Ísland getur ekki fallið úr Þjóðadeildinni og Portúgal fær EM-sæti Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2022 16:59 Íslenska karlalandsliðið í fótbolta dróst í riðil með Rússlandi sem hefur verið bannað frá keppni. Getty/Mario Hommes UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur tilkynnt um nokkrar ákvarðanir varðandi landslið Rússa vegna innrásarinnar í Úkraínu. Ein af ákvörðunum snertir Ísland með beinum hætti því Rússland og Ísland drógust saman í riðil í B-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta karla og áttu að mætast þar í sumar. UEFA hafði áður gefið út að Rússum yrði bannað að spila leiki í alþjóðlegum keppnum, bæði félagsliða og landsliða. Samkvæmt ákvörðun dagsins er svo orðið endanlega ljóst núna að Rússar munu því enda í 4. og neðsta sæti riðilsins sem Ísland er í í Þjóðadeildinni. Það þýðir jafnframt að Arnar Þór Viðarsson og lærisveinar hans þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af hættu á að falla niður í C-deild. Það verður hlutskipti Rússa. Ísland mun hins vegar spila við Ísrael og Albaníu, og það lið sem endar efst í riðlinum kemst upp í A-deild, þar sem Ísland spilaði á fyrstu tveimur leiktíðunum í Þjóðadeildinni ásamt bestu landsliðum Evrópu. Portúgal á EM í stað Rússlands UEFA tilkynnti einnig að Portúgal kæmi inn á EM kvenna í Englandi í sumar, í C-riðilinn, í stað Rússlands. Komist Ísland upp úr sínum riðli, D-riðli, mætir Ísland liði úr C-riðli í 8-liða úrslitum og nú er ljóst að það yrði þá eitthvert þessara liða; Holland, Svíþjóð, Sviss eða Portúgal. Þá hefur verið ákveðið að ógilda úrslit Rússlands í undankeppni HM kvenna og EM U21-landsliða karla. Rússnesk félagslið fá ekki að leika í Evrópukeppnum á næstu leiktíð. Þetta þýðir til að mynda að Skotlandsmeistarar þessa árs, sennilega Celtic, fara beint í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í haust. Þá hefur Rússum formlega verið bannað að halda EM 2028 eða 2032 en rússneska knattspyrnusambandið sótti um að fá að halda mótin. Þjóðadeild UEFA Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Fleiri fréttir „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Sjá meira
Ein af ákvörðunum snertir Ísland með beinum hætti því Rússland og Ísland drógust saman í riðil í B-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta karla og áttu að mætast þar í sumar. UEFA hafði áður gefið út að Rússum yrði bannað að spila leiki í alþjóðlegum keppnum, bæði félagsliða og landsliða. Samkvæmt ákvörðun dagsins er svo orðið endanlega ljóst núna að Rússar munu því enda í 4. og neðsta sæti riðilsins sem Ísland er í í Þjóðadeildinni. Það þýðir jafnframt að Arnar Þór Viðarsson og lærisveinar hans þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af hættu á að falla niður í C-deild. Það verður hlutskipti Rússa. Ísland mun hins vegar spila við Ísrael og Albaníu, og það lið sem endar efst í riðlinum kemst upp í A-deild, þar sem Ísland spilaði á fyrstu tveimur leiktíðunum í Þjóðadeildinni ásamt bestu landsliðum Evrópu. Portúgal á EM í stað Rússlands UEFA tilkynnti einnig að Portúgal kæmi inn á EM kvenna í Englandi í sumar, í C-riðilinn, í stað Rússlands. Komist Ísland upp úr sínum riðli, D-riðli, mætir Ísland liði úr C-riðli í 8-liða úrslitum og nú er ljóst að það yrði þá eitthvert þessara liða; Holland, Svíþjóð, Sviss eða Portúgal. Þá hefur verið ákveðið að ógilda úrslit Rússlands í undankeppni HM kvenna og EM U21-landsliða karla. Rússnesk félagslið fá ekki að leika í Evrópukeppnum á næstu leiktíð. Þetta þýðir til að mynda að Skotlandsmeistarar þessa árs, sennilega Celtic, fara beint í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í haust. Þá hefur Rússum formlega verið bannað að halda EM 2028 eða 2032 en rússneska knattspyrnusambandið sótti um að fá að halda mótin.
Þjóðadeild UEFA Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Fleiri fréttir „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Sjá meira