Öryggismiðstöðin hlýtur Þekkingarverðlaun FVH Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. maí 2022 10:10 Stjórnendur Öryggismiðstöðvarinnar ánægð með verðlaunin. Frá vinstri: Ómar Brynjólfsson, Auður Lilja Davíðsdóttir, Ragnar Jónsson og Ómar Örn Jónsson. FVH Öryggismiðstöðin hlýtur Þekkingarverðlaun Félags viðskipta- og hagfræðinga árið 2022. Í ár voru verðlaunin veitt því fyrirtæki sem að mati dómnefndar þótti hafa sýnt einstaka aðlögunarhæfni á umbrotatímum. FVH veitir verðlaunin en það var Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson sem afhenti verðlaunin. „Við hvarf um 120 starfa á flugvellinum í upphafi COVID faraldursins lagðist Öryggismiðstöðin yfir það hvaða möguleika á útvíkkun starfsemi það hefði til að halda öllum starfsmönnum áfram í vinnu. Fyrirtækið tók að sér margvísleg verkefni sem tengdust COVID en meðal stærri verkefna var sýnataka fyrir heilbrigðisyfirvöld auk þess sem fyrirtækið opnaði 4 sýnatökustöðvar fyrir hraðpróf. Þó að flestum verkefnum tengdum COVID sé lokið hefur myndast ný þekking innan fyrirtækisins tengd heilbrigðislausnum og þjónustu sem veitir fyrirtækinu frekari tækifæri til vaxtar á því sviði,“ segir í mati dómnefndar. „Við erum stolt af því að hafa tekið þátt í að halda samfélaginu gangandi á þessum umbrotatímum þar sem hægt var með stuttum fyrirvara að þjálfa og sinna sýnatökum, halda landamærunum opnum og á seinni stigum afgreitt hundruði þúsunda hraðprófa í tengslum við fjölbreytta viðburði víðsvegar í samfélaginu. Stefnan er einfaldlega sú að þekking og lausnir sem COVID árin færðu okkur verði mjög áþreifanlegur og verulegur hluti af starfsemi Öryggismiðstöðvarinnar til styttri og ekki síður lengri framtíðar,“ segir Ragnar Þór Jónsson forstjóri Öryggismiðstöðvarinnar. Fjöldi tilnefninga barst og voru Öryggismiðstöðin auk Lyfju og Friðheima í úrslitum en þau tvö síðarnefndu hlutu viðurkenningu í vali. Það var mat dómnefndar að öll þrjú fyrirtækin hefðu sýnt mikla aðlögunarhæfni á umbrotatímum og hvert með sínu lagi sýnt umhyggju og útsjónarsemi í viðbrögðum sínum. Í dómnefnd sátu Helga Valfells stofnandi og eigandi Crowberry Capital, Þór Sigfússon stofnandi sjávarklasans, Ólöf Skaftadóttir ristjóri Innherja, Bjarni Herrera framkvæmdastjóri hjá CICERO og stjórnarmaður í FVH ásamt Telmu Eir Aðalsteinsdóttur framkvæmdastjóri FVH. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Fleiri fréttir Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum Sjá meira
„Við hvarf um 120 starfa á flugvellinum í upphafi COVID faraldursins lagðist Öryggismiðstöðin yfir það hvaða möguleika á útvíkkun starfsemi það hefði til að halda öllum starfsmönnum áfram í vinnu. Fyrirtækið tók að sér margvísleg verkefni sem tengdust COVID en meðal stærri verkefna var sýnataka fyrir heilbrigðisyfirvöld auk þess sem fyrirtækið opnaði 4 sýnatökustöðvar fyrir hraðpróf. Þó að flestum verkefnum tengdum COVID sé lokið hefur myndast ný þekking innan fyrirtækisins tengd heilbrigðislausnum og þjónustu sem veitir fyrirtækinu frekari tækifæri til vaxtar á því sviði,“ segir í mati dómnefndar. „Við erum stolt af því að hafa tekið þátt í að halda samfélaginu gangandi á þessum umbrotatímum þar sem hægt var með stuttum fyrirvara að þjálfa og sinna sýnatökum, halda landamærunum opnum og á seinni stigum afgreitt hundruði þúsunda hraðprófa í tengslum við fjölbreytta viðburði víðsvegar í samfélaginu. Stefnan er einfaldlega sú að þekking og lausnir sem COVID árin færðu okkur verði mjög áþreifanlegur og verulegur hluti af starfsemi Öryggismiðstöðvarinnar til styttri og ekki síður lengri framtíðar,“ segir Ragnar Þór Jónsson forstjóri Öryggismiðstöðvarinnar. Fjöldi tilnefninga barst og voru Öryggismiðstöðin auk Lyfju og Friðheima í úrslitum en þau tvö síðarnefndu hlutu viðurkenningu í vali. Það var mat dómnefndar að öll þrjú fyrirtækin hefðu sýnt mikla aðlögunarhæfni á umbrotatímum og hvert með sínu lagi sýnt umhyggju og útsjónarsemi í viðbrögðum sínum. Í dómnefnd sátu Helga Valfells stofnandi og eigandi Crowberry Capital, Þór Sigfússon stofnandi sjávarklasans, Ólöf Skaftadóttir ristjóri Innherja, Bjarni Herrera framkvæmdastjóri hjá CICERO og stjórnarmaður í FVH ásamt Telmu Eir Aðalsteinsdóttur framkvæmdastjóri FVH.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Fleiri fréttir Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum Sjá meira