Tískutengdir viðburðir á HönnunarMars í ár Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. maí 2022 15:30 Emilíana Birta tekur þátt í sýningunni Innsýni. Hátíðin HönnunarMars verður sett formlega í Hörpu síðar í dag. Á dagskrá hátíðarinnar í ár eru rúmlega 100 sýningar og 200 viðburðir. Það ættu því allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi næstu daga. Miðstöð hönnunar og arkitektúrs tók saman lista yfir áhugaverða viðburði tengda tísku. Alla dagskrá HönnunarMars má svo finna á vef hátíðarinnar. „HönnunarMars fer fram dagana 4. - 8. maí. Tískuþyrstir þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að þeim muni leiðast því það er nóg um að vera á HönnunarMars fyrir skvísur á öllum aldri. Hér eru tískusýningar, gjörningar, opnanir og tískupartý á HönnunarMars.“ View this post on Instagram A post shared by DesignMarch (@designmarch) Þríhyrnt samverk Apotek Atelier Fatahönnuðirnir Ýr Þrastadóttir, Halldóra Sif og Sævar Markús sýna kynningarmyndband fyrir verslun og vinnustofu sína „Apotek Atelier“. Hönnuðirnir eiga það sameiginlega að vinna með vönduð og náttúruleg efni og rík áheyrsla er lögð á mynstur, vandaðan frágang og framleiðslu í takmörkuðu upplagi. Myndbandið sýnir brot af því sem hönnuðirnir hafa verið að vinna að síðustu mánuði, ásamt núverandi vörum, sem gefur áhorfendum smá innsýn inn í hugmyndafræðina á bakvið rýmið og vinnuna sem þar liggur að baki. Myndbandið verður sýnt í Bíó Paradís laugardaginn 7. maí kl. 18:30 - 19:30. KIOSK Hönnuðir Kiosk Granda sýna það nýjasta úr sínum smiðjum á HönnunarMars. Kiosk Grandi er í eigu fimm íslenskra fatahönnuða, ANITA HIRLEKAR, BAHNS, EYGLO, HELICOPTER, HLÍN REYKDAL & MAGNEA. Föstudaginn 6. maí frá kl. 17:00 - 20:00 verður blásið verður til til gleðskapar í versluninni þar sem hönnuðirnir frumsýna það nýjasta sem er í boði hjá merkjum Kiosk Granda. Sumarkokteill, ljúfir tónar og gleðin verða við völd. ESP POP-UP @ KIOSK GRANDI Norski fatahönnuðurinn Elisabeth Stray Pedersen verður í góðum hópi Íslenskra kollega hjá KIOSK GRANDA þar sem hún mun Elisabeth sýna nokkur dæmi frá fatalinunni sinni laugardaginn 7. maí. frá kl. 15:00 - 17:00. Léttar veitingar verða í boði Norska sendiráðsins. Elisabeth Stray Pedersen er einnig þátttakandi í Design Diplomacy X Noregur, ásamt Magneu Einarsdóttur, fatahönnuði á bakvið fatamerkið MAGNEA. Áhugasöm geta skráð sig á Design Diplomacy X Noregur og lesið meira hér. Magnea Einarsdóttir fatahönnuður.Vísir/Vilhelm Einangrun Farmers Market frumsýnir nýjar flíkur úr íslenskum ullarfeldi, sem er þó ekki feldur, á HönnunarMars í ár. „Feldurinn“ er þróaður af ullarvinnslufyrirtækinu Ístex, sem hefur verið samstarfsaðli Farmers Market til margra ára, en ullin í gervifeldinum er ólituð afgangsull sem ekki nýtist í prjónaband. Sérstakt opnunarhóf fer fram föstudaginn 6. maí frá kl. 16:00 - 18:00 í verslum Farmers Market á Hólmaslóð 2. Drífa Líftóra Drífa Líftóra heldur áfram könnun sinni á æstri mynsturgerð og litagleði í nýju handþrykktu fatalínunni Nykursykur. Blóðþyrstir nykrar sem svamla um í vatninu ásamt bruddum beinum fórnarlamba þeirra leika aðalhlutverkið í innblæstri línunnar. Línan þeirri hugmyndafræði að öll mynstur hennar ganga upp hvort í annað en geta einnig staðið ein og sér. Sérstakur viðburður ferð fram í Gröndalshúsi fimmtudaginn 5. maí frá kl. 17:00 - 19:00 þar sem fyrirsætur sýna línuna við lifandi hörputónlist. IN BLOOM Hönnunarmerkið Hildur Yeoman hefur verið áberandi í fatahönnun á Íslandi og einnig vakið mikla athygli út fyrir landsteinana. Merkið er þekkt fyrir draumkennd og dulræn prent, kvenleg snið og að skapa ævintýraheima í kringum hverja línu. Föstudaginn 6. maí frá kl. 20:00 - 21:00 verður viðburður í Höfuðstöðinni þar sem IN BLOOM, nýja vor- og sumarlína Hildar Yeoman, verður sýnd og öllu verður til tjaldað. IN BLOOM verður til sölu í verslun Yeoman og í vefverslun frá og með 4. maí. Tískugjörningur Atelier Helgu Björnsson Helga Björnsson hefur verið búsett í París til fjölda ára. Í tískuborginni miklu vann Helga í þrjá áratugi sem haute couture fatahönnuður hjá hátískuhúsinu Louis Féraud. Hinn leikræni og lifandi stíll Helgu vakti mikla athygli fyrir litskrúðugar og mynstraðar flíkur sem prýddu tískupalla Parísarborgar. Hún hannar nú undir eigin nafni fatnað, munstruð efni, slæður og húsbúnað. Á HönnunarMars blæs Helga til tískugjörnings í Safnahúsinu, laugardaginn 7. maí frá kl. 18:00 - 20:00. Og natura og franska sendiráðið á Íslandi bjóða uppá á freyðivín og kokteila. Helga Björnsson FLÆKJA eftir Svart & Minuit Svart & Minuit hafa skapað fatnað, fylgihluti og listaverk úr ónýtum fiskilínum, netum og reipum fyrir HönnunarMars 2022 sem sýnd verður í búðinni Svartbysvart, Týsgötu 1. Verkefnið er yfirlýsing gegn mengun hafsins en sýnir einnig einstaka leið til að endurnýta veiðirusl og aðra skaðlega hluti. Fiskinet eru vandlega hönnuð til að veiða mismunandi tengundir fiska en Svart og Minuit vilja nýta netin og breyta notkun þeirra til að grípa tilfinningar og tjáningu manna. Sérstak opnunarhóf fer fram fimmtudaginn 6. maí frá kl. 18:00 - 21:00. Sól Hansdóttir AW22 – Áríðandi tilraunir á raunveruleikanum Fatalínan „Áríðandi tilraunir á raunveruleikanum“ er frumraun Sólar Hansdóttur eftir útskrift úr Central Saint Martins. Llínan var frumsýnd á London Fashion Week í febrúar og kannar línan aðstæður til framleiðslu á nútímafatalínu, með áherslu á nýtingu auðlinda, hérlendis. Með haustlínu 2022 kannaði Sól Hansdóttir aðstæður á Íslandi til þróunar og framleiðslu á nútímafatalínu. Markmið er að efla textílþróun og framleiðslu fatnaðar á Íslandi ásamt því að nýta innlendar auðlindir. Sýningin er haldin í Ásmundarsal en sérstakt opnunarpartý fer fram miðvikudaginn 4. maí frá kl. 18:00 - 21:00. Sól verður einnig með leiðsögn um sýninguna föstudaginn 6. maí frá kl. 14:00 - 15:00. Gjörningurinn PERFORMANCE EXPERIMENTS ON REALITY fer fram laugardaginn 7. maí frá kl. 14:00 - 15:00. Sól Hansdóttir KALDA kynnir kventöskur Skómerkið KALDA stækkar vörulínu sína og frumsýnir nýja töskulínu á HönnunarMars 2022. Línan samanstendur af nútímatöskum með margþættu notagildi og óhefðbundu efnisvali. Sérstakt opnunarhóf fer fram föstudaginn 6. maí frá kl. 16:00 - 18:00 í KALDA SHOWROOM, Grandagarði 79. KALDA Morra Colorise Colorise er ný lína af slæðum og fatnaði frá Morra. Línan sækir innblástur í sjónarspil ljósaskiptanna, þegar allt fær á sig nýjan og litríkari blæ. Morra var stofnað af Signýju Þórhallsdóttur, fatahönnuði, árið 2018 og leggur áherslu á prent og vönduð, vistvæn efni. Opnunarhóf verður haldið fimmtudaginn 5. maí frá kl. 17:00 - 19:00 í Epal. AS WE GROW : Spor í söguna Saga AS WE GROW er spunnin í kring um hefðir og handverk. Í anda þess setur AS WE GROW upp sporastofu í verslun sinni þar sem hægt verður að fá sínar uppáhalds AS WE GROW flíkur áritaðar með útsaumi. Vor og sumarlína AS WE GROW er innblásin af bernskuminningum frá sumrum í íslenskum sjávarþorpum. Í tilefni af opnun nýrrar verslunar og vinnustofu AS WE GROW á Klapparstíg 29 og komu nýrrar fatalínu er gestum HönnunarMars boðið á tískusýningu laugardaginn 7. maí fram kl. 14:00 - 14:30. Þráðhyggja Fatahönnuðirnir Bosk og Sól gefa innsýn inn í endurvinnsluferli á textíl ásamt því að frumsýna fatalínu úr endurnýttum þæfðum viskastykkjum. Textíllinn er unnin úr staðbundnum auðlindum og er verkefnið unnið í samstarfi við Textílmiðstöð Íslands, Listaháskóla Íslands og fatasöfnun Rauða krossins. Sérstakt lokarhóf fer fram sunnudaginn 8. maí frá kl. 15:00 - 17:00 í Listasafni Einars Jónssonar. Innsýni Nýútskrifaðir fatahönnuðir með mismunandi áherslur og bakgrunn af ýmsum sviðum, koma saman til þess að sýna hönnun sína. Sýningin ber vott um samtöðu og er haldin til þess að kynna nýjar hugmyndir og hönnun á íslenskum markað. Sérstakt opnunarhóf fer fram miðvikudaginn 4. maí frá kl. 16:00 - 18:00, föstudaginn 6. maí frá kl. 18:00 - 20:30 verður pop-up viðburður og lifandi tónlist og lokahóf verður haldið sunnudaginn 8. maí frá kl. 13:00 - 17:00. Sýningin fer fram á Laugavegi 10. Hönnun eftir Guðbjörgu Þóru Stefánsdóttur Íslenska Tweedið og ilmlína Kormáks og Skjaldar Á HönnunarMars 2022 munu Kormákur & Skjöldur í kynna framþróun í framleiðslu og vöruþróun á „Icelandic Tweed“ eða „Íslenska Vaðmálinu“. Kynnt verða bæði ný mynstur í efninu sem og nýjungar í fatnaði og fylgihlutum. Verkefnið hefir slegið í gegn og framganga þess verið Kormáki og Skildi mikill innblástur til að kynna nýja möguleika í vinnslu á íslensku ullinni í ýmsar og ólíkar vörur. Hluti af sýningu Kormáks & Skjaldar er viðburður laugardaginn 7. mars á Laugavegi 53 þar sem tónlist, hattar frá Sigzon hats og Tweed verða í forgrunni í samstarfi við Olafsson Gin. Sigzon Hats Sigzon Hats er nýtt íslenskt hönnunarfyrirtæki sem sérhæfir sig í handgerðum höttum. Stofnandi og hönnuður Sigzon, Sigurður Ernir Þórisson var um árabil verslunarstjóri Kormáks og Skjaldar og þróaði óvart með sér þar mikla ástríðu fyrir höttum og gamaldags hattagerð. Á síðustu árum þá hefur Sigurður þjálfað sig í hattagerðinni upp á gamla mátan þar sem hattar eru gerðir algerlega í höndunum úr náttúrulegum efnum. Sigzon Hats verður hluti af viðburði Kormáks & Skjaldar laugardaginn 7. mars á Laugavegi 53, en þar mun sýning Sigzon Hats einnig fara fram. View this post on Instagram A post shared by DesignMarch (@designmarch) HönnunarMars 2022 fer fram 4. til 8. maí. Alla dagskránna má finna á vef hátíðarinnar. Frítt er inn á alla viðburði fyrir utan DesignTalks ráðstefnuna í Hörpu. HönnunarMars er opinn öllum og dagskráin er fjölbreytt svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér má finna alla okkar umfjöllun um HönnunarMars 2022. Tíska og hönnun HönnunarMars Tengdar fréttir „Þar mun ég eiga einhvers konar blint stefnumót“ Magnea Einarsdóttir er útskrifaður fatahönnuður með áherslu á prjón frá Central St Martins í London. Einnig lagði hún stund á nám í fatahönnun í Parsons Paris School of Design. Hún rekur fatamerkið MAGNEA sem er fáanlegt í versluninni Kiosk. 4. maí 2022 10:31 Bjóða nýbökuðum foreldrum að læra ungbarnanudd á Værðardýnunni Vinkonurnar og samstarfsfélagarnir Anna Katharina og Lena Csóti fengu hugmyndina að hönnun Værðardýnunnar eftir að hafa báðar unnið mikið með börnum. Nú bjóða þær nýbökuðum foreldrum á vinnustofu til þess að prófa hönnunina og læra grunnatriði í ungbarnanuddi. 3. maí 2022 16:32 „Sjálfbærni er lykilþátturinn“ Hönnuðirnir Birta Rós Brynjólfsdóttir og Hrefna Sigurðardóttir stofnuðu Fléttu í byrjun árs 2018 en þær sameina krafta sína með 66°Norður á HönnunarsMars í ár. 3. maí 2022 14:31 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs tók saman lista yfir áhugaverða viðburði tengda tísku. Alla dagskrá HönnunarMars má svo finna á vef hátíðarinnar. „HönnunarMars fer fram dagana 4. - 8. maí. Tískuþyrstir þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að þeim muni leiðast því það er nóg um að vera á HönnunarMars fyrir skvísur á öllum aldri. Hér eru tískusýningar, gjörningar, opnanir og tískupartý á HönnunarMars.“ View this post on Instagram A post shared by DesignMarch (@designmarch) Þríhyrnt samverk Apotek Atelier Fatahönnuðirnir Ýr Þrastadóttir, Halldóra Sif og Sævar Markús sýna kynningarmyndband fyrir verslun og vinnustofu sína „Apotek Atelier“. Hönnuðirnir eiga það sameiginlega að vinna með vönduð og náttúruleg efni og rík áheyrsla er lögð á mynstur, vandaðan frágang og framleiðslu í takmörkuðu upplagi. Myndbandið sýnir brot af því sem hönnuðirnir hafa verið að vinna að síðustu mánuði, ásamt núverandi vörum, sem gefur áhorfendum smá innsýn inn í hugmyndafræðina á bakvið rýmið og vinnuna sem þar liggur að baki. Myndbandið verður sýnt í Bíó Paradís laugardaginn 7. maí kl. 18:30 - 19:30. KIOSK Hönnuðir Kiosk Granda sýna það nýjasta úr sínum smiðjum á HönnunarMars. Kiosk Grandi er í eigu fimm íslenskra fatahönnuða, ANITA HIRLEKAR, BAHNS, EYGLO, HELICOPTER, HLÍN REYKDAL & MAGNEA. Föstudaginn 6. maí frá kl. 17:00 - 20:00 verður blásið verður til til gleðskapar í versluninni þar sem hönnuðirnir frumsýna það nýjasta sem er í boði hjá merkjum Kiosk Granda. Sumarkokteill, ljúfir tónar og gleðin verða við völd. ESP POP-UP @ KIOSK GRANDI Norski fatahönnuðurinn Elisabeth Stray Pedersen verður í góðum hópi Íslenskra kollega hjá KIOSK GRANDA þar sem hún mun Elisabeth sýna nokkur dæmi frá fatalinunni sinni laugardaginn 7. maí. frá kl. 15:00 - 17:00. Léttar veitingar verða í boði Norska sendiráðsins. Elisabeth Stray Pedersen er einnig þátttakandi í Design Diplomacy X Noregur, ásamt Magneu Einarsdóttur, fatahönnuði á bakvið fatamerkið MAGNEA. Áhugasöm geta skráð sig á Design Diplomacy X Noregur og lesið meira hér. Magnea Einarsdóttir fatahönnuður.Vísir/Vilhelm Einangrun Farmers Market frumsýnir nýjar flíkur úr íslenskum ullarfeldi, sem er þó ekki feldur, á HönnunarMars í ár. „Feldurinn“ er þróaður af ullarvinnslufyrirtækinu Ístex, sem hefur verið samstarfsaðli Farmers Market til margra ára, en ullin í gervifeldinum er ólituð afgangsull sem ekki nýtist í prjónaband. Sérstakt opnunarhóf fer fram föstudaginn 6. maí frá kl. 16:00 - 18:00 í verslum Farmers Market á Hólmaslóð 2. Drífa Líftóra Drífa Líftóra heldur áfram könnun sinni á æstri mynsturgerð og litagleði í nýju handþrykktu fatalínunni Nykursykur. Blóðþyrstir nykrar sem svamla um í vatninu ásamt bruddum beinum fórnarlamba þeirra leika aðalhlutverkið í innblæstri línunnar. Línan þeirri hugmyndafræði að öll mynstur hennar ganga upp hvort í annað en geta einnig staðið ein og sér. Sérstakur viðburður ferð fram í Gröndalshúsi fimmtudaginn 5. maí frá kl. 17:00 - 19:00 þar sem fyrirsætur sýna línuna við lifandi hörputónlist. IN BLOOM Hönnunarmerkið Hildur Yeoman hefur verið áberandi í fatahönnun á Íslandi og einnig vakið mikla athygli út fyrir landsteinana. Merkið er þekkt fyrir draumkennd og dulræn prent, kvenleg snið og að skapa ævintýraheima í kringum hverja línu. Föstudaginn 6. maí frá kl. 20:00 - 21:00 verður viðburður í Höfuðstöðinni þar sem IN BLOOM, nýja vor- og sumarlína Hildar Yeoman, verður sýnd og öllu verður til tjaldað. IN BLOOM verður til sölu í verslun Yeoman og í vefverslun frá og með 4. maí. Tískugjörningur Atelier Helgu Björnsson Helga Björnsson hefur verið búsett í París til fjölda ára. Í tískuborginni miklu vann Helga í þrjá áratugi sem haute couture fatahönnuður hjá hátískuhúsinu Louis Féraud. Hinn leikræni og lifandi stíll Helgu vakti mikla athygli fyrir litskrúðugar og mynstraðar flíkur sem prýddu tískupalla Parísarborgar. Hún hannar nú undir eigin nafni fatnað, munstruð efni, slæður og húsbúnað. Á HönnunarMars blæs Helga til tískugjörnings í Safnahúsinu, laugardaginn 7. maí frá kl. 18:00 - 20:00. Og natura og franska sendiráðið á Íslandi bjóða uppá á freyðivín og kokteila. Helga Björnsson FLÆKJA eftir Svart & Minuit Svart & Minuit hafa skapað fatnað, fylgihluti og listaverk úr ónýtum fiskilínum, netum og reipum fyrir HönnunarMars 2022 sem sýnd verður í búðinni Svartbysvart, Týsgötu 1. Verkefnið er yfirlýsing gegn mengun hafsins en sýnir einnig einstaka leið til að endurnýta veiðirusl og aðra skaðlega hluti. Fiskinet eru vandlega hönnuð til að veiða mismunandi tengundir fiska en Svart og Minuit vilja nýta netin og breyta notkun þeirra til að grípa tilfinningar og tjáningu manna. Sérstak opnunarhóf fer fram fimmtudaginn 6. maí frá kl. 18:00 - 21:00. Sól Hansdóttir AW22 – Áríðandi tilraunir á raunveruleikanum Fatalínan „Áríðandi tilraunir á raunveruleikanum“ er frumraun Sólar Hansdóttur eftir útskrift úr Central Saint Martins. Llínan var frumsýnd á London Fashion Week í febrúar og kannar línan aðstæður til framleiðslu á nútímafatalínu, með áherslu á nýtingu auðlinda, hérlendis. Með haustlínu 2022 kannaði Sól Hansdóttir aðstæður á Íslandi til þróunar og framleiðslu á nútímafatalínu. Markmið er að efla textílþróun og framleiðslu fatnaðar á Íslandi ásamt því að nýta innlendar auðlindir. Sýningin er haldin í Ásmundarsal en sérstakt opnunarpartý fer fram miðvikudaginn 4. maí frá kl. 18:00 - 21:00. Sól verður einnig með leiðsögn um sýninguna föstudaginn 6. maí frá kl. 14:00 - 15:00. Gjörningurinn PERFORMANCE EXPERIMENTS ON REALITY fer fram laugardaginn 7. maí frá kl. 14:00 - 15:00. Sól Hansdóttir KALDA kynnir kventöskur Skómerkið KALDA stækkar vörulínu sína og frumsýnir nýja töskulínu á HönnunarMars 2022. Línan samanstendur af nútímatöskum með margþættu notagildi og óhefðbundu efnisvali. Sérstakt opnunarhóf fer fram föstudaginn 6. maí frá kl. 16:00 - 18:00 í KALDA SHOWROOM, Grandagarði 79. KALDA Morra Colorise Colorise er ný lína af slæðum og fatnaði frá Morra. Línan sækir innblástur í sjónarspil ljósaskiptanna, þegar allt fær á sig nýjan og litríkari blæ. Morra var stofnað af Signýju Þórhallsdóttur, fatahönnuði, árið 2018 og leggur áherslu á prent og vönduð, vistvæn efni. Opnunarhóf verður haldið fimmtudaginn 5. maí frá kl. 17:00 - 19:00 í Epal. AS WE GROW : Spor í söguna Saga AS WE GROW er spunnin í kring um hefðir og handverk. Í anda þess setur AS WE GROW upp sporastofu í verslun sinni þar sem hægt verður að fá sínar uppáhalds AS WE GROW flíkur áritaðar með útsaumi. Vor og sumarlína AS WE GROW er innblásin af bernskuminningum frá sumrum í íslenskum sjávarþorpum. Í tilefni af opnun nýrrar verslunar og vinnustofu AS WE GROW á Klapparstíg 29 og komu nýrrar fatalínu er gestum HönnunarMars boðið á tískusýningu laugardaginn 7. maí fram kl. 14:00 - 14:30. Þráðhyggja Fatahönnuðirnir Bosk og Sól gefa innsýn inn í endurvinnsluferli á textíl ásamt því að frumsýna fatalínu úr endurnýttum þæfðum viskastykkjum. Textíllinn er unnin úr staðbundnum auðlindum og er verkefnið unnið í samstarfi við Textílmiðstöð Íslands, Listaháskóla Íslands og fatasöfnun Rauða krossins. Sérstakt lokarhóf fer fram sunnudaginn 8. maí frá kl. 15:00 - 17:00 í Listasafni Einars Jónssonar. Innsýni Nýútskrifaðir fatahönnuðir með mismunandi áherslur og bakgrunn af ýmsum sviðum, koma saman til þess að sýna hönnun sína. Sýningin ber vott um samtöðu og er haldin til þess að kynna nýjar hugmyndir og hönnun á íslenskum markað. Sérstakt opnunarhóf fer fram miðvikudaginn 4. maí frá kl. 16:00 - 18:00, föstudaginn 6. maí frá kl. 18:00 - 20:30 verður pop-up viðburður og lifandi tónlist og lokahóf verður haldið sunnudaginn 8. maí frá kl. 13:00 - 17:00. Sýningin fer fram á Laugavegi 10. Hönnun eftir Guðbjörgu Þóru Stefánsdóttur Íslenska Tweedið og ilmlína Kormáks og Skjaldar Á HönnunarMars 2022 munu Kormákur & Skjöldur í kynna framþróun í framleiðslu og vöruþróun á „Icelandic Tweed“ eða „Íslenska Vaðmálinu“. Kynnt verða bæði ný mynstur í efninu sem og nýjungar í fatnaði og fylgihlutum. Verkefnið hefir slegið í gegn og framganga þess verið Kormáki og Skildi mikill innblástur til að kynna nýja möguleika í vinnslu á íslensku ullinni í ýmsar og ólíkar vörur. Hluti af sýningu Kormáks & Skjaldar er viðburður laugardaginn 7. mars á Laugavegi 53 þar sem tónlist, hattar frá Sigzon hats og Tweed verða í forgrunni í samstarfi við Olafsson Gin. Sigzon Hats Sigzon Hats er nýtt íslenskt hönnunarfyrirtæki sem sérhæfir sig í handgerðum höttum. Stofnandi og hönnuður Sigzon, Sigurður Ernir Þórisson var um árabil verslunarstjóri Kormáks og Skjaldar og þróaði óvart með sér þar mikla ástríðu fyrir höttum og gamaldags hattagerð. Á síðustu árum þá hefur Sigurður þjálfað sig í hattagerðinni upp á gamla mátan þar sem hattar eru gerðir algerlega í höndunum úr náttúrulegum efnum. Sigzon Hats verður hluti af viðburði Kormáks & Skjaldar laugardaginn 7. mars á Laugavegi 53, en þar mun sýning Sigzon Hats einnig fara fram. View this post on Instagram A post shared by DesignMarch (@designmarch) HönnunarMars 2022 fer fram 4. til 8. maí. Alla dagskránna má finna á vef hátíðarinnar. Frítt er inn á alla viðburði fyrir utan DesignTalks ráðstefnuna í Hörpu. HönnunarMars er opinn öllum og dagskráin er fjölbreytt svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér má finna alla okkar umfjöllun um HönnunarMars 2022.
HönnunarMars 2022 fer fram 4. til 8. maí. Alla dagskránna má finna á vef hátíðarinnar. Frítt er inn á alla viðburði fyrir utan DesignTalks ráðstefnuna í Hörpu. HönnunarMars er opinn öllum og dagskráin er fjölbreytt svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér má finna alla okkar umfjöllun um HönnunarMars 2022.
Tíska og hönnun HönnunarMars Tengdar fréttir „Þar mun ég eiga einhvers konar blint stefnumót“ Magnea Einarsdóttir er útskrifaður fatahönnuður með áherslu á prjón frá Central St Martins í London. Einnig lagði hún stund á nám í fatahönnun í Parsons Paris School of Design. Hún rekur fatamerkið MAGNEA sem er fáanlegt í versluninni Kiosk. 4. maí 2022 10:31 Bjóða nýbökuðum foreldrum að læra ungbarnanudd á Værðardýnunni Vinkonurnar og samstarfsfélagarnir Anna Katharina og Lena Csóti fengu hugmyndina að hönnun Værðardýnunnar eftir að hafa báðar unnið mikið með börnum. Nú bjóða þær nýbökuðum foreldrum á vinnustofu til þess að prófa hönnunina og læra grunnatriði í ungbarnanuddi. 3. maí 2022 16:32 „Sjálfbærni er lykilþátturinn“ Hönnuðirnir Birta Rós Brynjólfsdóttir og Hrefna Sigurðardóttir stofnuðu Fléttu í byrjun árs 2018 en þær sameina krafta sína með 66°Norður á HönnunarsMars í ár. 3. maí 2022 14:31 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
„Þar mun ég eiga einhvers konar blint stefnumót“ Magnea Einarsdóttir er útskrifaður fatahönnuður með áherslu á prjón frá Central St Martins í London. Einnig lagði hún stund á nám í fatahönnun í Parsons Paris School of Design. Hún rekur fatamerkið MAGNEA sem er fáanlegt í versluninni Kiosk. 4. maí 2022 10:31
Bjóða nýbökuðum foreldrum að læra ungbarnanudd á Værðardýnunni Vinkonurnar og samstarfsfélagarnir Anna Katharina og Lena Csóti fengu hugmyndina að hönnun Værðardýnunnar eftir að hafa báðar unnið mikið með börnum. Nú bjóða þær nýbökuðum foreldrum á vinnustofu til þess að prófa hönnunina og læra grunnatriði í ungbarnanuddi. 3. maí 2022 16:32
„Sjálfbærni er lykilþátturinn“ Hönnuðirnir Birta Rós Brynjólfsdóttir og Hrefna Sigurðardóttir stofnuðu Fléttu í byrjun árs 2018 en þær sameina krafta sína með 66°Norður á HönnunarsMars í ár. 3. maí 2022 14:31