Íslenski boltinn

FH-ingar staðfesta komu Petry

Sindri Sverrisson skrifar
Lasse Petry er mættur í Krikann.
Lasse Petry er mættur í Krikann. FH

Danski miðjumaðurinn Lasse Petry er snúinn aftur í íslenska boltann og mun spila með FH-ingum í sumar.

FH-ingar hafa þar með bætt við sig tveimur miðjumönnum í vikunni því áður kynnti félagið Keflvíkinginn Davíð Snæ Jóhannsson til leiks. Miðjumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafði áður stigið til hliðar eftir 1. umferð að ósk FH-inga, á meðan að niðurstöðu er beðið vegna kæru fyrir meint kynferðisbrot.

Davíð er kominn með leikheimild hjá FH en Petry þarf að bíða aðeins lengur og verður ekki með FH-ingum í stórleiknum gegn Val í Bestu deildinni í kvöld.

Petry þekkir vel til í íslensku deildinni eftir að hafa spilað hér á landi með Val á árunum 2019-2020. Hann varð Íslandsmeistari með liðinu seinna árið.

Lasse Petry varð Íslandsmeistari með Val.vísir/bára

Petry, sem er 29 ára gamall, hefur verið á mála hjá Köge í dönsku 1. deildinni eftir að hann yfirgaf Val.


Tengdar fréttir

Davíð Snær genginn til liðs við FH | Samningur til 2025

FH hefur staðfest að miðjumaðurinn Davíð Snær Jóhannsson sé genginn til liðs við félagið frá Lecce á Ítalíu. Hann skrifar undir samning til ársins 2025. Frá þessu var greint á samfélagsmiðlum FH.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×