Kanna hvort hægt sé að færa starfsemi leikskóla tímabundið í gamla Moggahúsið Atli Ísleifsson skrifar 2. maí 2022 07:39 Vinnumálastofnun færði nýverið starfsemi sína úr Kringlunni 1 vegna myglu og skemmda á efri hæðum hússins. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurborg kannar nú hvort hægt sé að færa starfsemi leikskólans Sunnuás við Langholtsveg í Reykjavík tímabundið á neðstu hæð í gamla Morgunblaðshúsinu í Kringlunni 1 á meðan á framkvæmdum stendur við leikskólann. Vinnumálastofnun færði nýverið starfsemi sína úr húsinu vegna myglu og skemmda á efri hæðum hússins. Helgi Grímsson, sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að borgin hafi verið að leita að heppilegu húsnæði á svæðinu og að eitt af þeim húsnæðum sem séu til skoðunar sé neðsta hæðin í Kringlunni. Starfsmenn á vegum borgarinnar og verkfræðistofunnar Eflu hafa verið að störfum á staðnum síðustu daga til að kanna stöðuna á húsnæðinu, loftgæðin og fleira, áður en endanleg ákvörðun verður tekin. Hann segist reikna með að niðurstaða liggi fyrir um miðja þessa viku. Efri hæðirnar ekki í lagi Vinnumálastofnun var áður í húsnæðinu en flutti starfsemi sína nýlega á Grensásveg vegna slæms ásigkomulags húsnæðisins þar sem mygla hafði greinst. Helgi segir borgina vera fullkunnugt um stöðuna á húsinu. „Þetta er nokkurra hæða hús og við vitum að einhverjar hæðir í húsinu voru ekki í góðu lagi. Þetta slæma ástand er ekki alls staðar í húsinu. Þegar við erum að færa starfsemi þá reynum við alltaf að tryggja að húsnæðið sé í lagi. En þessi rýni stendur nú yfir til að tryggja að við séum ekki að færa starfsemina yfir í eitthvað húsnæði sem stendur tæpt,“ segir Helgi. Hann segist vona til að hægt verði að finna hentugt húsnæði sem allra fyrst, til að hægt sé að ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir við Sunnuás sem allra fyrst. „Það er nauðsynlegt að nýta sumartímann í svona framkvæmdir til að rask verði sem minnst fyrir börn, foreldra og starfsfólk.“ Helgi Grímsson er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.Vísir/Egill Færanlegar einingar losna í lok sumars Helgi segir að verið sé að skoða hýsa leikskólann á öðrum stað tímabundið, eða fram í ágúst eða september, þegar von sé á að færanlegar einingar losni sem væri þá hægt að nota. „Það er bið eftir færanlegum einingum núna.“ Á leikskólanum Sunnuási eru nú 130 leikskólabörn og fimmtíu starfsmenn. „Þetta er því stór hópur. Þess vegna er heldur ekkert auðvelt að finna húsnæði. Það er bara þannig. Okkar sérfræðingar hafa líka sagt að þetta [neðsta hæðin í Kringlunni 1] kunni að vera gott húsnæði upp á stærð rýma, aðgengi, salernismál og svoleiðis þætti. Við erum líka með aðra valkosti í stöðunni en reynsla síðustu ára kennir okkur að best er að hafa starfsemina sem mest á einum stað. Kannski tveimur, en ekki fleiri. Það myndi valda of miklu rofi í kringum starfsmannahald, flækjustig varðandi stuðning við börn, matarmál og margt fleira sem varðar starfsemina. En við munum að sjálfsögðu aldrei færa starfsemina í húsnæði sem við teljum ekki nægilega heilsusamlegt. Þess vegna erum við með þessa vinnu í gangi,“ segir Helgi Grímsson. Leikskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Mygla Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Helgi Grímsson, sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að borgin hafi verið að leita að heppilegu húsnæði á svæðinu og að eitt af þeim húsnæðum sem séu til skoðunar sé neðsta hæðin í Kringlunni. Starfsmenn á vegum borgarinnar og verkfræðistofunnar Eflu hafa verið að störfum á staðnum síðustu daga til að kanna stöðuna á húsnæðinu, loftgæðin og fleira, áður en endanleg ákvörðun verður tekin. Hann segist reikna með að niðurstaða liggi fyrir um miðja þessa viku. Efri hæðirnar ekki í lagi Vinnumálastofnun var áður í húsnæðinu en flutti starfsemi sína nýlega á Grensásveg vegna slæms ásigkomulags húsnæðisins þar sem mygla hafði greinst. Helgi segir borgina vera fullkunnugt um stöðuna á húsinu. „Þetta er nokkurra hæða hús og við vitum að einhverjar hæðir í húsinu voru ekki í góðu lagi. Þetta slæma ástand er ekki alls staðar í húsinu. Þegar við erum að færa starfsemi þá reynum við alltaf að tryggja að húsnæðið sé í lagi. En þessi rýni stendur nú yfir til að tryggja að við séum ekki að færa starfsemina yfir í eitthvað húsnæði sem stendur tæpt,“ segir Helgi. Hann segist vona til að hægt verði að finna hentugt húsnæði sem allra fyrst, til að hægt sé að ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir við Sunnuás sem allra fyrst. „Það er nauðsynlegt að nýta sumartímann í svona framkvæmdir til að rask verði sem minnst fyrir börn, foreldra og starfsfólk.“ Helgi Grímsson er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.Vísir/Egill Færanlegar einingar losna í lok sumars Helgi segir að verið sé að skoða hýsa leikskólann á öðrum stað tímabundið, eða fram í ágúst eða september, þegar von sé á að færanlegar einingar losni sem væri þá hægt að nota. „Það er bið eftir færanlegum einingum núna.“ Á leikskólanum Sunnuási eru nú 130 leikskólabörn og fimmtíu starfsmenn. „Þetta er því stór hópur. Þess vegna er heldur ekkert auðvelt að finna húsnæði. Það er bara þannig. Okkar sérfræðingar hafa líka sagt að þetta [neðsta hæðin í Kringlunni 1] kunni að vera gott húsnæði upp á stærð rýma, aðgengi, salernismál og svoleiðis þætti. Við erum líka með aðra valkosti í stöðunni en reynsla síðustu ára kennir okkur að best er að hafa starfsemina sem mest á einum stað. Kannski tveimur, en ekki fleiri. Það myndi valda of miklu rofi í kringum starfsmannahald, flækjustig varðandi stuðning við börn, matarmál og margt fleira sem varðar starfsemina. En við munum að sjálfsögðu aldrei færa starfsemina í húsnæði sem við teljum ekki nægilega heilsusamlegt. Þess vegna erum við með þessa vinnu í gangi,“ segir Helgi Grímsson.
Leikskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Mygla Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?