Hvað veist þú um þína hagsmuni? Einar G. Harðarson skrifar 3. maí 2022 11:00 Í tilefni af 1. maí. Efnahagsmál heimsins eru flestum almennum manni nokkuð hulin. Gæti verið að hluti þeirra séu hulin af ástæðu; þeirri ástæðu að ef fólkið vissi hvað er í raun að gerast myndu þau vilja skipta sér af þó ekki væri nema með því að kjósa öðruvísi. Hverjir eru svo í raun stjórnvöld?Hver er ástæðan á bak við stríð? Hvernig halda fyrirtæki frá almenningi raunverulegum sannleika á bak við viðskipti? Stríðið í Úkraínu er dæmi um upplýsingaflæði til almennings sem, varlega áætlað, er bjagað. Hvers vegna er Julian Assange í fangelsi fyrir að greina frá stríðsglæpum Bandaríkjamanna? Undanfarna tugi ára hafa Evrópa og Norður Ameríka verið ráðandi öfl í heiminum með US$ í farabroddi. Gjaldmiðillin USdollar heldur utan um 70% allra viðskipta í heiminum. Á sama tíma stækka þessi lönd yfirráðasvæði sín í austur með eflingu NATO. Ef NATO er varnarbandalag, af hverju að stækka svæðið? Er það ekki merki um að vilja stærra yfirráðasvæði, með öðrum orðum landvinninga? Kína, Rússland og Indland, ásamt restinni af austurlöndum, eru búin að þola yfirgang áðurnefndra ríkja í áratugi. Nú sjá ríki í austri að illa er að fara í efnahagsmálum. Til dæmis með prentun peninga í stórum stíl, með þeim afleiðingum að verðbólga er nú meiri en nokkru sinni fyrr í öllum löndum Norður Ameríku og Evrópu. Prentun á US$ frá árinu 1913 til 2007 numu 1 trilljón dala en frá 2007 til 2022 voru prentaðir um 10 trilljón dalir. Þessi prentun peninga er að þynna út gjaldeyri vesturvelda. Nú hafa seðlabankar landanna þriggja í austri gefið út eða eru að gefa út rafmyntir CBDC, Central Bank Digital Currency. Þessi mynt er nú notuð í milliríkjaviðskiptum þjóðanna í billjónum bandaríkjadala talið. Vægi US$ er hraðbyrgði að minnka. Lönd eru að breyta myntkörfu sinni þannig að US$ og Evra hafa minna vægi en áður og sérstaklega hefur kínverska Juanið aukist. Viðskiptaþvinganir á Rússland í formi peninga og peningaflutninga SWIFT hafa æ minna vægi því rafmynt er nú notuð.Vesturveldin með Bandaríki Norður Ameríku í fararbroddi skella við skollaeyrum og hafa misleitt umræðu um rafmyntir. Ástæðan er sú að rafmyntir eru ódýrari í rekstri, framleiðslu og léttari í viðskiptum á milli landa, fyrirtækja og einstaklinga. Andspyrnan er bankakerfið. Bankakerfið hagnast á hverju ári um stærri upphæðir en hægt er að nefna. „Allir“ þingmenn USA eru milljónamæringar og að auki bakkaðir upp af einhverjum banka. Að öðrum kosti komast þeir ekki á þing. Verum minnug þess að Mark Zuckerberg ætlaði að stofna rafmyntina Líbru í Bandaríkjunum 2018 en var niðurlægður af bandarískri þingnefnd sem sagði hann vera að eyðileggja bandaríska efnahagskerfið. Hann færði uppbyggingu sína á rafmyntinni til Sviss og er henni haldið leyndri. Það er ekkert óeðlilegt við það að bankar og efnafólk haldi upplýsingum af þessu tagi frá almenningi en Það er ótrúlegt að verkalýðsfélög séu ekki að skoða þessi mál af mikilli alvöru. Breyting á peningakerfinu geta verið meiri kjarabætur en margir síðustu kjarasamningar samanlagt. Vitað er að rafmynt verður og er mun ódýrari í rekstri en venjulegur gjaldmiðill og spáð er að á milli 80-90% banka muni hætta rekstri eftir að rafmynt kemur í almenna notkun. Og hún mun koma, af sömu ástæðu og vatn rennur til sjávar. Austurlönd eru að færa sig í þessa átt hraðar en fyrr, m.a. vegna þess að Rússar þurfa að leysa sín greiðsluvandamál. Hagsmunir venjulegs fólks eru í húfi. Rekstur þriggja banka skilar 100 milljörðum í hagnað á Íslandi á einu ári og þá á eftir að draga frá allan rekstrarkostnað, vexti, afskriftir ofl. Hverjir hagnast mest á óbreyttri efnahagstefnu? Jú, eigendur banka og efnahagskerfisins hvers sem það er í raun.Því lengur sem fjölmiðlar, bankar og yfirvöld halda upplýsingum frá almenningi þá fitna bankarnir eins og fjóspúkinn á bitanum. Þegar niðursveiflan kemur verður hún hraðari og sársaukameiri. Breytingarnar á núverandi fyrirkomulagi verða mestar og bestar fyrir almenning. Undir því fyrirkomulagi sem ríkir í dag, t.d. með prentun peninga, verða ríkir ríkari og fátækir fátækari. Höfundur er löggiltur fasteignasali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar G. Harðarson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í tilefni af 1. maí. Efnahagsmál heimsins eru flestum almennum manni nokkuð hulin. Gæti verið að hluti þeirra séu hulin af ástæðu; þeirri ástæðu að ef fólkið vissi hvað er í raun að gerast myndu þau vilja skipta sér af þó ekki væri nema með því að kjósa öðruvísi. Hverjir eru svo í raun stjórnvöld?Hver er ástæðan á bak við stríð? Hvernig halda fyrirtæki frá almenningi raunverulegum sannleika á bak við viðskipti? Stríðið í Úkraínu er dæmi um upplýsingaflæði til almennings sem, varlega áætlað, er bjagað. Hvers vegna er Julian Assange í fangelsi fyrir að greina frá stríðsglæpum Bandaríkjamanna? Undanfarna tugi ára hafa Evrópa og Norður Ameríka verið ráðandi öfl í heiminum með US$ í farabroddi. Gjaldmiðillin USdollar heldur utan um 70% allra viðskipta í heiminum. Á sama tíma stækka þessi lönd yfirráðasvæði sín í austur með eflingu NATO. Ef NATO er varnarbandalag, af hverju að stækka svæðið? Er það ekki merki um að vilja stærra yfirráðasvæði, með öðrum orðum landvinninga? Kína, Rússland og Indland, ásamt restinni af austurlöndum, eru búin að þola yfirgang áðurnefndra ríkja í áratugi. Nú sjá ríki í austri að illa er að fara í efnahagsmálum. Til dæmis með prentun peninga í stórum stíl, með þeim afleiðingum að verðbólga er nú meiri en nokkru sinni fyrr í öllum löndum Norður Ameríku og Evrópu. Prentun á US$ frá árinu 1913 til 2007 numu 1 trilljón dala en frá 2007 til 2022 voru prentaðir um 10 trilljón dalir. Þessi prentun peninga er að þynna út gjaldeyri vesturvelda. Nú hafa seðlabankar landanna þriggja í austri gefið út eða eru að gefa út rafmyntir CBDC, Central Bank Digital Currency. Þessi mynt er nú notuð í milliríkjaviðskiptum þjóðanna í billjónum bandaríkjadala talið. Vægi US$ er hraðbyrgði að minnka. Lönd eru að breyta myntkörfu sinni þannig að US$ og Evra hafa minna vægi en áður og sérstaklega hefur kínverska Juanið aukist. Viðskiptaþvinganir á Rússland í formi peninga og peningaflutninga SWIFT hafa æ minna vægi því rafmynt er nú notuð.Vesturveldin með Bandaríki Norður Ameríku í fararbroddi skella við skollaeyrum og hafa misleitt umræðu um rafmyntir. Ástæðan er sú að rafmyntir eru ódýrari í rekstri, framleiðslu og léttari í viðskiptum á milli landa, fyrirtækja og einstaklinga. Andspyrnan er bankakerfið. Bankakerfið hagnast á hverju ári um stærri upphæðir en hægt er að nefna. „Allir“ þingmenn USA eru milljónamæringar og að auki bakkaðir upp af einhverjum banka. Að öðrum kosti komast þeir ekki á þing. Verum minnug þess að Mark Zuckerberg ætlaði að stofna rafmyntina Líbru í Bandaríkjunum 2018 en var niðurlægður af bandarískri þingnefnd sem sagði hann vera að eyðileggja bandaríska efnahagskerfið. Hann færði uppbyggingu sína á rafmyntinni til Sviss og er henni haldið leyndri. Það er ekkert óeðlilegt við það að bankar og efnafólk haldi upplýsingum af þessu tagi frá almenningi en Það er ótrúlegt að verkalýðsfélög séu ekki að skoða þessi mál af mikilli alvöru. Breyting á peningakerfinu geta verið meiri kjarabætur en margir síðustu kjarasamningar samanlagt. Vitað er að rafmynt verður og er mun ódýrari í rekstri en venjulegur gjaldmiðill og spáð er að á milli 80-90% banka muni hætta rekstri eftir að rafmynt kemur í almenna notkun. Og hún mun koma, af sömu ástæðu og vatn rennur til sjávar. Austurlönd eru að færa sig í þessa átt hraðar en fyrr, m.a. vegna þess að Rússar þurfa að leysa sín greiðsluvandamál. Hagsmunir venjulegs fólks eru í húfi. Rekstur þriggja banka skilar 100 milljörðum í hagnað á Íslandi á einu ári og þá á eftir að draga frá allan rekstrarkostnað, vexti, afskriftir ofl. Hverjir hagnast mest á óbreyttri efnahagstefnu? Jú, eigendur banka og efnahagskerfisins hvers sem það er í raun.Því lengur sem fjölmiðlar, bankar og yfirvöld halda upplýsingum frá almenningi þá fitna bankarnir eins og fjóspúkinn á bitanum. Þegar niðursveiflan kemur verður hún hraðari og sársaukameiri. Breytingarnar á núverandi fyrirkomulagi verða mestar og bestar fyrir almenning. Undir því fyrirkomulagi sem ríkir í dag, t.d. með prentun peninga, verða ríkir ríkari og fátækir fátækari. Höfundur er löggiltur fasteignasali.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar