„Það er allt á hvolfi alls staðar hérna“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 7. maí 2022 21:51 Í Árborg búa 10.834 en á kjörskrá eru 8.011. Vísir/Arnar Sveitarfélagið Árborg hefur vaxið hratt á síðustu fimm árum og hefur íbúum fjölgað um nær þriðjung á þessum tíma. Vaxtarverkir hafa fylgt þessu og því er frambjóðendum til sveitarstjórnarkosninganna uppbygging á innviðum ofarlega í huga. Sveitarfélagið Árborg er stærsta sveitarfélagið á Suðurlandi en það varð til við sameiningu Eyrarbakkahrepps, Sandvíkurhrepps, Selfossbæjar og Stokkseyrarhrepps í febrúar 1998. Sex listar bjóða fram til næstu sveitarstjórnarkosningum í sveitarfélaginu. Á-listi Áfram Árborg, B-listi Framsóknarflokks, D-listi Sjálfstæðisflokks, M-listi Miðflokks og sjálfstæðra, S-listi Samfylkingar og V-listi Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs. Í sveitarfélaginu búa 10.834 en á kjörskrá eru 8.011. Bæjarfulltrúarnir eru níu og mun fjölga um tvo í komandi kosningum. Síðustu fjögur árin hafa Samfylkingin, Framsókn, Miðflokkurinn og Áfram Árborg myndað meirihluta í bæjarstjórn Árborgar. Ánægja með faglega valinn bæjarstjóra Meirihlutinn tók ákvörðun eftir síðustu kosningar um það að ráða bæjarstjórann faglega og er ánægja meðal hans með það. Tómas Ellert Tómasson hefur setið í bæjarstjórn fyrir Miðflokkinn en hann segir samstarfið hafa verið farsælt en allir gangi þó óbundnir til kosninga. „Þetta fer nú eiginlega aðallega eftir því hvernig raðast af fólki frekar heldur en listum hvernig næsti meirihluti lítur út,“ segir Tómas Ellert. Sveitarfélagið hefur stækkað hratt á síðustu árum og því hafa verkefnin verið ærin. „Okkur hefur fjölgað hér um 28% á rétt rúmum fimm árum. Það er auðvitað mikil áskorun að byggja upp innviði,“ segir Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn á fjóra menn í bæjarstjórn og hefur verið í minnihluta. Þar á bæ telja menn ástæðu til að gagnrýna fjármál sveitarfélagsins. „Vöxtur er kostnaður líka og það þarf að eyða til þess að taka á móti fólki en við teljum að það hafi verið farið fremur óvarlega og það held ég að verði verkefni næsta tímabils að þar er að svona ná böndum á fjármálin,“ segir Kjartan Björnsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Öll þrjú leggja áherslu á að huga þurfa vel að innviðum á næsta kjörtímabili. „Við þurfum náttúrulega bara að halda áfram uppbyggingu á innviðum til þess að geta veitt íbúum okkar þjónustu. Við erum að fara að bjóða út annan áfanga í grunnskólanum okkar. Við ætlum að fara að bjóða út hér uppbyggingu frístundamiðstöðvar,“ segir Arna Ír. Kjartan tekur í sama streng. „Aðalatriðið er að fólkinu líði vil og það hafi þá innviði og þá þjónustu, grunn- og leikskóla, nóg heitt vatn og kalt vatn þannig að fólki líði vel og geti vaxið hér og dafnað,“ segir Kjartan. Þá segir Tómas Ellert það mikilvægt að uppbyggingin haldi áfram. „Það sem að næsta kjörtímabil snýst um og þessar kosningar snúast um er það að það verði haldið áfram þessari uppbyggingu sem að nú er þegar farin á stað og þar verði við stjórnvölinn sveitarfélagið sjálft með fulltingi íbúanna en ekki fjárfestanna,“ segir Tómas Ellert. „Það er allt á hvolfi alls staðar hérna og það er bara mikið að gera reyndar líka það fylgist að en það hækkar allt og verður dýrara,“ segir Páll Bjarnason.Vísir/Arnar Mikið rætt um íþróttahöll og nýja hreinsistöð Bæjarbúar eru þessa dagana að gera upp hug sinn og ákveða hvaða flokkur fái þeirra atkvæði í kosningunum. Mörg mál virðast brenna á þeim en fjármálin, stækkun sveitarfélagsins og uppbygging var þeim ofarlega í huga þegar þeir voru spurðir hvað skipti þá máli. „Það er taprekstur á A-hlutanum og við þurfum bara að laga þessi fjármál. Það er auðvitað margt sem þarf að gera endurnýjun gatan og svo er náttúrulega alltaf bærinn að stækka,“ segir Bárður Árnason. „Það er bara helst há fasteignagjöld. Lækka þau,“ segir Aðalheiður Guðjónsdóttir. Páll sem hefur búið á Selfossi alla sína tíð segir mikinn vöxt samfélagsins sér ofarlega í huga og hækkandi fasteignaverð í bænum. „Það er allt á hvolfi alls staðar hérna og það er bara mikið að gera reyndar líka það fylgist að en það hækkar allt og verður dýrara,“ segir Páll Bjarnason. „Ég held að það sem komi fyrst í hugann eru menningarmál og svona afstaða sveitarstjórnarfólks til menningaruppbyggingar,“ segir Eyjólfur Eyjólfsson. „Það hefur náttúrulega mikið verið rætt um íþróttahöllina nýju og svona. Ég persónulega vill sjá eitthvað nýtt, fyrir eins og ég er í handbolta, íþróttahús í þeim gír,“ segir Einar Sverrisson. Þá hafa íbúar líka kallað eftir nýrri hreinsistöð. „Fjölskylduvænt umhverfi, umhverfisvernd tekin tillit til þess í öllum framkvæmdum og svo þjónusta við aldraða og svo skiptir mig miklu máli að við fáum hreinsistöð fyrir affall hér í Árborg,“ segir Anna Jóna Gunnarsdóttir. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Árborg Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
Sveitarfélagið Árborg er stærsta sveitarfélagið á Suðurlandi en það varð til við sameiningu Eyrarbakkahrepps, Sandvíkurhrepps, Selfossbæjar og Stokkseyrarhrepps í febrúar 1998. Sex listar bjóða fram til næstu sveitarstjórnarkosningum í sveitarfélaginu. Á-listi Áfram Árborg, B-listi Framsóknarflokks, D-listi Sjálfstæðisflokks, M-listi Miðflokks og sjálfstæðra, S-listi Samfylkingar og V-listi Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs. Í sveitarfélaginu búa 10.834 en á kjörskrá eru 8.011. Bæjarfulltrúarnir eru níu og mun fjölga um tvo í komandi kosningum. Síðustu fjögur árin hafa Samfylkingin, Framsókn, Miðflokkurinn og Áfram Árborg myndað meirihluta í bæjarstjórn Árborgar. Ánægja með faglega valinn bæjarstjóra Meirihlutinn tók ákvörðun eftir síðustu kosningar um það að ráða bæjarstjórann faglega og er ánægja meðal hans með það. Tómas Ellert Tómasson hefur setið í bæjarstjórn fyrir Miðflokkinn en hann segir samstarfið hafa verið farsælt en allir gangi þó óbundnir til kosninga. „Þetta fer nú eiginlega aðallega eftir því hvernig raðast af fólki frekar heldur en listum hvernig næsti meirihluti lítur út,“ segir Tómas Ellert. Sveitarfélagið hefur stækkað hratt á síðustu árum og því hafa verkefnin verið ærin. „Okkur hefur fjölgað hér um 28% á rétt rúmum fimm árum. Það er auðvitað mikil áskorun að byggja upp innviði,“ segir Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn á fjóra menn í bæjarstjórn og hefur verið í minnihluta. Þar á bæ telja menn ástæðu til að gagnrýna fjármál sveitarfélagsins. „Vöxtur er kostnaður líka og það þarf að eyða til þess að taka á móti fólki en við teljum að það hafi verið farið fremur óvarlega og það held ég að verði verkefni næsta tímabils að þar er að svona ná böndum á fjármálin,“ segir Kjartan Björnsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Öll þrjú leggja áherslu á að huga þurfa vel að innviðum á næsta kjörtímabili. „Við þurfum náttúrulega bara að halda áfram uppbyggingu á innviðum til þess að geta veitt íbúum okkar þjónustu. Við erum að fara að bjóða út annan áfanga í grunnskólanum okkar. Við ætlum að fara að bjóða út hér uppbyggingu frístundamiðstöðvar,“ segir Arna Ír. Kjartan tekur í sama streng. „Aðalatriðið er að fólkinu líði vil og það hafi þá innviði og þá þjónustu, grunn- og leikskóla, nóg heitt vatn og kalt vatn þannig að fólki líði vel og geti vaxið hér og dafnað,“ segir Kjartan. Þá segir Tómas Ellert það mikilvægt að uppbyggingin haldi áfram. „Það sem að næsta kjörtímabil snýst um og þessar kosningar snúast um er það að það verði haldið áfram þessari uppbyggingu sem að nú er þegar farin á stað og þar verði við stjórnvölinn sveitarfélagið sjálft með fulltingi íbúanna en ekki fjárfestanna,“ segir Tómas Ellert. „Það er allt á hvolfi alls staðar hérna og það er bara mikið að gera reyndar líka það fylgist að en það hækkar allt og verður dýrara,“ segir Páll Bjarnason.Vísir/Arnar Mikið rætt um íþróttahöll og nýja hreinsistöð Bæjarbúar eru þessa dagana að gera upp hug sinn og ákveða hvaða flokkur fái þeirra atkvæði í kosningunum. Mörg mál virðast brenna á þeim en fjármálin, stækkun sveitarfélagsins og uppbygging var þeim ofarlega í huga þegar þeir voru spurðir hvað skipti þá máli. „Það er taprekstur á A-hlutanum og við þurfum bara að laga þessi fjármál. Það er auðvitað margt sem þarf að gera endurnýjun gatan og svo er náttúrulega alltaf bærinn að stækka,“ segir Bárður Árnason. „Það er bara helst há fasteignagjöld. Lækka þau,“ segir Aðalheiður Guðjónsdóttir. Páll sem hefur búið á Selfossi alla sína tíð segir mikinn vöxt samfélagsins sér ofarlega í huga og hækkandi fasteignaverð í bænum. „Það er allt á hvolfi alls staðar hérna og það er bara mikið að gera reyndar líka það fylgist að en það hækkar allt og verður dýrara,“ segir Páll Bjarnason. „Ég held að það sem komi fyrst í hugann eru menningarmál og svona afstaða sveitarstjórnarfólks til menningaruppbyggingar,“ segir Eyjólfur Eyjólfsson. „Það hefur náttúrulega mikið verið rætt um íþróttahöllina nýju og svona. Ég persónulega vill sjá eitthvað nýtt, fyrir eins og ég er í handbolta, íþróttahús í þeim gír,“ segir Einar Sverrisson. Þá hafa íbúar líka kallað eftir nýrri hreinsistöð. „Fjölskylduvænt umhverfi, umhverfisvernd tekin tillit til þess í öllum framkvæmdum og svo þjónusta við aldraða og svo skiptir mig miklu máli að við fáum hreinsistöð fyrir affall hér í Árborg,“ segir Anna Jóna Gunnarsdóttir.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Árborg Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira