Átján ára strákur nálgast heimsmet Usain Bolt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. maí 2022 11:00 Erriyon Knighton stóð sig vel á Ólympíuleikunum síðasta sumar og var hársbreidd frá því að komast á verðlaunapall þá aðeins sautján ára gamall. Getty/Christian Petersen Erriyon Knighton er nafn sem fólk fer að heyra miklu meira af í framtíðinni en þetta er ekkert venjulegt spretthlauparaefni. Knighton er átján ára Bandaríkjamaður, fæddur 2004, sem sérhæfir sig í 100 og 200 metra hlaupum. Það er í því síðarnefnda þar sem hann er þegar byrjaður að koma sér í í metabækurnar. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Knighton varð síðasta sumar yngsti frjálsíþróttamaður Bandaríkjamanna frá 1964 til að keppa á Ólympíuleikum. Það sumar sló hann heimsmet unglinga í 200 metra hlaupi sem var einmitt áður í eigu Usain Bolt. Bolt hafði sautján ára gamall hlaupið á 19,93 sekúndum en í methlaupi sínu í fyrra þá kom Knighton í mark á 19,84 sekúndum. Það er sú staðreynd sem hefur auðvitað kallað á samanburð við Bolt sem vann átta gull á Ólympíuleikum þar af 100 og 200 metra hlaupið á þremur leikum í röð frá 2008 til 2016. Um helgina nálgaðist Knighton enn frekar heimsmet Usain Bolt í fullorðinsflokki. Hann gerði það með því að hlaupa 200 metrana á 19,49 sekúndum. Þetta er fjórði besti tími sögunnar og jafnframt hraðasti tími síðan á Ólympíuleikunum í London árið 2012. Þá var Knighton bara átta ára gamall þegar Bolt kom í mark á 19,32 sekúndum. Heimsmet Usain Bolt er hlaup hans á heimsmeistaramótinu í Berlín 2009 sem var upp á 19,19 sekúndur. Aðeins Bolt (19,19 sekúndur), Yohan Blake (19,26) og Michael Johnson (19,32) hafa nú hlaupið hraðar í 200 metra hlaupi en Erriyon Knighton. Knighton endaði fjórði á Ólympíuleikunum í fyrra en er líklegur til að vera fastagestur á verðlaunapallinum næsta áratuginn með sama áframhaldi. Frjálsar íþróttir Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kauða Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Sjá meira
Knighton er átján ára Bandaríkjamaður, fæddur 2004, sem sérhæfir sig í 100 og 200 metra hlaupum. Það er í því síðarnefnda þar sem hann er þegar byrjaður að koma sér í í metabækurnar. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Knighton varð síðasta sumar yngsti frjálsíþróttamaður Bandaríkjamanna frá 1964 til að keppa á Ólympíuleikum. Það sumar sló hann heimsmet unglinga í 200 metra hlaupi sem var einmitt áður í eigu Usain Bolt. Bolt hafði sautján ára gamall hlaupið á 19,93 sekúndum en í methlaupi sínu í fyrra þá kom Knighton í mark á 19,84 sekúndum. Það er sú staðreynd sem hefur auðvitað kallað á samanburð við Bolt sem vann átta gull á Ólympíuleikum þar af 100 og 200 metra hlaupið á þremur leikum í röð frá 2008 til 2016. Um helgina nálgaðist Knighton enn frekar heimsmet Usain Bolt í fullorðinsflokki. Hann gerði það með því að hlaupa 200 metrana á 19,49 sekúndum. Þetta er fjórði besti tími sögunnar og jafnframt hraðasti tími síðan á Ólympíuleikunum í London árið 2012. Þá var Knighton bara átta ára gamall þegar Bolt kom í mark á 19,32 sekúndum. Heimsmet Usain Bolt er hlaup hans á heimsmeistaramótinu í Berlín 2009 sem var upp á 19,19 sekúndur. Aðeins Bolt (19,19 sekúndur), Yohan Blake (19,26) og Michael Johnson (19,32) hafa nú hlaupið hraðar í 200 metra hlaupi en Erriyon Knighton. Knighton endaði fjórði á Ólympíuleikunum í fyrra en er líklegur til að vera fastagestur á verðlaunapallinum næsta áratuginn með sama áframhaldi.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kauða Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Sjá meira