Þrír látnir eftir axarárás í Ísrael Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. maí 2022 23:27 Þrír féllu í árásinni í kvöld. Getty/Nir Keidar Þrír hafa verið drepnir og fleiri eru særðir eftir að axarárás var gerð í borginni Elad í Ísrael í kvöld. Lögregla segir að um mögulega hryðjuverkaárás sé að ræða. Ísraelskir fréttamiðlar hafa greint frá því að tveir menn hafi ráðist á vegfarendur í almenningsgarði í Elad vopnaðir exi og hnífum. Mannanna er nú leitað og lögregla hefur sett upp vegatálma víða um borgina og leitar í bílum sem hafa verið stoppaðir. Í dag er þjóðhátíðardagur Ísrael og stofnun ísraelska ríkisins fagnað. Borgaryfirvöld í Elad hafa fyrirskipað fólki að halda sig innandyra í völd. Fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins um málið að meirihluti íbúa borgarinnar séu strangtrúaðir gyðingar (e. ultra-Orthodox). „Gleðin sem fylgir þjoðhátíðardegi okkar hætti snögglega. Árásin í Elad er hjartanu og sálinni áfall,“ skrifar Yair Lapid utanríkisráðherra Ísrael á Twitter. שמחת יום העצמאות נקטעה ברגע. פיגוע רצחני באלעד מחריד את הלב והנשמה. שלושה נרצחו ועוד שלושה נפצעו בידי מחבלים שפלים. אני שולח תנחומים מעומק הלב למשפחות שאיבדו הערב את היקרים להן מכל, ומתפלל עם כל בית ישראל לשלומם של הפצועים.— יאיר לפיד - Yair Lapid🟠 (@yairlapid) May 5, 2022 Undanfarnar vikur hefur árásum á ísraelska gyðinga fjölgað gífurlega en fleiri hafa ekki fallið í slíkum árásum í Ísrael síðan 2006. Fram kemur í frétt BBC að flestar árásanna hafi Palestínumenn eða ísraelskir arabar framið. Sextán Ísraelar, þar á meðal einn lögreglumaður af ísraelskum-arabískum uppruna, hafa fallið og tveir Úkraínumenn. Árásirnar hafa allar verið í Ísrael og á Vesturbakkanum. Ísraelsk stjórnvöld hafa svarað árásahrinunni með því að framkvæma áhlaup á palestínska bæi, þar sem átök hafa brotist út og minnst 26 fallið, þar af almennnir borgara. Ísrael var stofnað þann 14. maí 1948 en þjóðhátíðardagurinn fellur ekki alltaf á sama dag á hverju ári þar sem miðað er við hebreska dagatalið. Þann 15. maí ár hvert syrgja Palestínumenn stofnun ríkisins en dagurinn kallast al-Naqba, sem á arabísku þýðir hamfarir eða stórslys. Ísrael Mest lesið Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira
Ísraelskir fréttamiðlar hafa greint frá því að tveir menn hafi ráðist á vegfarendur í almenningsgarði í Elad vopnaðir exi og hnífum. Mannanna er nú leitað og lögregla hefur sett upp vegatálma víða um borgina og leitar í bílum sem hafa verið stoppaðir. Í dag er þjóðhátíðardagur Ísrael og stofnun ísraelska ríkisins fagnað. Borgaryfirvöld í Elad hafa fyrirskipað fólki að halda sig innandyra í völd. Fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins um málið að meirihluti íbúa borgarinnar séu strangtrúaðir gyðingar (e. ultra-Orthodox). „Gleðin sem fylgir þjoðhátíðardegi okkar hætti snögglega. Árásin í Elad er hjartanu og sálinni áfall,“ skrifar Yair Lapid utanríkisráðherra Ísrael á Twitter. שמחת יום העצמאות נקטעה ברגע. פיגוע רצחני באלעד מחריד את הלב והנשמה. שלושה נרצחו ועוד שלושה נפצעו בידי מחבלים שפלים. אני שולח תנחומים מעומק הלב למשפחות שאיבדו הערב את היקרים להן מכל, ומתפלל עם כל בית ישראל לשלומם של הפצועים.— יאיר לפיד - Yair Lapid🟠 (@yairlapid) May 5, 2022 Undanfarnar vikur hefur árásum á ísraelska gyðinga fjölgað gífurlega en fleiri hafa ekki fallið í slíkum árásum í Ísrael síðan 2006. Fram kemur í frétt BBC að flestar árásanna hafi Palestínumenn eða ísraelskir arabar framið. Sextán Ísraelar, þar á meðal einn lögreglumaður af ísraelskum-arabískum uppruna, hafa fallið og tveir Úkraínumenn. Árásirnar hafa allar verið í Ísrael og á Vesturbakkanum. Ísraelsk stjórnvöld hafa svarað árásahrinunni með því að framkvæma áhlaup á palestínska bæi, þar sem átök hafa brotist út og minnst 26 fallið, þar af almennnir borgara. Ísrael var stofnað þann 14. maí 1948 en þjóðhátíðardagurinn fellur ekki alltaf á sama dag á hverju ári þar sem miðað er við hebreska dagatalið. Þann 15. maí ár hvert syrgja Palestínumenn stofnun ríkisins en dagurinn kallast al-Naqba, sem á arabísku þýðir hamfarir eða stórslys.
Ísrael Mest lesið Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira