Átján ára strákur nálgast heimsmet Usain Bolt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. maí 2022 11:00 Erriyon Knighton stóð sig vel á Ólympíuleikunum síðasta sumar og var hársbreidd frá því að komast á verðlaunapall þá aðeins sautján ára gamall. Getty/Christian Petersen Erriyon Knighton er nafn sem fólk fer að heyra miklu meira af í framtíðinni en þetta er ekkert venjulegt spretthlauparaefni. Knighton er átján ára Bandaríkjamaður, fæddur 2004, sem sérhæfir sig í 100 og 200 metra hlaupum. Það er í því síðarnefnda þar sem hann er þegar byrjaður að koma sér í í metabækurnar. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Knighton varð síðasta sumar yngsti frjálsíþróttamaður Bandaríkjamanna frá 1964 til að keppa á Ólympíuleikum. Það sumar sló hann heimsmet unglinga í 200 metra hlaupi sem var einmitt áður í eigu Usain Bolt. Bolt hafði sautján ára gamall hlaupið á 19,93 sekúndum en í methlaupi sínu í fyrra þá kom Knighton í mark á 19,84 sekúndum. Það er sú staðreynd sem hefur auðvitað kallað á samanburð við Bolt sem vann átta gull á Ólympíuleikum þar af 100 og 200 metra hlaupið á þremur leikum í röð frá 2008 til 2016. Um helgina nálgaðist Knighton enn frekar heimsmet Usain Bolt í fullorðinsflokki. Hann gerði það með því að hlaupa 200 metrana á 19,49 sekúndum. Þetta er fjórði besti tími sögunnar og jafnframt hraðasti tími síðan á Ólympíuleikunum í London árið 2012. Þá var Knighton bara átta ára gamall þegar Bolt kom í mark á 19,32 sekúndum. Heimsmet Usain Bolt er hlaup hans á heimsmeistaramótinu í Berlín 2009 sem var upp á 19,19 sekúndur. Aðeins Bolt (19,19 sekúndur), Yohan Blake (19,26) og Michael Johnson (19,32) hafa nú hlaupið hraðar í 200 metra hlaupi en Erriyon Knighton. Knighton endaði fjórði á Ólympíuleikunum í fyrra en er líklegur til að vera fastagestur á verðlaunapallinum næsta áratuginn með sama áframhaldi. Frjálsar íþróttir Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Sjá meira
Knighton er átján ára Bandaríkjamaður, fæddur 2004, sem sérhæfir sig í 100 og 200 metra hlaupum. Það er í því síðarnefnda þar sem hann er þegar byrjaður að koma sér í í metabækurnar. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Knighton varð síðasta sumar yngsti frjálsíþróttamaður Bandaríkjamanna frá 1964 til að keppa á Ólympíuleikum. Það sumar sló hann heimsmet unglinga í 200 metra hlaupi sem var einmitt áður í eigu Usain Bolt. Bolt hafði sautján ára gamall hlaupið á 19,93 sekúndum en í methlaupi sínu í fyrra þá kom Knighton í mark á 19,84 sekúndum. Það er sú staðreynd sem hefur auðvitað kallað á samanburð við Bolt sem vann átta gull á Ólympíuleikum þar af 100 og 200 metra hlaupið á þremur leikum í röð frá 2008 til 2016. Um helgina nálgaðist Knighton enn frekar heimsmet Usain Bolt í fullorðinsflokki. Hann gerði það með því að hlaupa 200 metrana á 19,49 sekúndum. Þetta er fjórði besti tími sögunnar og jafnframt hraðasti tími síðan á Ólympíuleikunum í London árið 2012. Þá var Knighton bara átta ára gamall þegar Bolt kom í mark á 19,32 sekúndum. Heimsmet Usain Bolt er hlaup hans á heimsmeistaramótinu í Berlín 2009 sem var upp á 19,19 sekúndur. Aðeins Bolt (19,19 sekúndur), Yohan Blake (19,26) og Michael Johnson (19,32) hafa nú hlaupið hraðar í 200 metra hlaupi en Erriyon Knighton. Knighton endaði fjórði á Ólympíuleikunum í fyrra en er líklegur til að vera fastagestur á verðlaunapallinum næsta áratuginn með sama áframhaldi.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Sjá meira