Birgitta sett í heiðurssæti E-lista án hennar vitneskju Kristján Már Unnarsson skrifar 9. maí 2022 14:58 Birgitta Jónsdóttir sat á Alþingi á árunum 2009 til 2017, síðast fyrir Pírata. getty/giles clarke „Ég hef ekki gefið neitt leyfi fyrir því að mitt nafn sé sett á þennan lista. Þannig að þetta er ekki í lagi,“ segir Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi alþingismaður, sem sér til mikillar undrunar er skráð í 24. sæti E-lista Reykjavíkur, bestu borgarinnar, sem býður fram lista fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík. Birgitta kom af fjöllum í dag þegar fréttastofan hafði samband við hana og nefndi að hún skipaði heiðurssæti E-listans. „Takk fyrir að láta mig vita. Ég þarf að hringja í þá og biðja þá um að taka nafn mitt af listanum. Þetta er mjög skringilegt,“ sagði Birgitta. Spurð hvaða skýringu hún hefði á því hversvegna nafn hennar hefði ratað á framboðslistann án hennar samþykkis og vitneskju sagði Birgitta að forsvarsmenn listans hefðu haft samband við sig. „Ég sagðist alveg vera til í að vera svona í bakgrunni, veita þeim ráð og svoleiðis, eins og ég geri fyrir marga. En ég hef ekki skrifað upp það að vera á lista hjá þeim. Ég ætla ekki einu sinni að kjósa þá. Ég ætla að kjósa Pírata í þetta sinn,“ segir Birgitta, sem var einn helsti stofnandi Pírata og þingmaður flokksins frá 2013 til 2017. Áður hafði hún setið á Alþingi fyrir Borgarahreyfinguna og Hreyfinguna frá 2009. Fréttastofa RÚV sagði frá því í sjónvarpsfrétt í síðasta mánuði þegar minnstu munaði að E-listinn næði ekki að skila inn framboðslista í tæka tíð. Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Birgitta kom af fjöllum í dag þegar fréttastofan hafði samband við hana og nefndi að hún skipaði heiðurssæti E-listans. „Takk fyrir að láta mig vita. Ég þarf að hringja í þá og biðja þá um að taka nafn mitt af listanum. Þetta er mjög skringilegt,“ sagði Birgitta. Spurð hvaða skýringu hún hefði á því hversvegna nafn hennar hefði ratað á framboðslistann án hennar samþykkis og vitneskju sagði Birgitta að forsvarsmenn listans hefðu haft samband við sig. „Ég sagðist alveg vera til í að vera svona í bakgrunni, veita þeim ráð og svoleiðis, eins og ég geri fyrir marga. En ég hef ekki skrifað upp það að vera á lista hjá þeim. Ég ætla ekki einu sinni að kjósa þá. Ég ætla að kjósa Pírata í þetta sinn,“ segir Birgitta, sem var einn helsti stofnandi Pírata og þingmaður flokksins frá 2013 til 2017. Áður hafði hún setið á Alþingi fyrir Borgarahreyfinguna og Hreyfinguna frá 2009. Fréttastofa RÚV sagði frá því í sjónvarpsfrétt í síðasta mánuði þegar minnstu munaði að E-listinn næði ekki að skila inn framboðslista í tæka tíð.
Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira