Uppgjör á fjórðu umferðinni í Bestu: „Bara búið að vera vitleysa“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. maí 2022 11:01 Blikar skoruðu fimm mörk í fjórðu umferðinni og eiga líka flesta leikmenn í liði umferðarinn. Vísir/Hulda Margrét Fjórða umferð Bestu deildar karla í fótbolta kláraðist í gær og Stúkan gerði upp umferðina í gærkvöldi. Stúkumenn völdu lið umferðarinnar, leikmann umferðarinnar og mark umferðarinnar. Blikar og KA-menn eru áberandi í lið fjórðu umferðarinnar en fimm leikmenn Breiðabliks og þrír leikmenn KA komust í liðið. Þjálfari liðsins er síðan Óskar Hrafn Þorvaldsson eftir 5-1 sigur Breiðabliks upp á Skaga. Besti leikmaðurinn í fjórðu umferðinni var heitasti maður Bestu deildarinnar. Ísak Snær Þorvaldsson skoraði tvö mörk í sigrinum á Skagamönnum og annað þeirra var líka valið mark umferðarinnar. „Hann er búinn að vera algjörlega stórkostlegur,“ sagði Reynir Leósson, sérfræðingur í Stúkunni. „Þetta er bara búið að vera vitleysa svo að við orðum þetta eins og það er. Ég kann vel að meta að hann skuli ekki að vera fagna á móti Skaganum,“ sagði Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur Stúkunnar. „Það var virðingarvert hjá honum að gera það ekki í ljósi þess að hann var búinn að birta af sér bumbumyndina og annað. Það er frábært að sjá að Óskar og Dóri hafi komið drengnum í stand,“ sagði Þorkell Máni. „Hann kom alltaf í fyrra í svona í einum og einum Skagaleik og þá sá maður gæðin. Hann er heldur betur búinn að sýna það í upphafi tímabilsins,“ sagði Þorkell Máni. Klippa: Stúkan: Uppgjör fjórðu umferðar Bestu deildar karla „Hann er skellihlæjandi eftir þessa fjórðu umferð, Ísak Snær Þorvaldsson,“ sagði Ríkharð Guðnason þegar hann tilkynnti að Ísak ætti einnig mark umferðarinnar. „Hann má vera það enda búinn að vera frábær. Hann er enn einn ungi leikmaðurinn sem er að stíga upp. Þakið hjá þessum dreng held ég að sé ansi hátt. Ef hann kemst í gott líkamlegt stand eins og hann er kominn í núna og hann er kominn með sjálfstraust. Hann gæti farið langt,“ sagði Reynir. „Maður sér heldur ekki hvernig menn ætla að reyna að ráða við hann. Hann er allt öðruvísi líkamlega sterkur með þyngdarpunkt öfugt við margir aðrir leikmenn í þessari deild,“ sagði Þorkell. Það má sjá val Stúkunnar hér fyrir ofan og hér fyrir neðan má sjá markasyrpu umferðarinnar. Klippa: Stúkan: Markasyrpa fjórðu umferðar Bestu deildar karla Besta deild karla Stúkan Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Stúkumenn völdu lið umferðarinnar, leikmann umferðarinnar og mark umferðarinnar. Blikar og KA-menn eru áberandi í lið fjórðu umferðarinnar en fimm leikmenn Breiðabliks og þrír leikmenn KA komust í liðið. Þjálfari liðsins er síðan Óskar Hrafn Þorvaldsson eftir 5-1 sigur Breiðabliks upp á Skaga. Besti leikmaðurinn í fjórðu umferðinni var heitasti maður Bestu deildarinnar. Ísak Snær Þorvaldsson skoraði tvö mörk í sigrinum á Skagamönnum og annað þeirra var líka valið mark umferðarinnar. „Hann er búinn að vera algjörlega stórkostlegur,“ sagði Reynir Leósson, sérfræðingur í Stúkunni. „Þetta er bara búið að vera vitleysa svo að við orðum þetta eins og það er. Ég kann vel að meta að hann skuli ekki að vera fagna á móti Skaganum,“ sagði Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur Stúkunnar. „Það var virðingarvert hjá honum að gera það ekki í ljósi þess að hann var búinn að birta af sér bumbumyndina og annað. Það er frábært að sjá að Óskar og Dóri hafi komið drengnum í stand,“ sagði Þorkell Máni. „Hann kom alltaf í fyrra í svona í einum og einum Skagaleik og þá sá maður gæðin. Hann er heldur betur búinn að sýna það í upphafi tímabilsins,“ sagði Þorkell Máni. Klippa: Stúkan: Uppgjör fjórðu umferðar Bestu deildar karla „Hann er skellihlæjandi eftir þessa fjórðu umferð, Ísak Snær Þorvaldsson,“ sagði Ríkharð Guðnason þegar hann tilkynnti að Ísak ætti einnig mark umferðarinnar. „Hann má vera það enda búinn að vera frábær. Hann er enn einn ungi leikmaðurinn sem er að stíga upp. Þakið hjá þessum dreng held ég að sé ansi hátt. Ef hann kemst í gott líkamlegt stand eins og hann er kominn í núna og hann er kominn með sjálfstraust. Hann gæti farið langt,“ sagði Reynir. „Maður sér heldur ekki hvernig menn ætla að reyna að ráða við hann. Hann er allt öðruvísi líkamlega sterkur með þyngdarpunkt öfugt við margir aðrir leikmenn í þessari deild,“ sagði Þorkell. Það má sjá val Stúkunnar hér fyrir ofan og hér fyrir neðan má sjá markasyrpu umferðarinnar. Klippa: Stúkan: Markasyrpa fjórðu umferðar Bestu deildar karla
Besta deild karla Stúkan Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira