Íslensk tilfelli nýs undirafbrigðis teljandi á fingrum annarrar handar Fanndís Birna Logadóttir skrifar 9. maí 2022 14:13 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Nokkrir einstaklingar hafa greinst með BA5 undirafbrigði ómíkron hér á landi og svo virðist sem að það sé nokkuð útbreitt þar sem einstaklingarnir sem um ræðir tengjast ekki. Ekki liggur fyrir hvernig bólusetning eða fyrri sýking verndar gegn afbrigðinu en sóttvarnalæknir kveðst ekki hafa miklar áhyggjur að svo stöddu. Viðbúið væri að ný afbrigði kæmu upp. Kórónuveirufaraldurinn virðist vera í uppsveiflu í nokkrum löndum heims en hingað til hefur hið svokallaða BA2 undirafbrigði ómíkron verið ráðandi. Nýlega hafa þó komið upp undirafbrigðin BA4 og BA5. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að vel sé fylgst með nýjum afbrigðum víða um heim. „Þetta afbrigði er komið til Íslands, það eru nokkrir sem hafa greinst með þetta afbrigði. Það er ekki tenging milli þessa aðila og þeir hafa ekki verið erlendis þannig þetta er sennilega komið víða,“ segir Þórólfur. Að hans sögn er um að ræða fjóra eða fimm einstaklinga sem hafa greinst með BA5 undirafbrigðið. Allir voru þeir bólusettir en enginn þeirra hafði greinst með Covid áður. „Það er enginn alvarlega veikur og ég bind vonir við að bólusetning komi í veg fyrir alvarleg veikindi, en síðan þurfum við að sjá bara betur hvernig þetta þróast,“ segir Þórólfur. „Það kemur ekkert á óvart þó a það séu komin ný afbrigði og eins að þau séu komin hingað, þetta er eitthvað sem var viðbúið.“ Bíða frá degi til dags eftir nýjum upplýsingum Enn sem komið er liggur ekki fyrir hversu vel bólusetning eða fyrri sýking verndar gegn smiti. Miðað við fyrri afbrigði ómíkron má þó gera ráð fyrir að bólusetning verndi ekki vel gegn smiti. Vonir eru bundnar við að fyrri sýking verndi betur þar sem endursmit eru ekki algeng. Hingað til hefur þróunin verið þannig að ný afbrigði sem greinast eru meira smitandi en valda ekki jafn alvarlegum veikindum. Helstu áhyggjur vísindamanna eru nú þær að það komi fram nýtt afbrigði sem kemst algjörlega fram hjá ónæmi fólks og valdi alvarlegum veikindum. „Svo virðist sem að þetta nýja afbrigði BA4 og BA5 séu aðeins meira smitandi heldur en önnur ómíkron afbrigði en meira er eiginlega ekki vitað, þannig við erum eiginlega bara að bíða frá degi til dags eftir nýjum upplýsingum,“ segir Þórólfur. Hann segist þó ekki hafa sérstaklega miklar áhyggjur af þessum nýju afbrigðum og öðrum sem kunna að fylgja. „Það er hægt að rýna í þessi afbrigði og þessar einstöku veirutegundir sem eru að ganga og spekúlera fram og til baka hvort þær séu alvarlegri en fyrri afbrigði, en maður kemst ekkert mikið lengra í því. Þannig ég held að það sé bara hollt að fylgjast með því og sjá hvað gerist. Það er það sem við erum að gera og allir eru á sama báti með það í raun og veru,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ónæmi náð gegn veirunni en óvíst hversu lengi það endist Sóttvarnalæknir segir hjarðónæmi hafa náðst gegn ómíkronafbrigði kórónuveirunnar og að faraldurinn sé á niðurleið. Óvíst sé þó hversu lengi ónæmið vari og því sé verið að skoða að bjóða upp á fleiri örvunarskammta gegn veirunni. 13. apríl 2022 14:00 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Kórónuveirufaraldurinn virðist vera í uppsveiflu í nokkrum löndum heims en hingað til hefur hið svokallaða BA2 undirafbrigði ómíkron verið ráðandi. Nýlega hafa þó komið upp undirafbrigðin BA4 og BA5. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að vel sé fylgst með nýjum afbrigðum víða um heim. „Þetta afbrigði er komið til Íslands, það eru nokkrir sem hafa greinst með þetta afbrigði. Það er ekki tenging milli þessa aðila og þeir hafa ekki verið erlendis þannig þetta er sennilega komið víða,“ segir Þórólfur. Að hans sögn er um að ræða fjóra eða fimm einstaklinga sem hafa greinst með BA5 undirafbrigðið. Allir voru þeir bólusettir en enginn þeirra hafði greinst með Covid áður. „Það er enginn alvarlega veikur og ég bind vonir við að bólusetning komi í veg fyrir alvarleg veikindi, en síðan þurfum við að sjá bara betur hvernig þetta þróast,“ segir Þórólfur. „Það kemur ekkert á óvart þó a það séu komin ný afbrigði og eins að þau séu komin hingað, þetta er eitthvað sem var viðbúið.“ Bíða frá degi til dags eftir nýjum upplýsingum Enn sem komið er liggur ekki fyrir hversu vel bólusetning eða fyrri sýking verndar gegn smiti. Miðað við fyrri afbrigði ómíkron má þó gera ráð fyrir að bólusetning verndi ekki vel gegn smiti. Vonir eru bundnar við að fyrri sýking verndi betur þar sem endursmit eru ekki algeng. Hingað til hefur þróunin verið þannig að ný afbrigði sem greinast eru meira smitandi en valda ekki jafn alvarlegum veikindum. Helstu áhyggjur vísindamanna eru nú þær að það komi fram nýtt afbrigði sem kemst algjörlega fram hjá ónæmi fólks og valdi alvarlegum veikindum. „Svo virðist sem að þetta nýja afbrigði BA4 og BA5 séu aðeins meira smitandi heldur en önnur ómíkron afbrigði en meira er eiginlega ekki vitað, þannig við erum eiginlega bara að bíða frá degi til dags eftir nýjum upplýsingum,“ segir Þórólfur. Hann segist þó ekki hafa sérstaklega miklar áhyggjur af þessum nýju afbrigðum og öðrum sem kunna að fylgja. „Það er hægt að rýna í þessi afbrigði og þessar einstöku veirutegundir sem eru að ganga og spekúlera fram og til baka hvort þær séu alvarlegri en fyrri afbrigði, en maður kemst ekkert mikið lengra í því. Þannig ég held að það sé bara hollt að fylgjast með því og sjá hvað gerist. Það er það sem við erum að gera og allir eru á sama báti með það í raun og veru,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ónæmi náð gegn veirunni en óvíst hversu lengi það endist Sóttvarnalæknir segir hjarðónæmi hafa náðst gegn ómíkronafbrigði kórónuveirunnar og að faraldurinn sé á niðurleið. Óvíst sé þó hversu lengi ónæmið vari og því sé verið að skoða að bjóða upp á fleiri örvunarskammta gegn veirunni. 13. apríl 2022 14:00 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Ónæmi náð gegn veirunni en óvíst hversu lengi það endist Sóttvarnalæknir segir hjarðónæmi hafa náðst gegn ómíkronafbrigði kórónuveirunnar og að faraldurinn sé á niðurleið. Óvíst sé þó hversu lengi ónæmið vari og því sé verið að skoða að bjóða upp á fleiri örvunarskammta gegn veirunni. 13. apríl 2022 14:00