Ísland getur ekki fallið úr Þjóðadeildinni og Portúgal fær EM-sæti Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2022 16:59 Íslenska karlalandsliðið í fótbolta dróst í riðil með Rússlandi sem hefur verið bannað frá keppni. Getty/Mario Hommes UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur tilkynnt um nokkrar ákvarðanir varðandi landslið Rússa vegna innrásarinnar í Úkraínu. Ein af ákvörðunum snertir Ísland með beinum hætti því Rússland og Ísland drógust saman í riðil í B-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta karla og áttu að mætast þar í sumar. UEFA hafði áður gefið út að Rússum yrði bannað að spila leiki í alþjóðlegum keppnum, bæði félagsliða og landsliða. Samkvæmt ákvörðun dagsins er svo orðið endanlega ljóst núna að Rússar munu því enda í 4. og neðsta sæti riðilsins sem Ísland er í í Þjóðadeildinni. Það þýðir jafnframt að Arnar Þór Viðarsson og lærisveinar hans þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af hættu á að falla niður í C-deild. Það verður hlutskipti Rússa. Ísland mun hins vegar spila við Ísrael og Albaníu, og það lið sem endar efst í riðlinum kemst upp í A-deild, þar sem Ísland spilaði á fyrstu tveimur leiktíðunum í Þjóðadeildinni ásamt bestu landsliðum Evrópu. Portúgal á EM í stað Rússlands UEFA tilkynnti einnig að Portúgal kæmi inn á EM kvenna í Englandi í sumar, í C-riðilinn, í stað Rússlands. Komist Ísland upp úr sínum riðli, D-riðli, mætir Ísland liði úr C-riðli í 8-liða úrslitum og nú er ljóst að það yrði þá eitthvert þessara liða; Holland, Svíþjóð, Sviss eða Portúgal. Þá hefur verið ákveðið að ógilda úrslit Rússlands í undankeppni HM kvenna og EM U21-landsliða karla. Rússnesk félagslið fá ekki að leika í Evrópukeppnum á næstu leiktíð. Þetta þýðir til að mynda að Skotlandsmeistarar þessa árs, sennilega Celtic, fara beint í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í haust. Þá hefur Rússum formlega verið bannað að halda EM 2028 eða 2032 en rússneska knattspyrnusambandið sótti um að fá að halda mótin. Þjóðadeild UEFA Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Sjá meira
Ein af ákvörðunum snertir Ísland með beinum hætti því Rússland og Ísland drógust saman í riðil í B-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta karla og áttu að mætast þar í sumar. UEFA hafði áður gefið út að Rússum yrði bannað að spila leiki í alþjóðlegum keppnum, bæði félagsliða og landsliða. Samkvæmt ákvörðun dagsins er svo orðið endanlega ljóst núna að Rússar munu því enda í 4. og neðsta sæti riðilsins sem Ísland er í í Þjóðadeildinni. Það þýðir jafnframt að Arnar Þór Viðarsson og lærisveinar hans þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af hættu á að falla niður í C-deild. Það verður hlutskipti Rússa. Ísland mun hins vegar spila við Ísrael og Albaníu, og það lið sem endar efst í riðlinum kemst upp í A-deild, þar sem Ísland spilaði á fyrstu tveimur leiktíðunum í Þjóðadeildinni ásamt bestu landsliðum Evrópu. Portúgal á EM í stað Rússlands UEFA tilkynnti einnig að Portúgal kæmi inn á EM kvenna í Englandi í sumar, í C-riðilinn, í stað Rússlands. Komist Ísland upp úr sínum riðli, D-riðli, mætir Ísland liði úr C-riðli í 8-liða úrslitum og nú er ljóst að það yrði þá eitthvert þessara liða; Holland, Svíþjóð, Sviss eða Portúgal. Þá hefur verið ákveðið að ógilda úrslit Rússlands í undankeppni HM kvenna og EM U21-landsliða karla. Rússnesk félagslið fá ekki að leika í Evrópukeppnum á næstu leiktíð. Þetta þýðir til að mynda að Skotlandsmeistarar þessa árs, sennilega Celtic, fara beint í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í haust. Þá hefur Rússum formlega verið bannað að halda EM 2028 eða 2032 en rússneska knattspyrnusambandið sótti um að fá að halda mótin.
Þjóðadeild UEFA Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Sjá meira