Vaktin: Þjóðverjar búa sig undir að Rússar skrúfi fyrir gasið Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason, Eiður Þór Árnason og Bjarki Sigurðsson skrifa 9. maí 2022 06:46 Robert Habeck, efnahags- og orkumálaráðherra Þýskalands. epa/FILIP SINGER Vladimir Pútín Rússlandsforseti flutti í morgun ræðu sína á Rauða torginu í tilefni sigurs Sovétmanna á nasistum í seinni heimstyrjöldinni. Þvert á væntingar margra var fátt um yfirlýsingar í ræðunni og engar stórar fregnir af fyrirætlunum Rússa í Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, skammaði nýverið þjóðaröryggisráðgjafa sína vegna upplýsingaleka. Fjölmiðlar vestanhafs sögðu ítrekað frá því hvaða upplýsingum Bandaríkjamenn hafa verið að deila með Úkraínumönnum. Mikhail Kasyanov, sem var fyrsti forsætisráðherra Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir að ræða forsetans á Sigurdeginum í morgun sýni að hann viti að stríð hans í Úkraínu sé misheppnað. Hann sagði Pútín í vanda og taldi að nú væri „upphafið að endinum“ fyrir Pútín og yfirráð hans í Rússlandi. Rauðri málningu var skvett sendiherra Rússlands í Póllandi nú fyrir skömmu. Það var gert á athöfn þar sem hann ætlaði að leggja blómvönd við minnisvarða sovésks hermannsí Varsjá vegna hátíðarhaldanna í dag. Rússneska fréttastofan RIA hefur eftir Kirill Stremousov, sem er einhvers konar leiðtogi hjá stjórn aðskilnaðarsinna í Kherson, að það standi ekki til að efna til atkvæðagreiðslu um sjálfstæði á svæðinu. Hins vegar sé stefnt að því að innlima eins stóran hluta þess og mögulegt er í Rússland. Verulegur samdráttur hefur orðið í innflutningi Rússa á vörum frá Kína en hins vegar jókst innflutningur Kínverja á rússneskum vörum um 56,6 prósent frá fyrra ári í apríl. Josep Borrell, æðsti erindreki Evrópusambandsins í utanríkis- og varnarmálum, segir í samtali við Financial Times að bandalagið ætti að íhuga að gera erlendan gjaldeyrisforða Rússa, sem hefur verið frystur, upptækan til að kosta enduruppbyggingu Úkraínu eftir stríð. BBC segir Ben Wallace, varnarmálaráðherra Breta, munu líkja aðgerðum stjórnar Pútín við framgöngu nasista í erindi sem hann mun halda í dag. Emmanuel Macron Frakklandsforseti mun funda með Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, í Berlín í dag og er sagður munu flytja ræðu í kjölfarið. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, skammaði nýverið þjóðaröryggisráðgjafa sína vegna upplýsingaleka. Fjölmiðlar vestanhafs sögðu ítrekað frá því hvaða upplýsingum Bandaríkjamenn hafa verið að deila með Úkraínumönnum. Mikhail Kasyanov, sem var fyrsti forsætisráðherra Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir að ræða forsetans á Sigurdeginum í morgun sýni að hann viti að stríð hans í Úkraínu sé misheppnað. Hann sagði Pútín í vanda og taldi að nú væri „upphafið að endinum“ fyrir Pútín og yfirráð hans í Rússlandi. Rauðri málningu var skvett sendiherra Rússlands í Póllandi nú fyrir skömmu. Það var gert á athöfn þar sem hann ætlaði að leggja blómvönd við minnisvarða sovésks hermannsí Varsjá vegna hátíðarhaldanna í dag. Rússneska fréttastofan RIA hefur eftir Kirill Stremousov, sem er einhvers konar leiðtogi hjá stjórn aðskilnaðarsinna í Kherson, að það standi ekki til að efna til atkvæðagreiðslu um sjálfstæði á svæðinu. Hins vegar sé stefnt að því að innlima eins stóran hluta þess og mögulegt er í Rússland. Verulegur samdráttur hefur orðið í innflutningi Rússa á vörum frá Kína en hins vegar jókst innflutningur Kínverja á rússneskum vörum um 56,6 prósent frá fyrra ári í apríl. Josep Borrell, æðsti erindreki Evrópusambandsins í utanríkis- og varnarmálum, segir í samtali við Financial Times að bandalagið ætti að íhuga að gera erlendan gjaldeyrisforða Rússa, sem hefur verið frystur, upptækan til að kosta enduruppbyggingu Úkraínu eftir stríð. BBC segir Ben Wallace, varnarmálaráðherra Breta, munu líkja aðgerðum stjórnar Pútín við framgöngu nasista í erindi sem hann mun halda í dag. Emmanuel Macron Frakklandsforseti mun funda með Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, í Berlín í dag og er sagður munu flytja ræðu í kjölfarið. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira