Ísland er land kynþáttafordóma – eins og öll önnur lönd Snorri Sturluson skrifar 4. maí 2022 10:31 Í kjölfar málsins í kringum Gabríel Douane Boama hef ég rekið mig á eftirfarandi fullyrðingu: „Það er ekki rasismi á Íslandi, þið eruð að ímynda ykkur þetta.“ Ég hef heyrt þetta í fyrstu persónu frá fólki í nærumhverfi mínu og lesið það á vefmiðlum. Að baki þessari fulyrðingu býr ekki bara þekkingarleysi heldur líka afneitun og gaslýsing á veruleika hörundsdökks fólks í samfélagi okkar, sem er samt að mörgu leyti svo ágætt. Þegar ég bjó í Bandaríkjunum heyrði ég oftar en einu sinni og oftar en tvisvar svart fólk lýsa því að það sé bara eitt verra en yfirlýstir rasistar en það er fólk sem veit ekki, eða viðurkennir ekki, að það hafi kynþáttafordóma, hegðar sér samt á fordómafullan hátt og neitar svo að viðurkenna það þegar því er bent á það. Fólk sem segir „það er ekki rasismi á Íslandi“ er oft fólk sem veit ekki að það býr yfir kynþáttafordómum, eða neitar að horfast í augu við það og felur sig því bakvið það að halda því fram að kynþáttafordómar þekkist ekki á Íslandi. Þau sem eru með augu og eyru opin vita betur enda þarf ekki annað en að opna kommentakerfin til að sjá að það er fullt af rasistum á Íslandi sem eru ekkert feimnir við að láta þær tilfinningar sínar í ljós. Þegar þolendur rasisma segjast verða fyrir fordómum og viðbrögð samfélagsins eru afneitun, er það gaslýsing á upplifun þolandans og meðvirkni með gerandanum. Samfélagið kýs frekar að afneita upplifun þolandans heldur en að viðurkenna að um kynþáttafordóma sé að ræða því ef við viðurkennum samfélagslegan rasisma erum við í leiðinni að viðurkenna eigin sekt. Sem hvítt fólk ölumst við upp við að vera að meðaltali ríkari, valdameiri, betur menntuð og með lengri lífslíkur en meðbræður okkar og systur sem eru dekkri á hörund. Þetta eru allt staðreyndir sem hægt er að sýna fram á á tölulegan hátt um allan heim. Við sem erum hvít erum alin upp við lúmska yfirburðarhyggju og erum flest haldin henni í einhverju mæli en gerum okkur fæst grein fyrir því. Í hvert skipti sem við gerum lítið úr eða afneitum upplifun hörundsdökks fólks af kynþáttafordómum gaslýsum við þau, brjótum traust þeirra og aukum bilið á milli okkar. Hlustum á og trúum upplifun minnihlutahópa. Það er fyrsta skrefið í átt til jafnara og fordómalausara samfélags. Höfundur er heimspekingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynþáttafordómar Mest lesið Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Sjá meira
Í kjölfar málsins í kringum Gabríel Douane Boama hef ég rekið mig á eftirfarandi fullyrðingu: „Það er ekki rasismi á Íslandi, þið eruð að ímynda ykkur þetta.“ Ég hef heyrt þetta í fyrstu persónu frá fólki í nærumhverfi mínu og lesið það á vefmiðlum. Að baki þessari fulyrðingu býr ekki bara þekkingarleysi heldur líka afneitun og gaslýsing á veruleika hörundsdökks fólks í samfélagi okkar, sem er samt að mörgu leyti svo ágætt. Þegar ég bjó í Bandaríkjunum heyrði ég oftar en einu sinni og oftar en tvisvar svart fólk lýsa því að það sé bara eitt verra en yfirlýstir rasistar en það er fólk sem veit ekki, eða viðurkennir ekki, að það hafi kynþáttafordóma, hegðar sér samt á fordómafullan hátt og neitar svo að viðurkenna það þegar því er bent á það. Fólk sem segir „það er ekki rasismi á Íslandi“ er oft fólk sem veit ekki að það býr yfir kynþáttafordómum, eða neitar að horfast í augu við það og felur sig því bakvið það að halda því fram að kynþáttafordómar þekkist ekki á Íslandi. Þau sem eru með augu og eyru opin vita betur enda þarf ekki annað en að opna kommentakerfin til að sjá að það er fullt af rasistum á Íslandi sem eru ekkert feimnir við að láta þær tilfinningar sínar í ljós. Þegar þolendur rasisma segjast verða fyrir fordómum og viðbrögð samfélagsins eru afneitun, er það gaslýsing á upplifun þolandans og meðvirkni með gerandanum. Samfélagið kýs frekar að afneita upplifun þolandans heldur en að viðurkenna að um kynþáttafordóma sé að ræða því ef við viðurkennum samfélagslegan rasisma erum við í leiðinni að viðurkenna eigin sekt. Sem hvítt fólk ölumst við upp við að vera að meðaltali ríkari, valdameiri, betur menntuð og með lengri lífslíkur en meðbræður okkar og systur sem eru dekkri á hörund. Þetta eru allt staðreyndir sem hægt er að sýna fram á á tölulegan hátt um allan heim. Við sem erum hvít erum alin upp við lúmska yfirburðarhyggju og erum flest haldin henni í einhverju mæli en gerum okkur fæst grein fyrir því. Í hvert skipti sem við gerum lítið úr eða afneitum upplifun hörundsdökks fólks af kynþáttafordómum gaslýsum við þau, brjótum traust þeirra og aukum bilið á milli okkar. Hlustum á og trúum upplifun minnihlutahópa. Það er fyrsta skrefið í átt til jafnara og fordómalausara samfélags. Höfundur er heimspekingur.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun