Vaktin: Útlit fyrir að þungunarrof verði bannað víða í Bandaríkjunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. maí 2022 08:06 Mótmælendur streymdu að Hæstarétti í gærkvöldi og nótt til að mótmæla meirihlutaálitinu. AP/Alex Brandon Fjölmiðlar vestanhafs greina nú frá því að hæstiréttur landsins hyggist ógilda niðurstöðuna í málinu Roe gegn Wade, sem tryggði konum réttinn til þungunarrofs. Fréttirnar byggja á áliti meirihlutans, sem virðist hafa verið lekið, en þar kemur fram að dómstóllinn vilji færa ákvörðunarvaldið um þungunarrof aftur til löggjafans. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar mun fylgjast með þróun mála fram eftir degi. Helstu tíðindi: Miðillinn Politico greindi frá því í gær að hann hefði undir höndum meirihlutaálit hæstaréttar í málinu Dobbs gegn Jackson Women's Health Organization, þar sem umfjöllunarefnið er löggjöf í Mississippi sem bannar þungunarrof eftir 15. viku meðgöngu. Í álitinu segir að það sé tímabært að snúa niðurstöðunni í málinu Roe gegn Wade. Svo virðist sem meirihlutaálitinu hafi verið leikið, sem er fordæmalaust í sögu dómstólsins. Fréttirnar hafa vakið bæði reiði og fögnuð vestanhafs, þar sem þungunarrof eru meðal þeirra mála sem hafa klofið bandarísku þjóðina í áratugi. Meirihlut Bandaríkjamanna er þó fylgjandi því að konur eigi að hafa rétt til að ráða yfir eigin líkama og velja að gangast undir þungunarrof. Ríkisstjórar í sextán ríkjum hafa heitið því að tryggja áfram aðgengi kvenna að þungunarrofi en ráðamenn úr röðum repúblikana lofa því að leggja blátt bann við þungunarrofi. Ef meirihlutaálitið stendur er ljóst að þungunarrof verða bönnuð víða í Bandaríkjunum. Boðað hefur verið til mótmæla um allt land.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar mun fylgjast með þróun mála fram eftir degi. Helstu tíðindi: Miðillinn Politico greindi frá því í gær að hann hefði undir höndum meirihlutaálit hæstaréttar í málinu Dobbs gegn Jackson Women's Health Organization, þar sem umfjöllunarefnið er löggjöf í Mississippi sem bannar þungunarrof eftir 15. viku meðgöngu. Í álitinu segir að það sé tímabært að snúa niðurstöðunni í málinu Roe gegn Wade. Svo virðist sem meirihlutaálitinu hafi verið leikið, sem er fordæmalaust í sögu dómstólsins. Fréttirnar hafa vakið bæði reiði og fögnuð vestanhafs, þar sem þungunarrof eru meðal þeirra mála sem hafa klofið bandarísku þjóðina í áratugi. Meirihlut Bandaríkjamanna er þó fylgjandi því að konur eigi að hafa rétt til að ráða yfir eigin líkama og velja að gangast undir þungunarrof. Ríkisstjórar í sextán ríkjum hafa heitið því að tryggja áfram aðgengi kvenna að þungunarrofi en ráðamenn úr röðum repúblikana lofa því að leggja blátt bann við þungunarrofi. Ef meirihlutaálitið stendur er ljóst að þungunarrof verða bönnuð víða í Bandaríkjunum. Boðað hefur verið til mótmæla um allt land.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mannréttindi Þungunarrof Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira