Sigurður Gunnar sá fyrsti til að fara í úrslitaeinvígi með fjórum félögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. maí 2022 15:00 Sigurður Gunnar Þorsteinsson fagnar með Tindastólsliðinu í vetur en hann þekkir það vel að fara langt í úrslitakeppninni. Vísir/Bára Dröfn Það fór ekkert á milli mála að Sigurður Gunnar Þorsteinsson ætlaði sér að komast í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta um helgina. Sigurður Gunnar fór á kostum og átti sinn besta leik í úrslitakeppninni í þar þegar Tindastóll sendi deildarmeistara Njarðvíkur í sumarfrí með 89-83 sigri í Síkinu. Sigurður Gunnar var með 20 stig, 9 fráköst og 8 fiskaðar villur á tæpum 25 mínútum en þetta var í fyrsta sinn sem hann skorar tuttugu stig í Tindastólsbúningnum. Sigurður Gunnar þekkir það vel að komast í úrslitaeinvígið en þetta verður það sjöunda hjá honum á ferlinum. Það sem meira er að nú endurskrifar hann söguna með því að setja merkilegt met. Sigurður Gunnar verður nefnilega sá fyrsti til að fara í úrslitaeinvígi í úrslitakeppni karla með fjórum félögum. Jú Stólarnir eru ekki fyrsta liðið sem njóta góðs af því að vera með Sigurð Gunnar í sínu liði. Nökkvi Már Jónsson hefur átt þetta met síðan að hann fór í úrslitin með KR árið 1998. Nökkvi hafði áður farið fjórum sinnum í úrslitaeinvígið með Keflavík og tvisvar með Grindavík. Hann átti eftir að fara í úrslit tvisvar í viðbót með Grindavík. Á árunum 1989 til 1998 náði Nökkvi hins vegar að spila um Íslandsmeistaratitilinn sjö sinnum á aðeins tíu tímabilum. Sigurður Gunnar jafnaði met Nökkva þegar hann komst í úrslitin með ÍR-ingum fyrir þremur árum síðar en ÍR varð þá að sætta sig við tap í oddaleik á móti KR. Sigurður Gunnar hafði aftur á móti náð því að verða Íslandsmeistari með bæði Keflavík (2008) og Grindavík (2012 og 2013) auk þess að fara líka í lokaúrslitin 2010 (með Keflavík) og 2014 (með Grindavík). Nökkvi náði ekki að vinna titilinn með Grindavík eða KR. Það hafa nokkrir leikmenn náð því að vinna Íslandsmeistaratitilinn með tveimur félögum í úrslitakeppni en enginn hefur gert það með þremur félögum. Sigurður Gunnar fær því tækifæri til að setja annað met í þessari úrslitakeppni takist honum og félögum hans að vinna Valsmenn í úrslitaeinvígi Subway deildarinnar en einvígið hefst núna á föstudagskvöldið kemur. Úrslitaeinvígi Sigurðar Gunnars Þorsteinssonar á ferlinum: 2008: Íslandsmeistari með Keflavík 2010: Silfur með Keflavík 2012: Íslandsmeistari með Grindavík 2013: Íslandsmeistari með Grindavík 2014: Silfur með Grindavík 2019: Silfur með ÍR 2022: Gull eða silfur með Tindastól Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti Í beinni: Brighton - Man. City | Tapar City fjórða leiknum í röð? Enski boltinn Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Leik lokið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Enski boltinn Fleiri fréttir „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Leik lokið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sjá meira
Sigurður Gunnar fór á kostum og átti sinn besta leik í úrslitakeppninni í þar þegar Tindastóll sendi deildarmeistara Njarðvíkur í sumarfrí með 89-83 sigri í Síkinu. Sigurður Gunnar var með 20 stig, 9 fráköst og 8 fiskaðar villur á tæpum 25 mínútum en þetta var í fyrsta sinn sem hann skorar tuttugu stig í Tindastólsbúningnum. Sigurður Gunnar þekkir það vel að komast í úrslitaeinvígið en þetta verður það sjöunda hjá honum á ferlinum. Það sem meira er að nú endurskrifar hann söguna með því að setja merkilegt met. Sigurður Gunnar verður nefnilega sá fyrsti til að fara í úrslitaeinvígi í úrslitakeppni karla með fjórum félögum. Jú Stólarnir eru ekki fyrsta liðið sem njóta góðs af því að vera með Sigurð Gunnar í sínu liði. Nökkvi Már Jónsson hefur átt þetta met síðan að hann fór í úrslitin með KR árið 1998. Nökkvi hafði áður farið fjórum sinnum í úrslitaeinvígið með Keflavík og tvisvar með Grindavík. Hann átti eftir að fara í úrslit tvisvar í viðbót með Grindavík. Á árunum 1989 til 1998 náði Nökkvi hins vegar að spila um Íslandsmeistaratitilinn sjö sinnum á aðeins tíu tímabilum. Sigurður Gunnar jafnaði met Nökkva þegar hann komst í úrslitin með ÍR-ingum fyrir þremur árum síðar en ÍR varð þá að sætta sig við tap í oddaleik á móti KR. Sigurður Gunnar hafði aftur á móti náð því að verða Íslandsmeistari með bæði Keflavík (2008) og Grindavík (2012 og 2013) auk þess að fara líka í lokaúrslitin 2010 (með Keflavík) og 2014 (með Grindavík). Nökkvi náði ekki að vinna titilinn með Grindavík eða KR. Það hafa nokkrir leikmenn náð því að vinna Íslandsmeistaratitilinn með tveimur félögum í úrslitakeppni en enginn hefur gert það með þremur félögum. Sigurður Gunnar fær því tækifæri til að setja annað met í þessari úrslitakeppni takist honum og félögum hans að vinna Valsmenn í úrslitaeinvígi Subway deildarinnar en einvígið hefst núna á föstudagskvöldið kemur. Úrslitaeinvígi Sigurðar Gunnars Þorsteinssonar á ferlinum: 2008: Íslandsmeistari með Keflavík 2010: Silfur með Keflavík 2012: Íslandsmeistari með Grindavík 2013: Íslandsmeistari með Grindavík 2014: Silfur með Grindavík 2019: Silfur með ÍR 2022: Gull eða silfur með Tindastól
Úrslitaeinvígi Sigurðar Gunnars Þorsteinssonar á ferlinum: 2008: Íslandsmeistari með Keflavík 2010: Silfur með Keflavík 2012: Íslandsmeistari með Grindavík 2013: Íslandsmeistari með Grindavík 2014: Silfur með Grindavík 2019: Silfur með ÍR 2022: Gull eða silfur með Tindastól
Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti Í beinni: Brighton - Man. City | Tapar City fjórða leiknum í röð? Enski boltinn Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Leik lokið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Enski boltinn Fleiri fréttir „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Leik lokið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum