Kannanir benda til mesta ósigurs Sjálfstæðismanna í borginni Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 4. maí 2022 07:01 Hildur Björnsdóttir leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í borginni. Sjálf kennir hún bankasölunni um lélegt fylgi flokksins í skoðanakönnunum. Prófessor í stjórnmálafræði er henni sammála þar. vísir/vilhelm Kannanir benda til sögulegs ósigurs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þegar innan við tvær vikur eru til kosninga. Þá hefur flokkurinn aldrei mælst lægri í þjóðarpúlsi Gallups þar sem stuðningur við ríkisstjórnina minnkar einnig verulega. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut rúmlega 24 prósent atkvæða í síðustu þingkosningum og hefur síðan mælst í þjóðarpúlsi Gallups í kring um 22 prósentin. En í síðasta púlsi dregur sannarlega til tíðinda. Flokkurinn mælist þar í fyrsta skipti undir 20 prósentum, sem væri langversta útkoma sem flokkurinn hefði fengið í kosningum. Hinir ríkisstjórnarflokkarnir tapa einnig fylgi og stuðningur við ríkisstjórnina dregst verulega saman milli mánaða; fer úr 61 prósenti niður í 47. Ekki Hildi að kenna En Sjálfstæðisflokkurinn virðist þó eini ríkisstjórnarflokkurinn sem þetta hefur áhrif á inn í komandi borgarstjórnarkosningar ef marka má kannanir. Þar mælist flokkurinn nú með 21 prósent fylgi. „Það er lækkun frá því fyrir mánuði þegar það var 25 prósent og langlíklegasta skýringin á þessu fylgistapi er auðvitað bankasölumálið,“ segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor emerítus við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Ef könnunin endurspeglar niðurstöður komandi kosninga yrði þetta mesti ósigur Sjálfstæðisflokksins í borginni frá upphafi en hann hefur lægst fengið rétt um 25 prósent í kosningunum 2014. Í síðustu kosningum fékk flokkurinn tæp 31 prósent. Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni en hún hefur sjálf kennt bankasölumálinu um lélegt fylgi í könnunum. Þarna er Ólafur henni sammála. „Ég held að það séu allar líkur á að þessi skýring Hildar sé rétt. Ég held að það að hún hafi tekið við forystusætinu skýri ekki þetta fylgistap.“ Lítið hægt að gera á tveimur vikum Hann segir þó allt stefna í mesta tap flokksins í borginni. Það sé fátt hægt að gera til að rífa fylgi upp um nokkur prósentustig tveimur vikum fyrir kosningar. Ólafur segir ekki alla von úti fyrir Sjálfstæðisflokksins. Það sjáist þó eiginlega aldrei að flokkur nái að rífa upp fylgi sitt um mörg prósentustig tveimur vikum fyrir kosningar.vísir/vilhelm „Margir spyrja að því en venjulega er fátt um svör. Það er mjög óvenjulegt að flokki takist að rífa fylgi upp á allra síðustu metrunum. Við höfum séð flokka rjúka upp en það hefur tekið lengri tíma,“ segir Ólafur. Og þó - Sjálfstæðisflokkurinn tók mikið stökk á skömmum tíma fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar 2018. Mældist í einni könnun fyrir Fréttablaðið 19 dögum fyrir kosningar með um 22 prósent, stukku upp í 26 tíu dögum síðar og enduðu loks með tæp 31 prósent í sjálfum kosningunum. Ólafur segir þetta þó afar sjaldgæf tilvik en nefnir eitt dæmi enn frá þingkosningunum í haust. Framsókn hafði þá mælst með 10 til 12 prósent í öllum könnunum í aðdraganda kosninganna. „En á tiltölulega mjög stuttum tíma, kannski tveimur vikum eða svo, þá fór hann úr þessum 12 prósentum í 17. Þannig að þetta er svo sem hægt,“ segir Ólafur. Þannig það er ekki öll von úti? „Aldrei öll von úti.“ Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hlaut rúmlega 24 prósent atkvæða í síðustu þingkosningum og hefur síðan mælst í þjóðarpúlsi Gallups í kring um 22 prósentin. En í síðasta púlsi dregur sannarlega til tíðinda. Flokkurinn mælist þar í fyrsta skipti undir 20 prósentum, sem væri langversta útkoma sem flokkurinn hefði fengið í kosningum. Hinir ríkisstjórnarflokkarnir tapa einnig fylgi og stuðningur við ríkisstjórnina dregst verulega saman milli mánaða; fer úr 61 prósenti niður í 47. Ekki Hildi að kenna En Sjálfstæðisflokkurinn virðist þó eini ríkisstjórnarflokkurinn sem þetta hefur áhrif á inn í komandi borgarstjórnarkosningar ef marka má kannanir. Þar mælist flokkurinn nú með 21 prósent fylgi. „Það er lækkun frá því fyrir mánuði þegar það var 25 prósent og langlíklegasta skýringin á þessu fylgistapi er auðvitað bankasölumálið,“ segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor emerítus við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Ef könnunin endurspeglar niðurstöður komandi kosninga yrði þetta mesti ósigur Sjálfstæðisflokksins í borginni frá upphafi en hann hefur lægst fengið rétt um 25 prósent í kosningunum 2014. Í síðustu kosningum fékk flokkurinn tæp 31 prósent. Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni en hún hefur sjálf kennt bankasölumálinu um lélegt fylgi í könnunum. Þarna er Ólafur henni sammála. „Ég held að það séu allar líkur á að þessi skýring Hildar sé rétt. Ég held að það að hún hafi tekið við forystusætinu skýri ekki þetta fylgistap.“ Lítið hægt að gera á tveimur vikum Hann segir þó allt stefna í mesta tap flokksins í borginni. Það sé fátt hægt að gera til að rífa fylgi upp um nokkur prósentustig tveimur vikum fyrir kosningar. Ólafur segir ekki alla von úti fyrir Sjálfstæðisflokksins. Það sjáist þó eiginlega aldrei að flokkur nái að rífa upp fylgi sitt um mörg prósentustig tveimur vikum fyrir kosningar.vísir/vilhelm „Margir spyrja að því en venjulega er fátt um svör. Það er mjög óvenjulegt að flokki takist að rífa fylgi upp á allra síðustu metrunum. Við höfum séð flokka rjúka upp en það hefur tekið lengri tíma,“ segir Ólafur. Og þó - Sjálfstæðisflokkurinn tók mikið stökk á skömmum tíma fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar 2018. Mældist í einni könnun fyrir Fréttablaðið 19 dögum fyrir kosningar með um 22 prósent, stukku upp í 26 tíu dögum síðar og enduðu loks með tæp 31 prósent í sjálfum kosningunum. Ólafur segir þetta þó afar sjaldgæf tilvik en nefnir eitt dæmi enn frá þingkosningunum í haust. Framsókn hafði þá mælst með 10 til 12 prósent í öllum könnunum í aðdraganda kosninganna. „En á tiltölulega mjög stuttum tíma, kannski tveimur vikum eða svo, þá fór hann úr þessum 12 prósentum í 17. Þannig að þetta er svo sem hægt,“ segir Ólafur. Þannig það er ekki öll von úti? „Aldrei öll von úti.“
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira