Gengur ekki að útgangspunkturinn verði að Rússum líði vel Snorri Másson skrifar 7. maí 2022 12:01 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands gerði sér lítið fyrir og ávarpaði Selenskí Úkraínuforseta á úkraínsku í gær, þegar Selenskí ávarpaði þingið. Vísir/Vilhelm Forseti Íslands segir að útgangspunktur í friðarviðræðum um Úkraínu geti ekki verið sá að láta valdhöfum í Moskvu líða vel. Rússar studdu fyrstu ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um stríðið, sem gefin var út í gær. Áfram er barist og Úkraínumenn eru sagðir í gagnsókn nærri Kharkív, þar sem þeir eiga að hafa náð aftur stjórn á nokkrum þorpum. Á sama tíma er sagt frá því að ítölsk yfirvöld hafi gert upptæka snekkju í eigu Pútíns við ítalska höfn. Staðan er alvarleg, rétt eins og kemur fram í fyrstu sameiginlegu ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem var gefin út í gær og studd meðal annars af Rússum. Þar er ekki rætt um stríð eða innrás, en efni ályktunarinnar er í grunninn mikill stuðningur við að aðalritari, Antonio Guterres, leiti friðsamlegrar lausnar í deilunni, sem hafi nú staðið yfir í tíu vikur. Ekki hægt að gefa mikinn afslátt á sjálfstæði Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sagði í samtali við fréttastofu í gær að niðurstaðan í þessu öllu saman hlyti að verða sú að friður ríki í Úkraínu og að innrásarherinn hverfi á braut. Það sé þó ekki hans að leggja mat á það hvernig í smáatriðum sú niðurstaða fengist. „En ef við gefum einhvern mikinn afslátt á að úkraínsk þjóð fái að lifa í friði innan sinna landamæra, þá er úr vöndu að ráða. Við getum ekki látið sem svo að til þess að friður ríki í þessari álfu þurfi að að hugsa sem svo hvernig við getum látið valdhöfum í Moskvu líða vel. Það getur ekki verið útgangspunkturinn,“ sagði Guðni. Þannig að þú ert ósammála forvera þínum í því að til dæmis útþenslustefna NATO hafi verið meðal valda í þessu stríði? „Ég ætla nú ekki að gera þér til geðs að snúa þessu upp í eitthvað slíkt. Mér finnst staðan vera miklu alvarlegri en svo að við eigum að horfa til þess hvað mér finnst um orð forvera míns. Málið er svo miklu stærra en svo,“ sagði Guðni. Þar var rætt um ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi forseta, þar sem hann sagði að stækkun Atlantshafsbandalagsins til austurs hefði leitt til stærsta stríðs í Vestur-Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar, í það minnsta ekki komið í veg fyrir það. Ólafur Ragnar og Vladimír Pútín á fundi Norðurslóða í september 2013.Sasha Mordovets/Getty Images Katrín styður inngöngu Svía og Finna Frekari stækkun NATO stendur fyrir dyrum; Svíar og Finnar færast nær því að sækja um aðild að bandalaginu. Forsætisráðherra leggst ekki gegn þeim áformun, enda þótt Vinstri græn eigi að heita efasemdaflokkur um Atlantshafsbandalagið og útþenslu þess. „Við styðjum þá niðurstöðu sem Finnar og Svíar munu komast að. Það er niðurstaða sem þau munu taka fyrir á vettvangi sinna þinga. Við ræddum það norrænu forsætisráðherrarnir sem áttum fund að það er líka mikilvægt að norrænu ríkin standi saman með þeirri lýðræðislegu niðurstöðu sem þar kemur fram,“ sagði Katrín Jakobsdóttir í samtali við fréttastofu í gær. Forseti Íslands Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir „Mun aldrei nást friður eða vopnahlé ef við erum bara í einhverjum kór“ Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, segir mikilvægt að átta sig á því hvernig almenningur í Rússlandi hugsi. Stríðið í Úkraínu muni ekki hafa einfalda skyndilausn og tíst sem hann hafi sent frá sér séu ekki til marks um nokkurskonar stuðning hans við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. 6. apríl 2022 20:46 Ólafur Ragnar á hrós skilið Um leið og ég þakka glöggar skýringar Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrum forseta Íslands um ástandið milli Rússlands og Úkraínu í Silfri Egils, harma ég þá aðför sem að honum var gerð í kjölfarið fyrir það eitt að segja sannleikann umbúðalaust. 30. mars 2022 09:00 Ólafur Ragnar hafður að háði og spotti á Facebook Fjölmargir hafa stigið fram á Facebook og fordæmt ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi sitjandi forseta Íslands þau sem hann viðhafði um innrás Rússa í Úkraínu í viðtali við Egil Helgason á Ríkissjónvarpinu í gær. Þar talar fólk tæpitungulaust. 21. mars 2022 13:14 Veltir því fyrir sér hvort Ólafur Ragnar afsaki gjörðir Pútíns Prófessor í stjórnmálafræði veltir því fyrir sér hvort að afsökun fyrir gjörðir Pútíns felist í ummælum Ólafs Ragnars Grímssonar, þess efnis að stækkun Atlantshafsbandalagsins hafi leitt til stríðsins í Úkraínu. 21. mars 2022 12:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Áfram er barist og Úkraínumenn eru sagðir í gagnsókn nærri Kharkív, þar sem þeir eiga að hafa náð aftur stjórn á nokkrum þorpum. Á sama tíma er sagt frá því að ítölsk yfirvöld hafi gert upptæka snekkju í eigu Pútíns við ítalska höfn. Staðan er alvarleg, rétt eins og kemur fram í fyrstu sameiginlegu ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem var gefin út í gær og studd meðal annars af Rússum. Þar er ekki rætt um stríð eða innrás, en efni ályktunarinnar er í grunninn mikill stuðningur við að aðalritari, Antonio Guterres, leiti friðsamlegrar lausnar í deilunni, sem hafi nú staðið yfir í tíu vikur. Ekki hægt að gefa mikinn afslátt á sjálfstæði Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sagði í samtali við fréttastofu í gær að niðurstaðan í þessu öllu saman hlyti að verða sú að friður ríki í Úkraínu og að innrásarherinn hverfi á braut. Það sé þó ekki hans að leggja mat á það hvernig í smáatriðum sú niðurstaða fengist. „En ef við gefum einhvern mikinn afslátt á að úkraínsk þjóð fái að lifa í friði innan sinna landamæra, þá er úr vöndu að ráða. Við getum ekki látið sem svo að til þess að friður ríki í þessari álfu þurfi að að hugsa sem svo hvernig við getum látið valdhöfum í Moskvu líða vel. Það getur ekki verið útgangspunkturinn,“ sagði Guðni. Þannig að þú ert ósammála forvera þínum í því að til dæmis útþenslustefna NATO hafi verið meðal valda í þessu stríði? „Ég ætla nú ekki að gera þér til geðs að snúa þessu upp í eitthvað slíkt. Mér finnst staðan vera miklu alvarlegri en svo að við eigum að horfa til þess hvað mér finnst um orð forvera míns. Málið er svo miklu stærra en svo,“ sagði Guðni. Þar var rætt um ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi forseta, þar sem hann sagði að stækkun Atlantshafsbandalagsins til austurs hefði leitt til stærsta stríðs í Vestur-Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar, í það minnsta ekki komið í veg fyrir það. Ólafur Ragnar og Vladimír Pútín á fundi Norðurslóða í september 2013.Sasha Mordovets/Getty Images Katrín styður inngöngu Svía og Finna Frekari stækkun NATO stendur fyrir dyrum; Svíar og Finnar færast nær því að sækja um aðild að bandalaginu. Forsætisráðherra leggst ekki gegn þeim áformun, enda þótt Vinstri græn eigi að heita efasemdaflokkur um Atlantshafsbandalagið og útþenslu þess. „Við styðjum þá niðurstöðu sem Finnar og Svíar munu komast að. Það er niðurstaða sem þau munu taka fyrir á vettvangi sinna þinga. Við ræddum það norrænu forsætisráðherrarnir sem áttum fund að það er líka mikilvægt að norrænu ríkin standi saman með þeirri lýðræðislegu niðurstöðu sem þar kemur fram,“ sagði Katrín Jakobsdóttir í samtali við fréttastofu í gær.
Forseti Íslands Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir „Mun aldrei nást friður eða vopnahlé ef við erum bara í einhverjum kór“ Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, segir mikilvægt að átta sig á því hvernig almenningur í Rússlandi hugsi. Stríðið í Úkraínu muni ekki hafa einfalda skyndilausn og tíst sem hann hafi sent frá sér séu ekki til marks um nokkurskonar stuðning hans við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. 6. apríl 2022 20:46 Ólafur Ragnar á hrós skilið Um leið og ég þakka glöggar skýringar Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrum forseta Íslands um ástandið milli Rússlands og Úkraínu í Silfri Egils, harma ég þá aðför sem að honum var gerð í kjölfarið fyrir það eitt að segja sannleikann umbúðalaust. 30. mars 2022 09:00 Ólafur Ragnar hafður að háði og spotti á Facebook Fjölmargir hafa stigið fram á Facebook og fordæmt ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi sitjandi forseta Íslands þau sem hann viðhafði um innrás Rússa í Úkraínu í viðtali við Egil Helgason á Ríkissjónvarpinu í gær. Þar talar fólk tæpitungulaust. 21. mars 2022 13:14 Veltir því fyrir sér hvort Ólafur Ragnar afsaki gjörðir Pútíns Prófessor í stjórnmálafræði veltir því fyrir sér hvort að afsökun fyrir gjörðir Pútíns felist í ummælum Ólafs Ragnars Grímssonar, þess efnis að stækkun Atlantshafsbandalagsins hafi leitt til stríðsins í Úkraínu. 21. mars 2022 12:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
„Mun aldrei nást friður eða vopnahlé ef við erum bara í einhverjum kór“ Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, segir mikilvægt að átta sig á því hvernig almenningur í Rússlandi hugsi. Stríðið í Úkraínu muni ekki hafa einfalda skyndilausn og tíst sem hann hafi sent frá sér séu ekki til marks um nokkurskonar stuðning hans við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. 6. apríl 2022 20:46
Ólafur Ragnar á hrós skilið Um leið og ég þakka glöggar skýringar Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrum forseta Íslands um ástandið milli Rússlands og Úkraínu í Silfri Egils, harma ég þá aðför sem að honum var gerð í kjölfarið fyrir það eitt að segja sannleikann umbúðalaust. 30. mars 2022 09:00
Ólafur Ragnar hafður að háði og spotti á Facebook Fjölmargir hafa stigið fram á Facebook og fordæmt ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi sitjandi forseta Íslands þau sem hann viðhafði um innrás Rússa í Úkraínu í viðtali við Egil Helgason á Ríkissjónvarpinu í gær. Þar talar fólk tæpitungulaust. 21. mars 2022 13:14
Veltir því fyrir sér hvort Ólafur Ragnar afsaki gjörðir Pútíns Prófessor í stjórnmálafræði veltir því fyrir sér hvort að afsökun fyrir gjörðir Pútíns felist í ummælum Ólafs Ragnars Grímssonar, þess efnis að stækkun Atlantshafsbandalagsins hafi leitt til stríðsins í Úkraínu. 21. mars 2022 12:00