Vildi freista þess að ná 300 kílómetrum: „Ég var ekki orðin dauð, alls ekki“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 2. maí 2022 21:31 Mari Järsk hljóp 288 kílómetra og er á leiðinni á heimsmótið í bakgarðshlaupi í október fyrir hönd Íslands. Mynd/Guðmundur Freyr Jónsson Stjórnandi Náttúruhlaupa segir engan hafa átt von á því að bakgarðshlaupið um helgina myndi standa yfir eins lengi og það gerði. Fyrra Íslandsmet í hlaupinu kolféll þar sem Mari Järsk hljóp rúma 288 kílómetra á innan við tveimur sólarhringum. Þrátt fyrir glæsilegan árangur segir Mari að hún hefði getað farið lengra, helst vildi hún ná 300 kílómetrum. Á annað hundrað manns hófu keppni klukkan níu á laugardagsmorgninum en á klukkutímafresti fóru hlauparar 6,7 kílómetra hring um Öskjuhlíðina. Fyrsta bakgarðshlaupið var haustið 2020 í Heiðmörk og var það haldið í annað sinn um haustið í fyrra en í ár var ákveðið að halda vorhlaup í Öskjuhlíðinni. „Hlaupaleiðin er náttúrulega bara algjörlega geggjuð, þetta er blanda svona blanda af stígum og malbiki og nánast allir hlauparar töluðu um það hvað þetta væri skemmtileg leið,“ segir Elísabet Margeirsdóttir, einn stjórnandi Náttúruhlaupa, en hún segir mikilvægt að leiðin sé góð til að fólk nenni að hlaupa hana oft. Veðrið lék við hlaupara á laugardeginum og klukkan níu á sunnudagsmorgun, eftir 24 hringi, voru fjórir hlauparar eftir. Þá fóru stjórnendur Náttúruhlaupa að huga að því að pakka saman, enda höfðu fyrri bakgarðshlaup aðeins farið upp í 25 hringi. Elísabet Margeirsdóttir, einn af stjórnendum Bakgarðshlaupa Náttúruhlaupa.Vísir/Sigurjón „Við sáum fram á að það væri séns að fara upp í 30 hringi, þetta fólk gæti það, þeir sem voru skráðir til leiks, en við áttum aldrei von á að þau myndu halda þetta svona út,“ segir Elísabet. Aðeins tveir voru eftir þegar 31. hringurinn hófst en þau áttu eftir að halda áfram töluvert lengur. „Við bara trúðum þessu ekki og við vorum bara á leiðinni að pakka saman eftir hvern hring,“ segir Elísabet. Erfiðara að stoppa heldur en að hlaupa Það var ekki fyrr en klukkan fjögur í nótt sem hlaupinu lauk eftir 43 hringi en það var hlauparinn Mari Järsk sem bar sigur úr býtum, annað árið í röð. Þorleifur Þorleifsson, sigurvegari hlaupsins árið 2020, lenti í öðru sæti en hann sneri við eftir 15 mínútur af 43. hringnum. En hvernig er það að hlaupa 288 kílómetra á 43 klukkutímum? „Það er bara ógeðslega gaman,“ segir Mari létt í bragði en hún viðurkennir þó að það hafi ekki verið létt. „Auðvitað verður þetta erfitt einhverjum tímapunkti, mjög svo. En svo bara koma vinir manns og peppa mann áfram þannig það verður allt í lagi.“ Hún segir það þó hafa verið erfiðast að þurfa að bíða eftir að næsti hringur myndi hefjast. „Á meðan ég hljóp þá leið mér ágætlega og ég gat alltaf sagt hausnum á mér að ég gæti þetta, en um leið og ég var komin í pásu þá var svo erfitt að fara aftur af stað. Mig langaði bara að sitjast og ekki standa aftur upp,“ segir hún. Ætlar að borða og sofa í dag Hún segist engan veginn hafa búist við því að hlaupið myndi halda áfram eins lengi og það gerði en þrátt fyrir þreytuna segist hún hafa viljað ná lengra. „Ég hefði alveg viljað ná upp í 300. Það er svona flottari tala, og ég held að ég hefði náð því. Ég var ekki orðin dauð, alls ekki,“ segir Mari og hlær en þetta er það lengsta sem hún hefur hlaupið hingað til. Hún segist ætla að taka sér pásu frá hlaupi næsta mánuðinn til að hvíla líkamann. Mari var merkilega létt í bragði þegar fréttastofa náði tali af henni í dag. Vísir/Sigurjón Heimsmetið í Bakgarðshlaupi er tæplega 570 kílómetrar, eða 85 hringir, en Mari fær annað tækifæri til að komast nær metinu þegar hún fer á heimskeppnina í október. Alls fara fimmtán manns frá Íslandi í keppnina en Mari tryggði sér sæti í íslenska liðinu með sigri um helgina og segist hún spennt að taka þátt. Næsta bakgarðshlaup Náttúruh hér á landi fer þó fram í september og er þar eitt laust pláss í liðið. En hvað tekur við hjá Mari í dag? „Í dag ætla ég að borða og sofa, ég opna öll skilaboðin bara á morgun eða eitthvað,“ segir hún og hlær. Hlaup Reykjavík Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Illt alls staðar og vaknaði á gólfinu heima hjá sér Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa lauk í nótt þar sem hlaupakonan Mari Jaersk bar sigur úr býtum. Hún segist hafa verið mjög þreytt á tímabili en að það hafi einfaldlega ekki staðið til boða að gefast upp. 2. maí 2022 12:32 Einvígi Mari og Þorleifs heldur áfram eftir 255 kílómetra Keppnishlaupið Bakgarður 101 stendur enn yfir og kláruðu Mari Jaersk og Þorleifur Þorleifsson hring númer 38 skömmu fyrir klukkan ellefu. Þar með hafa þau hlaupið 254,6 kílómetra á seinustu 37 klukkustundum en keppnin hófst klukkan tíu í gærmorgun. Þau hlaupa nú hring 39 en keppninni lýkur ekki fyrr en einn keppandi stendur eftir. 1. maí 2022 23:33 Standa tvö eftir í Bakgarði 101 og hafa hlaupið yfir 221 kílómetra Tveir keppendur standa eftir í keppnishlaupinu Bakgarður 101 af þeim 122 sem hófu leik í klukkan tíu í gærmorgun. Bæði Mari Jaersk og Þorleifur Þorleifsson hafa nú klárað 33. hringinn sinn og eru byrjuð á þeim næsta. Þar með eru þau búin að hlaupa rúman 221,1 kílómetra frá því að keppnin hófst. 1. maí 2022 18:27 Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Fleiri fréttir Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Eftirmaður Belichicks rekinn eftir aðeins eitt tímabil Annað enskt barn heimsmeistari Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Hlín endursamdi við Kristianstad Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, snóker, íshokkí og enski boltinn Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Sjá meira
Á annað hundrað manns hófu keppni klukkan níu á laugardagsmorgninum en á klukkutímafresti fóru hlauparar 6,7 kílómetra hring um Öskjuhlíðina. Fyrsta bakgarðshlaupið var haustið 2020 í Heiðmörk og var það haldið í annað sinn um haustið í fyrra en í ár var ákveðið að halda vorhlaup í Öskjuhlíðinni. „Hlaupaleiðin er náttúrulega bara algjörlega geggjuð, þetta er blanda svona blanda af stígum og malbiki og nánast allir hlauparar töluðu um það hvað þetta væri skemmtileg leið,“ segir Elísabet Margeirsdóttir, einn stjórnandi Náttúruhlaupa, en hún segir mikilvægt að leiðin sé góð til að fólk nenni að hlaupa hana oft. Veðrið lék við hlaupara á laugardeginum og klukkan níu á sunnudagsmorgun, eftir 24 hringi, voru fjórir hlauparar eftir. Þá fóru stjórnendur Náttúruhlaupa að huga að því að pakka saman, enda höfðu fyrri bakgarðshlaup aðeins farið upp í 25 hringi. Elísabet Margeirsdóttir, einn af stjórnendum Bakgarðshlaupa Náttúruhlaupa.Vísir/Sigurjón „Við sáum fram á að það væri séns að fara upp í 30 hringi, þetta fólk gæti það, þeir sem voru skráðir til leiks, en við áttum aldrei von á að þau myndu halda þetta svona út,“ segir Elísabet. Aðeins tveir voru eftir þegar 31. hringurinn hófst en þau áttu eftir að halda áfram töluvert lengur. „Við bara trúðum þessu ekki og við vorum bara á leiðinni að pakka saman eftir hvern hring,“ segir Elísabet. Erfiðara að stoppa heldur en að hlaupa Það var ekki fyrr en klukkan fjögur í nótt sem hlaupinu lauk eftir 43 hringi en það var hlauparinn Mari Järsk sem bar sigur úr býtum, annað árið í röð. Þorleifur Þorleifsson, sigurvegari hlaupsins árið 2020, lenti í öðru sæti en hann sneri við eftir 15 mínútur af 43. hringnum. En hvernig er það að hlaupa 288 kílómetra á 43 klukkutímum? „Það er bara ógeðslega gaman,“ segir Mari létt í bragði en hún viðurkennir þó að það hafi ekki verið létt. „Auðvitað verður þetta erfitt einhverjum tímapunkti, mjög svo. En svo bara koma vinir manns og peppa mann áfram þannig það verður allt í lagi.“ Hún segir það þó hafa verið erfiðast að þurfa að bíða eftir að næsti hringur myndi hefjast. „Á meðan ég hljóp þá leið mér ágætlega og ég gat alltaf sagt hausnum á mér að ég gæti þetta, en um leið og ég var komin í pásu þá var svo erfitt að fara aftur af stað. Mig langaði bara að sitjast og ekki standa aftur upp,“ segir hún. Ætlar að borða og sofa í dag Hún segist engan veginn hafa búist við því að hlaupið myndi halda áfram eins lengi og það gerði en þrátt fyrir þreytuna segist hún hafa viljað ná lengra. „Ég hefði alveg viljað ná upp í 300. Það er svona flottari tala, og ég held að ég hefði náð því. Ég var ekki orðin dauð, alls ekki,“ segir Mari og hlær en þetta er það lengsta sem hún hefur hlaupið hingað til. Hún segist ætla að taka sér pásu frá hlaupi næsta mánuðinn til að hvíla líkamann. Mari var merkilega létt í bragði þegar fréttastofa náði tali af henni í dag. Vísir/Sigurjón Heimsmetið í Bakgarðshlaupi er tæplega 570 kílómetrar, eða 85 hringir, en Mari fær annað tækifæri til að komast nær metinu þegar hún fer á heimskeppnina í október. Alls fara fimmtán manns frá Íslandi í keppnina en Mari tryggði sér sæti í íslenska liðinu með sigri um helgina og segist hún spennt að taka þátt. Næsta bakgarðshlaup Náttúruh hér á landi fer þó fram í september og er þar eitt laust pláss í liðið. En hvað tekur við hjá Mari í dag? „Í dag ætla ég að borða og sofa, ég opna öll skilaboðin bara á morgun eða eitthvað,“ segir hún og hlær.
Hlaup Reykjavík Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Illt alls staðar og vaknaði á gólfinu heima hjá sér Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa lauk í nótt þar sem hlaupakonan Mari Jaersk bar sigur úr býtum. Hún segist hafa verið mjög þreytt á tímabili en að það hafi einfaldlega ekki staðið til boða að gefast upp. 2. maí 2022 12:32 Einvígi Mari og Þorleifs heldur áfram eftir 255 kílómetra Keppnishlaupið Bakgarður 101 stendur enn yfir og kláruðu Mari Jaersk og Þorleifur Þorleifsson hring númer 38 skömmu fyrir klukkan ellefu. Þar með hafa þau hlaupið 254,6 kílómetra á seinustu 37 klukkustundum en keppnin hófst klukkan tíu í gærmorgun. Þau hlaupa nú hring 39 en keppninni lýkur ekki fyrr en einn keppandi stendur eftir. 1. maí 2022 23:33 Standa tvö eftir í Bakgarði 101 og hafa hlaupið yfir 221 kílómetra Tveir keppendur standa eftir í keppnishlaupinu Bakgarður 101 af þeim 122 sem hófu leik í klukkan tíu í gærmorgun. Bæði Mari Jaersk og Þorleifur Þorleifsson hafa nú klárað 33. hringinn sinn og eru byrjuð á þeim næsta. Þar með eru þau búin að hlaupa rúman 221,1 kílómetra frá því að keppnin hófst. 1. maí 2022 18:27 Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Fleiri fréttir Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Eftirmaður Belichicks rekinn eftir aðeins eitt tímabil Annað enskt barn heimsmeistari Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Hlín endursamdi við Kristianstad Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, snóker, íshokkí og enski boltinn Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Sjá meira
Illt alls staðar og vaknaði á gólfinu heima hjá sér Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa lauk í nótt þar sem hlaupakonan Mari Jaersk bar sigur úr býtum. Hún segist hafa verið mjög þreytt á tímabili en að það hafi einfaldlega ekki staðið til boða að gefast upp. 2. maí 2022 12:32
Einvígi Mari og Þorleifs heldur áfram eftir 255 kílómetra Keppnishlaupið Bakgarður 101 stendur enn yfir og kláruðu Mari Jaersk og Þorleifur Þorleifsson hring númer 38 skömmu fyrir klukkan ellefu. Þar með hafa þau hlaupið 254,6 kílómetra á seinustu 37 klukkustundum en keppnin hófst klukkan tíu í gærmorgun. Þau hlaupa nú hring 39 en keppninni lýkur ekki fyrr en einn keppandi stendur eftir. 1. maí 2022 23:33
Standa tvö eftir í Bakgarði 101 og hafa hlaupið yfir 221 kílómetra Tveir keppendur standa eftir í keppnishlaupinu Bakgarður 101 af þeim 122 sem hófu leik í klukkan tíu í gærmorgun. Bæði Mari Jaersk og Þorleifur Þorleifsson hafa nú klárað 33. hringinn sinn og eru byrjuð á þeim næsta. Þar með eru þau búin að hlaupa rúman 221,1 kílómetra frá því að keppnin hófst. 1. maí 2022 18:27