnajökuls eru hér þrjú mismunandi gróðurbelti og ólíkt veðurfar eftir svæðum. Á miðvikudögum er farin gönguferð við El Chinyero, síðasta eldfjall sem gaus á Tenerife. Á fimmtudögum eru tvær ferðir, annarsvegar Las Vegas gönguferð um eitt elsta vatnsveitukerfi eyjarinnar með glæsilegu útsýni yfir suð- austurhluta Tenerife og hinsvegar matarupplifun í manngerðum hellum sem frumbyggjar eyjarinnar bjuggu í eða notuðust við en hefur verið breytt í veitingastaði. Föstudagar eru vinsælustu dagarnir en þá förum við partýferð, Matur&Vín heimsækjum eldhressan vínbónda og drekkum allt sem hann framleiðir,“ segir Svali. „Við verðum svo með glænýjar ferðir í haust,“ bætir hann við en aðal ferðamannastraumurinn til Tenerife stendur frá október og út apríl. Sumarmánuðirnir eru rólegri enda hitinn meiri. „Þá vinnum við bakvinnuna og undirbúum veturinn. Íslendingar nýta sér að koma hingað í skammdeginu, í nóvember og desember til dæmis en þá er hitastigið hér 20 plús gráður. Nú er daglegt líf komið í eðlilegar skorður á eyjunni eftir covid og létt yfir öllum. Við horfum hér framan í hvert annað í fyrsta sinn í tvö ár en grímuskyldunni var aflétt fyrir nokkrum dögum. Ég varð bara feiminn við stelpurnar á kaffihúsinu, ætlaði ekki að þekkja þær,“ segir Svali hlæjandi. „Það eru allir svo glaðir að fá að vera til, hlæja og hafa gaman og stemmingin er eftir því,“ segir hann að lokum.
Ferðalög Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira