Stjörnustríðsáætlun eða samgönguáætlun? Þorvaldur Daníelsson skrifar 7. maí 2022 20:30 Í mars árið 1983, þegar kalda stríðið var sem kaldast, undirritaði Ronald Reagan, þáverandi Bandaríkjaforseti Strategic Defense Initiative sem gjarnan hefur verið kölluð „Stjörnustríðsáætlunin,“ þó oftast nær í hæðnistón. Áætluninni var ætlað að sporna gegn kjarnorkuárásum úr geimnum en Reagan hafði litla trú á tryggingunni í gagnkvæmri eyðileggingu. Áætlunin var afar metnaðargjörn og það má skilja hvata Reagans á bak við undirritunina. Raunar er áætlunin enn við lýði en hún hefur til þessa kostað Bandaríkjamenn 200 milljarða dala. En hún á sér einn augljósan ágalla, líkt og Albert Jónsson, kennari minn í stjórnmálafræði, kenndi okkur á því herrans ári 1991. Það er engin leið til að prófa þetta kerfi til að komast að því hvort það yfir höfuð virki. Skjóti óvinurinn 200 langdrægum kjarnorkueldflaugum á Bandaríkin og Stjörnustríðskerfið næði að stoppa 197 þeirra, þá hefði það lítið að segja fyrir heimamenn ekki satt? Dagurinn væri meira og minna ónýtur. Samgöngusáttmálinn Undanfarin ár hefur svokallaður Samgöngusáttmáli verið við lýði á höfuðborgarsvæðinu. Í honum felst að sveitarfélögin á svæðinu vinni saman að bestu útfærslu samgangna sem í boði er á hverjum tíma, íbúum öllum til hagsbóta. Í samhengi sáttmálans hefur hvað mest verið rætt um svokallaða Borgarlínu. Almenningssamgangnalausn sem ætlað er að auka áreiðanleika og skilvirkni kerfisins í góðri tengingu við sveitarfélögin. Við getum flest verið sammála um það að bættar almenningssamgöngur í borginni séu nauðsynlegar. Eðlilegt er að að öll séu ekki endilega á einu máli um hvernig best sé að haga svo víðfeðmu verkefni. En að mínu mati er sú útfærsla sem núverandi meirihluti í borgarstjórn hefur haldið á lofti alltof stórtæk. Hún er um margt mjög metnaðarfull líkt og áætlun Reagans og í henni er margt gott að finna en nauðsynlegt er að stilla áætlunina af. Það er kannski kunnara en frá þurfi að segja að í byrjun aprílmánaðar varð Strætó BS að draga verulega úr þjónustu, ekki síst vegna verulegrar fækkunar farþega og þess að tekjur Strætó höfðu minnkað verulega. Þetta gæti verið ein af hliðarverkunum heimsfaraldursins, en skýringin gæti líka verið sú að þjónustan í heild sinni, þar sem stopul tíðni og hátt verð fara saman, sé ekki til þess fallin að laða fólk að þeirri hugmynd eða hegðun að nota vagnana. Borgarlínan hefur þann kost, umfram stjörnustríðsáætlunina, að það er mjög auðvelt að prófa hvort hún hreinlega virki áður en við sökkvum háum fjárhæðum í verkefnið. Heppilegast væri að prufukeyra kerfið, í eins líku endanlegri útgáfu og hugsast getur, tímabundið í t.d. 6 mánuði án þess að rukka fargjald. Ef farþegafjöldinn bætist hressilega, nýting ferða batnar með tilheyrandi sparnaði þjóðarinnar með minnkandi kolefnisspori, þá er ærin ástæða til að ráðast í svo metnaðarfulla áætlun. Þá væri einnig kostur á að greina hvaða hlutar áætlunarinnar veita góða raun og nýta þá og laga það sem virkar ekki. En við skulum ekki verja fjármunum borgarbúa í stjörnustríðsáætlun sem virkar bara kannski þegar á hólminn er komið. Er ekki kominn tími á breytingar í borginni? Höfundur er í framboði til borgarstjórnar og skipar 5. sæti á lista Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samgöngur Strætó Skoðun: Kosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Þorvaldur Daníelsson Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Í mars árið 1983, þegar kalda stríðið var sem kaldast, undirritaði Ronald Reagan, þáverandi Bandaríkjaforseti Strategic Defense Initiative sem gjarnan hefur verið kölluð „Stjörnustríðsáætlunin,“ þó oftast nær í hæðnistón. Áætluninni var ætlað að sporna gegn kjarnorkuárásum úr geimnum en Reagan hafði litla trú á tryggingunni í gagnkvæmri eyðileggingu. Áætlunin var afar metnaðargjörn og það má skilja hvata Reagans á bak við undirritunina. Raunar er áætlunin enn við lýði en hún hefur til þessa kostað Bandaríkjamenn 200 milljarða dala. En hún á sér einn augljósan ágalla, líkt og Albert Jónsson, kennari minn í stjórnmálafræði, kenndi okkur á því herrans ári 1991. Það er engin leið til að prófa þetta kerfi til að komast að því hvort það yfir höfuð virki. Skjóti óvinurinn 200 langdrægum kjarnorkueldflaugum á Bandaríkin og Stjörnustríðskerfið næði að stoppa 197 þeirra, þá hefði það lítið að segja fyrir heimamenn ekki satt? Dagurinn væri meira og minna ónýtur. Samgöngusáttmálinn Undanfarin ár hefur svokallaður Samgöngusáttmáli verið við lýði á höfuðborgarsvæðinu. Í honum felst að sveitarfélögin á svæðinu vinni saman að bestu útfærslu samgangna sem í boði er á hverjum tíma, íbúum öllum til hagsbóta. Í samhengi sáttmálans hefur hvað mest verið rætt um svokallaða Borgarlínu. Almenningssamgangnalausn sem ætlað er að auka áreiðanleika og skilvirkni kerfisins í góðri tengingu við sveitarfélögin. Við getum flest verið sammála um það að bættar almenningssamgöngur í borginni séu nauðsynlegar. Eðlilegt er að að öll séu ekki endilega á einu máli um hvernig best sé að haga svo víðfeðmu verkefni. En að mínu mati er sú útfærsla sem núverandi meirihluti í borgarstjórn hefur haldið á lofti alltof stórtæk. Hún er um margt mjög metnaðarfull líkt og áætlun Reagans og í henni er margt gott að finna en nauðsynlegt er að stilla áætlunina af. Það er kannski kunnara en frá þurfi að segja að í byrjun aprílmánaðar varð Strætó BS að draga verulega úr þjónustu, ekki síst vegna verulegrar fækkunar farþega og þess að tekjur Strætó höfðu minnkað verulega. Þetta gæti verið ein af hliðarverkunum heimsfaraldursins, en skýringin gæti líka verið sú að þjónustan í heild sinni, þar sem stopul tíðni og hátt verð fara saman, sé ekki til þess fallin að laða fólk að þeirri hugmynd eða hegðun að nota vagnana. Borgarlínan hefur þann kost, umfram stjörnustríðsáætlunina, að það er mjög auðvelt að prófa hvort hún hreinlega virki áður en við sökkvum háum fjárhæðum í verkefnið. Heppilegast væri að prufukeyra kerfið, í eins líku endanlegri útgáfu og hugsast getur, tímabundið í t.d. 6 mánuði án þess að rukka fargjald. Ef farþegafjöldinn bætist hressilega, nýting ferða batnar með tilheyrandi sparnaði þjóðarinnar með minnkandi kolefnisspori, þá er ærin ástæða til að ráðast í svo metnaðarfulla áætlun. Þá væri einnig kostur á að greina hvaða hlutar áætlunarinnar veita góða raun og nýta þá og laga það sem virkar ekki. En við skulum ekki verja fjármunum borgarbúa í stjörnustríðsáætlun sem virkar bara kannski þegar á hólminn er komið. Er ekki kominn tími á breytingar í borginni? Höfundur er í framboði til borgarstjórnar og skipar 5. sæti á lista Framsóknar.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun