Sigurður Gunnar sá fyrsti til að fara í úrslitaeinvígi með fjórum félögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. maí 2022 15:00 Sigurður Gunnar Þorsteinsson fagnar með Tindastólsliðinu í vetur en hann þekkir það vel að fara langt í úrslitakeppninni. Vísir/Bára Dröfn Það fór ekkert á milli mála að Sigurður Gunnar Þorsteinsson ætlaði sér að komast í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta um helgina. Sigurður Gunnar fór á kostum og átti sinn besta leik í úrslitakeppninni í þar þegar Tindastóll sendi deildarmeistara Njarðvíkur í sumarfrí með 89-83 sigri í Síkinu. Sigurður Gunnar var með 20 stig, 9 fráköst og 8 fiskaðar villur á tæpum 25 mínútum en þetta var í fyrsta sinn sem hann skorar tuttugu stig í Tindastólsbúningnum. Sigurður Gunnar þekkir það vel að komast í úrslitaeinvígið en þetta verður það sjöunda hjá honum á ferlinum. Það sem meira er að nú endurskrifar hann söguna með því að setja merkilegt met. Sigurður Gunnar verður nefnilega sá fyrsti til að fara í úrslitaeinvígi í úrslitakeppni karla með fjórum félögum. Jú Stólarnir eru ekki fyrsta liðið sem njóta góðs af því að vera með Sigurð Gunnar í sínu liði. Nökkvi Már Jónsson hefur átt þetta met síðan að hann fór í úrslitin með KR árið 1998. Nökkvi hafði áður farið fjórum sinnum í úrslitaeinvígið með Keflavík og tvisvar með Grindavík. Hann átti eftir að fara í úrslit tvisvar í viðbót með Grindavík. Á árunum 1989 til 1998 náði Nökkvi hins vegar að spila um Íslandsmeistaratitilinn sjö sinnum á aðeins tíu tímabilum. Sigurður Gunnar jafnaði met Nökkva þegar hann komst í úrslitin með ÍR-ingum fyrir þremur árum síðar en ÍR varð þá að sætta sig við tap í oddaleik á móti KR. Sigurður Gunnar hafði aftur á móti náð því að verða Íslandsmeistari með bæði Keflavík (2008) og Grindavík (2012 og 2013) auk þess að fara líka í lokaúrslitin 2010 (með Keflavík) og 2014 (með Grindavík). Nökkvi náði ekki að vinna titilinn með Grindavík eða KR. Það hafa nokkrir leikmenn náð því að vinna Íslandsmeistaratitilinn með tveimur félögum í úrslitakeppni en enginn hefur gert það með þremur félögum. Sigurður Gunnar fær því tækifæri til að setja annað met í þessari úrslitakeppni takist honum og félögum hans að vinna Valsmenn í úrslitaeinvígi Subway deildarinnar en einvígið hefst núna á föstudagskvöldið kemur. Úrslitaeinvígi Sigurðar Gunnars Þorsteinssonar á ferlinum: 2008: Íslandsmeistari með Keflavík 2010: Silfur með Keflavík 2012: Íslandsmeistari með Grindavík 2013: Íslandsmeistari með Grindavík 2014: Silfur með Grindavík 2019: Silfur með ÍR 2022: Gull eða silfur með Tindastól Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira
Sigurður Gunnar fór á kostum og átti sinn besta leik í úrslitakeppninni í þar þegar Tindastóll sendi deildarmeistara Njarðvíkur í sumarfrí með 89-83 sigri í Síkinu. Sigurður Gunnar var með 20 stig, 9 fráköst og 8 fiskaðar villur á tæpum 25 mínútum en þetta var í fyrsta sinn sem hann skorar tuttugu stig í Tindastólsbúningnum. Sigurður Gunnar þekkir það vel að komast í úrslitaeinvígið en þetta verður það sjöunda hjá honum á ferlinum. Það sem meira er að nú endurskrifar hann söguna með því að setja merkilegt met. Sigurður Gunnar verður nefnilega sá fyrsti til að fara í úrslitaeinvígi í úrslitakeppni karla með fjórum félögum. Jú Stólarnir eru ekki fyrsta liðið sem njóta góðs af því að vera með Sigurð Gunnar í sínu liði. Nökkvi Már Jónsson hefur átt þetta met síðan að hann fór í úrslitin með KR árið 1998. Nökkvi hafði áður farið fjórum sinnum í úrslitaeinvígið með Keflavík og tvisvar með Grindavík. Hann átti eftir að fara í úrslit tvisvar í viðbót með Grindavík. Á árunum 1989 til 1998 náði Nökkvi hins vegar að spila um Íslandsmeistaratitilinn sjö sinnum á aðeins tíu tímabilum. Sigurður Gunnar jafnaði met Nökkva þegar hann komst í úrslitin með ÍR-ingum fyrir þremur árum síðar en ÍR varð þá að sætta sig við tap í oddaleik á móti KR. Sigurður Gunnar hafði aftur á móti náð því að verða Íslandsmeistari með bæði Keflavík (2008) og Grindavík (2012 og 2013) auk þess að fara líka í lokaúrslitin 2010 (með Keflavík) og 2014 (með Grindavík). Nökkvi náði ekki að vinna titilinn með Grindavík eða KR. Það hafa nokkrir leikmenn náð því að vinna Íslandsmeistaratitilinn með tveimur félögum í úrslitakeppni en enginn hefur gert það með þremur félögum. Sigurður Gunnar fær því tækifæri til að setja annað met í þessari úrslitakeppni takist honum og félögum hans að vinna Valsmenn í úrslitaeinvígi Subway deildarinnar en einvígið hefst núna á föstudagskvöldið kemur. Úrslitaeinvígi Sigurðar Gunnars Þorsteinssonar á ferlinum: 2008: Íslandsmeistari með Keflavík 2010: Silfur með Keflavík 2012: Íslandsmeistari með Grindavík 2013: Íslandsmeistari með Grindavík 2014: Silfur með Grindavík 2019: Silfur með ÍR 2022: Gull eða silfur með Tindastól
Úrslitaeinvígi Sigurðar Gunnars Þorsteinssonar á ferlinum: 2008: Íslandsmeistari með Keflavík 2010: Silfur með Keflavík 2012: Íslandsmeistari með Grindavík 2013: Íslandsmeistari með Grindavík 2014: Silfur með Grindavík 2019: Silfur með ÍR 2022: Gull eða silfur með Tindastól
Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira