Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar
Edda Andrésdóttir segir fréttir klukkan 18:30.
Edda Andrésdóttir segir fréttir klukkan 18:30. Stöð 2

Stýrivexti gætu hækkað um allt að eitt prósentustig í vikunni ef spár bankanna ganga eftir. Formaður VR segir slíkt koma sér gríðarlega illa fyrir heimilin í landinu og biðlar til peningastefnunefndar að finna aðrar leiðir.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Við skoðum einnig nýja Maskínukönnun á fylgi flokkanna. Meirihlutinn heldur velli samkvæmt henni og Sjálfstæðisflokkur tapar þremur borgarfulltrúum.

Sendiherra Georgíu gagnvart Íslandi segir mikilvægt að þau fái aðild að Atlantshafsbandalaginu, ekki síst í ljósi stríðsins í Úkraínu. Ljóst sé að fleiri lönd séu í hættu takist ekki að stöðva Rússa. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Þá fylgjumst við með réttarhöldum í meiðyrðamáli tónlistarmannsins Ingólfs Þórarinssonar sem fóru fram í héraðsdómi í dag, hittum hlaupara sem sem tók þátt í 288 kílómetra hlaupi um helgina og verðum í beinni frá Akranesi þar sem strandveiði stendur yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×