Liverpool tapaði tveimur stigum í titilbaráttunni Hjörvar Ólafsson skrifar 7. maí 2022 20:47 Luis Diaz bjargaði stigi fyrir Liverpool í leik liðsins gegn Tottenham Hotspur. Vísir/Getty Liverpool komst á topp ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta með því að gera 1-1 jafntefli í leik sínum við Tottenham Hotspur á Anfield í dag. Eftir þessi úrslit eru Liverpool og Manchester City með jafn mörg stig á toppi deildarinnar en Liverpool hefur spilað 35 leik og Manchester City 34. Liverpool er með einu marki betri markatölu. Son Heung-min kom Tottenham Hotspur yfir eftir um það bil tíu mínútna leik í seinni hálfleik. Son batt þá endahnútinn á vel útfærða skyndisókn Tottenham Hotspur. Ryan Sessegnon renndi boltanum á suður-kóreska framherjann sem skoraði. Þung sókn Liverpool bar svo árangur þegar skot Luis Diaz hafði viðkomu í Rodrigo Bentancur og fór þaðan í markið. Manchester City fær Newcastle United í heimsókn á Etihad á morgun og getur endurheimt toppsætið í þeim leik. Tottenham Hotspur er hins vegar í harðri baráttu við nágranna sína, Arsenal, um fjórða og síðasta sætið í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Næsta fimmtudag mætast Tottenham Hotspur og Arsenal í slag erkifjendanna en fyrir þann leik er Arsenal með 63 stig og Tottenham Hotspur 62. Skytturnar eiga þar að auki leik til góða á Tottenham Hotspur. Enski boltinn
Liverpool komst á topp ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta með því að gera 1-1 jafntefli í leik sínum við Tottenham Hotspur á Anfield í dag. Eftir þessi úrslit eru Liverpool og Manchester City með jafn mörg stig á toppi deildarinnar en Liverpool hefur spilað 35 leik og Manchester City 34. Liverpool er með einu marki betri markatölu. Son Heung-min kom Tottenham Hotspur yfir eftir um það bil tíu mínútna leik í seinni hálfleik. Son batt þá endahnútinn á vel útfærða skyndisókn Tottenham Hotspur. Ryan Sessegnon renndi boltanum á suður-kóreska framherjann sem skoraði. Þung sókn Liverpool bar svo árangur þegar skot Luis Diaz hafði viðkomu í Rodrigo Bentancur og fór þaðan í markið. Manchester City fær Newcastle United í heimsókn á Etihad á morgun og getur endurheimt toppsætið í þeim leik. Tottenham Hotspur er hins vegar í harðri baráttu við nágranna sína, Arsenal, um fjórða og síðasta sætið í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Næsta fimmtudag mætast Tottenham Hotspur og Arsenal í slag erkifjendanna en fyrir þann leik er Arsenal með 63 stig og Tottenham Hotspur 62. Skytturnar eiga þar að auki leik til góða á Tottenham Hotspur.
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti