„Stórkostlega alvarleg tíðindi“ Snorri Másson skrifar 3. maí 2022 20:32 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar var saksóknari áður en hún settist á þing. Hún hefur miklar áhyggjur af áformum hluta dómara í Hæstarétti Bandaríkjanna um að afnema ákvörðunina um Roe gegn Wade úr gildi. Vísir Þingmaður Viðreisnar segir áform í Bandaríkjunum um að fella úr gildi alríkisvernd á rétti kvenna til þungunarrofs grafalvarleg tíðindi. Forseti Bandaríkjanna hvetur dómara til að styðja ekki hugmyndina, enda væri hún grundvallarbreyting til hins verra á bandarísku réttarfari. Margir hafa orðið til þess að lýsa alvarlegum efasemdum um áform ákveðinna hæstaréttardómara í Bandaríkjunum um að fella úr gildi ákvörðun frá 1973. Sú ákvörðun, kennd við prófmálið Roe gegn Wade, tryggir konum stjórnarskrárvarða vernd frá ákvörðunum einstakra ríkja um að banna þungunarrof. Forseti Bandaríkjanna segist vona að ekki allir dómarar réttarins styðji hugmyndina, enda myndi niðurstaðan einnig breyta skilningi á friðhelgi einkalífs fólks almennt. „Ef þessi ákvörðun stendur er þetta ansi róttæk ákvörðun. Mun þetta þýða að í Flórída muni vera hægt að leiða í lög bann við hjónabandi fólks af sama kyni? Það er heildarmynd í þessu og þetta er grundvallarbreyting á réttarkerfi Bandaríkjanna,“ sagði Biden í samtali við fréttamenn í dag. Ævintýralegt bakslag að öllu leyti Í svipaðan streng tekur þingmaður Viðreisnar, sem var saksóknari áður en hún tók sæti á þingi. „Þetta eru stórkostlega alvarleg tíðindi og ævintýralegt bakslag að öllu leyti,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður. Þorbjörg bætir því við að þessi þróun sé til marks um að forsetatíð Donald Trump hafi ekki aðeins verið fjögurra ára blettur á sögu Bandaríkjanna, heldur muni hún draga dilk á eftir sér. Það sýni viðleitni þeirra dómara nú, sem Trump skipaði á meðan hann fór með stjórnartaumana. Sú staðreynd að drög að úrskurðinum hafi lekið sé til marks um að það ríki stríðsástand innan hæstaréttar Bandaríkjanna, segir Þorbjörg Sex dómararnir eru skipaðir af repúblikönum, þrír af demókrötum. „Þetta hefur aldrei gerst í sögu dómstólsins. Ég held að þessi leki þjóni ákveðnum tilgangi, sem er að skapa þrýsting á dómstólinn. Hvað þetta gæti þýtt? Ég held að þetta yrði í reynd þannig að Hæstiréttur Bandaríkjanna væri að segja sig úr lögum við hið siðaða samfélag ef þetta yrði niðurstaðan, því þetta er í reynd að afnema mannréttindi kvenna, rétt kvenna til að haga sínu lífi eins og þær sjálfar vilja og er ekkert annað en árás á konur,“ segir Þorbjörg. Gera má ráð fyrir því, ef ákvörðunin gengur í gegn, að löggjöf um þungunarrof verði bitbein fyrir sérhverjar kosningar í framhaldinu, enda munu ríkisstjórar hafa það í hendi sér að leggja bann við slíkum aðgerðum, að hluta til eða í heild. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Viðreisn Þungunarrof Tengdar fréttir Hæstiréttur hyggst snúa niðurstöðunni í Roe gegn Wade Það stefnir í öldu mótmæla í Bandaríkjunum eftir að Politico greindi frá því að hæstiréttur landsins hyggst snúa dómnum í máli Roe gegn Wade. Í umræddu máli komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að réttur kvenna til að gangast undir þungunarrof ætti stoð í stjórnarskrá landsins en íhaldsmenn hafa barist fyrir því í áratugi að fá dómnum hnekkt. 3. maí 2022 06:53 Vaktin: Útlit fyrir að þungunarrof verði bannað víða í Bandaríkjunum Fjölmiðlar vestanhafs greina nú frá því að hæstiréttur landsins hyggist ógilda niðurstöðuna í málinu Roe gegn Wade, sem tryggði konum réttinn til þungunarrofs. Fréttirnar byggja á áliti meirihlutans, sem virðist hafa verið lekið, en þar kemur fram að dómstóllinn vilji færa ákvörðunarvaldið um þungunarrof aftur til löggjafans. 3. maí 2022 08:06 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Sjá meira
Margir hafa orðið til þess að lýsa alvarlegum efasemdum um áform ákveðinna hæstaréttardómara í Bandaríkjunum um að fella úr gildi ákvörðun frá 1973. Sú ákvörðun, kennd við prófmálið Roe gegn Wade, tryggir konum stjórnarskrárvarða vernd frá ákvörðunum einstakra ríkja um að banna þungunarrof. Forseti Bandaríkjanna segist vona að ekki allir dómarar réttarins styðji hugmyndina, enda myndi niðurstaðan einnig breyta skilningi á friðhelgi einkalífs fólks almennt. „Ef þessi ákvörðun stendur er þetta ansi róttæk ákvörðun. Mun þetta þýða að í Flórída muni vera hægt að leiða í lög bann við hjónabandi fólks af sama kyni? Það er heildarmynd í þessu og þetta er grundvallarbreyting á réttarkerfi Bandaríkjanna,“ sagði Biden í samtali við fréttamenn í dag. Ævintýralegt bakslag að öllu leyti Í svipaðan streng tekur þingmaður Viðreisnar, sem var saksóknari áður en hún tók sæti á þingi. „Þetta eru stórkostlega alvarleg tíðindi og ævintýralegt bakslag að öllu leyti,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður. Þorbjörg bætir því við að þessi þróun sé til marks um að forsetatíð Donald Trump hafi ekki aðeins verið fjögurra ára blettur á sögu Bandaríkjanna, heldur muni hún draga dilk á eftir sér. Það sýni viðleitni þeirra dómara nú, sem Trump skipaði á meðan hann fór með stjórnartaumana. Sú staðreynd að drög að úrskurðinum hafi lekið sé til marks um að það ríki stríðsástand innan hæstaréttar Bandaríkjanna, segir Þorbjörg Sex dómararnir eru skipaðir af repúblikönum, þrír af demókrötum. „Þetta hefur aldrei gerst í sögu dómstólsins. Ég held að þessi leki þjóni ákveðnum tilgangi, sem er að skapa þrýsting á dómstólinn. Hvað þetta gæti þýtt? Ég held að þetta yrði í reynd þannig að Hæstiréttur Bandaríkjanna væri að segja sig úr lögum við hið siðaða samfélag ef þetta yrði niðurstaðan, því þetta er í reynd að afnema mannréttindi kvenna, rétt kvenna til að haga sínu lífi eins og þær sjálfar vilja og er ekkert annað en árás á konur,“ segir Þorbjörg. Gera má ráð fyrir því, ef ákvörðunin gengur í gegn, að löggjöf um þungunarrof verði bitbein fyrir sérhverjar kosningar í framhaldinu, enda munu ríkisstjórar hafa það í hendi sér að leggja bann við slíkum aðgerðum, að hluta til eða í heild.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Viðreisn Þungunarrof Tengdar fréttir Hæstiréttur hyggst snúa niðurstöðunni í Roe gegn Wade Það stefnir í öldu mótmæla í Bandaríkjunum eftir að Politico greindi frá því að hæstiréttur landsins hyggst snúa dómnum í máli Roe gegn Wade. Í umræddu máli komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að réttur kvenna til að gangast undir þungunarrof ætti stoð í stjórnarskrá landsins en íhaldsmenn hafa barist fyrir því í áratugi að fá dómnum hnekkt. 3. maí 2022 06:53 Vaktin: Útlit fyrir að þungunarrof verði bannað víða í Bandaríkjunum Fjölmiðlar vestanhafs greina nú frá því að hæstiréttur landsins hyggist ógilda niðurstöðuna í málinu Roe gegn Wade, sem tryggði konum réttinn til þungunarrofs. Fréttirnar byggja á áliti meirihlutans, sem virðist hafa verið lekið, en þar kemur fram að dómstóllinn vilji færa ákvörðunarvaldið um þungunarrof aftur til löggjafans. 3. maí 2022 08:06 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Sjá meira
Hæstiréttur hyggst snúa niðurstöðunni í Roe gegn Wade Það stefnir í öldu mótmæla í Bandaríkjunum eftir að Politico greindi frá því að hæstiréttur landsins hyggst snúa dómnum í máli Roe gegn Wade. Í umræddu máli komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að réttur kvenna til að gangast undir þungunarrof ætti stoð í stjórnarskrá landsins en íhaldsmenn hafa barist fyrir því í áratugi að fá dómnum hnekkt. 3. maí 2022 06:53
Vaktin: Útlit fyrir að þungunarrof verði bannað víða í Bandaríkjunum Fjölmiðlar vestanhafs greina nú frá því að hæstiréttur landsins hyggist ógilda niðurstöðuna í málinu Roe gegn Wade, sem tryggði konum réttinn til þungunarrofs. Fréttirnar byggja á áliti meirihlutans, sem virðist hafa verið lekið, en þar kemur fram að dómstóllinn vilji færa ákvörðunarvaldið um þungunarrof aftur til löggjafans. 3. maí 2022 08:06