Sjáðu markasúpuna í Víkinni og dramatíkina á Dalvík Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. maí 2022 10:00 Emil Atlason er kominn með fjögur mörk í Bestu deildinni. vísir/Hulda Margrét Einn magnaðasti leikur seinni ára fór fram í Víkinni í gær þegar Stjarnan vann Íslands- og bikarmeistara Víkings, 4-5, í 3. umferð Bestu deildar karla. Alls voru sextán mörk skoruð í þremur leikjum í gær. Emil Atlason og Kristall Máni Ingason skoruðu báðir þrennu í Víkinni í gær. Emil var þó öllu sáttari eftir leik enda fóru Stjörnumenn heim í Garðabæinn með öll þrjú stigin. Nikolaj Hansen, markakóngur síðasta tímabils, kom Víkingi yfir strax á 3. mínútu. En eftir þrjú mörk á tíu mínútum, tvö frá Emil og eitt frá Adolf Daða Birgissyni, komst Stjarnan í 1-3. Kristall skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks og staðan því 2-3 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Eggert Aron Guðmundsson skoraði fjórða mark gestanna á 65. mínútu en Kristall minnkaði muninn í 3-4 úr vítaspyrnu þremur mínútum síðar. Emil kom Stjörnunni aftur tveimur mörkum yfir á 74. mínútu en Kristall skoraði svo síðasta mark leiksins sex mínútum síðar. Lokatölur 4-5, Stjörnunni í vil í ótrúlegum leik. Klippa: Víkingur 4-5 Stjarnan Fram fékk sitt fyrsta stig á tímabilinu þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við ÍA í Safamýrinni. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik. Guðmundur Magnússon kom Fram yfir á 23. mínútu en Eyþór Aron Wöhler jafnaði fyrir ÍA fjórum mínútum fyrir hálfleik með sínu fyrsta marki í efstu deild. Klippa: Fram 1-1 ÍA Tvíburarnir Þorri Mar og Nökkvi Þeyr Þórissynir voru hetjur KA þegar liðið vann 3-2 endurkomusigur á Keflavík. KA-menn eru með fullt hús stiga eftir þrjá leiki á meðan Keflvíkingar hafa tapað öllum fjórum leikjum sínum. Þorri kom KA yfir á 42. mínútu en Ingimundur Aron Guðnason jafnaði í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Á 68. mínútu komust gestirnir yfir þökk sé marki færeyska framherjans Patriks Johannesen. Það virtist ætla að duga Keflavík til sigurs en Nökkvi var á öðru máli. Hann jafnaði úr víti á 87. mínútu og á lokamínútunni skoraði hann sigurmark KA. Nökkvi og Þorri eru frá Dalvík, þar sem leikurinn í gær fór fram, og virtust kunna vel við sig á gamla heimavellinum. Klippa: KA 3-2 Keflavík Besta deild karla Víkingur Reykjavík Stjarnan Fram ÍA KA Keflavík ÍF Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Sjá meira
Emil Atlason og Kristall Máni Ingason skoruðu báðir þrennu í Víkinni í gær. Emil var þó öllu sáttari eftir leik enda fóru Stjörnumenn heim í Garðabæinn með öll þrjú stigin. Nikolaj Hansen, markakóngur síðasta tímabils, kom Víkingi yfir strax á 3. mínútu. En eftir þrjú mörk á tíu mínútum, tvö frá Emil og eitt frá Adolf Daða Birgissyni, komst Stjarnan í 1-3. Kristall skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks og staðan því 2-3 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Eggert Aron Guðmundsson skoraði fjórða mark gestanna á 65. mínútu en Kristall minnkaði muninn í 3-4 úr vítaspyrnu þremur mínútum síðar. Emil kom Stjörnunni aftur tveimur mörkum yfir á 74. mínútu en Kristall skoraði svo síðasta mark leiksins sex mínútum síðar. Lokatölur 4-5, Stjörnunni í vil í ótrúlegum leik. Klippa: Víkingur 4-5 Stjarnan Fram fékk sitt fyrsta stig á tímabilinu þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við ÍA í Safamýrinni. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik. Guðmundur Magnússon kom Fram yfir á 23. mínútu en Eyþór Aron Wöhler jafnaði fyrir ÍA fjórum mínútum fyrir hálfleik með sínu fyrsta marki í efstu deild. Klippa: Fram 1-1 ÍA Tvíburarnir Þorri Mar og Nökkvi Þeyr Þórissynir voru hetjur KA þegar liðið vann 3-2 endurkomusigur á Keflavík. KA-menn eru með fullt hús stiga eftir þrjá leiki á meðan Keflvíkingar hafa tapað öllum fjórum leikjum sínum. Þorri kom KA yfir á 42. mínútu en Ingimundur Aron Guðnason jafnaði í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Á 68. mínútu komust gestirnir yfir þökk sé marki færeyska framherjans Patriks Johannesen. Það virtist ætla að duga Keflavík til sigurs en Nökkvi var á öðru máli. Hann jafnaði úr víti á 87. mínútu og á lokamínútunni skoraði hann sigurmark KA. Nökkvi og Þorri eru frá Dalvík, þar sem leikurinn í gær fór fram, og virtust kunna vel við sig á gamla heimavellinum. Klippa: KA 3-2 Keflavík
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Stjarnan Fram ÍA KA Keflavík ÍF Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Sjá meira