Myndband: Risahverfi rís í Mosfellsbæ Snorri Másson skrifar 5. maí 2022 23:14 Svona sjá Reitir fyrir sér hluta Blikastaðahverfisins, þar sem borgarlína fer í gegn. Þessar hugmyndir eru þó óopinberar og líklegt að niðurstaðan verði alls ólík. Skipulagið hefur ekki verið unnið. TEIKNING ÚR SKIPULAGSTILLÖGU ARKÍS FYRIR REITI. Fyrirséð er að sprenging verði í íbúafjölda í Mosfellsbæ á næstu árum með tilkomu nýs hverfis í Blikastaðalandi sem verið hefur í eigu Arion banka frá því eftir hrun. Stefnt er að því að íbúar geti sinnt helstu erindum fótgangandi og að Borgarlínan verði í burðarhlutverki. Blikastaðalandið eru um 90 hektarar að flatarmáli og er því sem næst óbyggt. Það heyrir til algerra undantekninga að svo mikið landflæmi sé skipulagt í einu, að ekki sé talað um land í einkaeigu. Þeim mun þyngra í vöfum er að komast að samkomulagi sem allir eru sáttir við. En það hefur nú tekist eftir margra ára starf. Sýnt er frá svæðinu í myndbrotinu hér að ofan úr kvöldfréttum Stöðvar 2. „Hér verður væntanlega aðeins þéttari byggð en er í innsveitinni,“segir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ. „Hér er gert ráð fyrir hágæðaalmenningssamgöngum hérna í gegnum þetta svæði og Borgarlínan mun koma hingað, þannig að ég held að þetta verði bara enn ein skrautfjöðurinn í hatt Mosfellsbæjar þetta uppbyggingarsvæði hér á Blikastöðum,“ segir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ. Áætlað er að á svæðinu rísi 3.500-3.700 íbúðir - sem þýðir allt að tíu þúsund íbúum. Íbúar í Mosfellsbæ núna eru 13.500, þannig að samkvæmt þessu fjölgar þeim um allt að 75% með tilkomu nýs hverfis. Reyna að minnka íbúðaskort Arion banki, sem á lóðirnar, fjárfestir í uppbyggingunni en selur sig hægt og rólega út af svæðinu. Á móti tekur bankinn þátt í að byggja á tvo skóla, fjóra leikskóla og almennilega íþróttaaðstöðu. „Það endurspeglar líka bara okkar vilja til að reyna að koma þessu verkefni af stað og reyna að minnka þennan framboðsskort sem hefur verið á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Benedikt Gíslason bankastjóri. Það má segja að með Blikastaðahverfi verði bilið brúað á milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur. Framkvæmdir eiga að hefjast 2024. Mosfellsbær Húsnæðismál Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Blikastaðalandið eru um 90 hektarar að flatarmáli og er því sem næst óbyggt. Það heyrir til algerra undantekninga að svo mikið landflæmi sé skipulagt í einu, að ekki sé talað um land í einkaeigu. Þeim mun þyngra í vöfum er að komast að samkomulagi sem allir eru sáttir við. En það hefur nú tekist eftir margra ára starf. Sýnt er frá svæðinu í myndbrotinu hér að ofan úr kvöldfréttum Stöðvar 2. „Hér verður væntanlega aðeins þéttari byggð en er í innsveitinni,“segir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ. „Hér er gert ráð fyrir hágæðaalmenningssamgöngum hérna í gegnum þetta svæði og Borgarlínan mun koma hingað, þannig að ég held að þetta verði bara enn ein skrautfjöðurinn í hatt Mosfellsbæjar þetta uppbyggingarsvæði hér á Blikastöðum,“ segir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ. Áætlað er að á svæðinu rísi 3.500-3.700 íbúðir - sem þýðir allt að tíu þúsund íbúum. Íbúar í Mosfellsbæ núna eru 13.500, þannig að samkvæmt þessu fjölgar þeim um allt að 75% með tilkomu nýs hverfis. Reyna að minnka íbúðaskort Arion banki, sem á lóðirnar, fjárfestir í uppbyggingunni en selur sig hægt og rólega út af svæðinu. Á móti tekur bankinn þátt í að byggja á tvo skóla, fjóra leikskóla og almennilega íþróttaaðstöðu. „Það endurspeglar líka bara okkar vilja til að reyna að koma þessu verkefni af stað og reyna að minnka þennan framboðsskort sem hefur verið á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Benedikt Gíslason bankastjóri. Það má segja að með Blikastaðahverfi verði bilið brúað á milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur. Framkvæmdir eiga að hefjast 2024.
Mosfellsbær Húsnæðismál Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira