Rúnar: Ekkert sem skildi liðin að í þessum leik Hjörvar Ólafsson skrifar 30. apríl 2022 22:20 Rúnar Kristinsson, þjálfari KR. Vísir/Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var ekki sáttur við niðurstöðuna í tapi liðs síns gegn Val í þriðju umferð Bestudeildar karla í fótbolta í kvöld. Rúnar var aftur á móti sáttur við frammistöðu lærisveina sinna þrátt fyrir tapið. „Ég met bara niðurstöðuna þannig að Valur vann og við töpuðum í jöfnum leik. Það var ekkert sem skildi liðin að. Liðin voru svipað mikið boltann held ég og sköpuðu álíka mörg færi. En Valur náði í stigin þrjú," sagði Rúnar í samtali við Stöð 2 sport eftir leikinn en hann vildi ekkert tjá sig um dómara leiksins. Spennustigið í leiknum var afar hátt og KR-ingar voru ósáttir við nokkrar ákvarðanir Helga Mikaels Jónssonar í leiknum. Rúnar eftirlét sérfræðingum Stöðvar 2 sport að rýna í frammisötðu dómarans. „Við fengum fimm til sjö dauðafæri í fyrri hálfleik en náðum ekki að nýta nema eitt. Svo riðlast leikskipulagið aðeins þegar við þurfum að bregðast við meiðslum en ég var mjög sáttur við þá leikmenn sem fylltu skörð þeirra sem þurftu frá að hverfa vegna meiðsla," sagði þjálfarinn enn fremur. „Atli Sigurjónsson var stífur í nára eftir að hafa hlaupið mikið í fyrstu tveimur leikjum deildarinnar og gat ekki spilað meira í dag. Sama átti við Pálma Rafn sem stífnaði upp í upphafi seinni hálfleiks og náði ekki að spila meira en raunin varð. Kennie Chopart fékk svo höfuðhögg og fór upp á sjúkrahús en mér skilst að hann sé við ágætis heilsu þar. Við verðum svo bara að sjá hvernig þróunin verður á því á næstu dögum," sagði Rúnar sem er sáttur við spilamennsku KR-liðsins í upphafi deildarinnar þrátt fyrir að stigasöfnunin hafi verið dræm. „Við erum meira með boltann og höfum betur í XG-baráttunni á móti Blikum og í kvöld fannst mér við spila vel. Fótbolti er hins vegar þannig að þú þarft að ná í úrslit og það hefur ekki gengið vel það sem af er hjá okkur. Nú þurfum við bara að halda áfram að æfa vel og berjast fyrir stigunum," sagði hann. Rúnar vildi svo ekkert gefa upp um hvort liðsstyrkur væri á leið í Vesturbæinn fyrir lok félagaskiptagluggans en lokað verður fyrir félagaskipti 15. maí næstkomandi. „Við erum að skoða í kringum okkur og leita leiða til þess að stækka hópinn og auka samkeppnina. Eins og staðan er núna er þó ekkert fast í hendi. Það eru gríðarleg átök fram undan og ef það verða allir leikir eins og þessi í kvöld verðum við að bæta vopnabúrið töluvert," sagði Rúnar um mögulega styrkingu á leikmannahópi KR á næstu dögum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla KR Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - KR 2-1 | Valur hafði betur í hörðum slag við KR Valur lagði KR að velli með tveimur mörkum gegn einu þegar liðin mættust í þriðju umferð Bestudeildar karla í fótbolta á Origo-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. 30. apríl 2022 21:12 Mest lesið Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Enski boltinn Myndir frá endalokum Íslands á EM Körfubolti Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Íslenski boltinn Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Fótbolti EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Körfubolti Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Handbolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjörið: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Sjá meira
„Ég met bara niðurstöðuna þannig að Valur vann og við töpuðum í jöfnum leik. Það var ekkert sem skildi liðin að. Liðin voru svipað mikið boltann held ég og sköpuðu álíka mörg færi. En Valur náði í stigin þrjú," sagði Rúnar í samtali við Stöð 2 sport eftir leikinn en hann vildi ekkert tjá sig um dómara leiksins. Spennustigið í leiknum var afar hátt og KR-ingar voru ósáttir við nokkrar ákvarðanir Helga Mikaels Jónssonar í leiknum. Rúnar eftirlét sérfræðingum Stöðvar 2 sport að rýna í frammisötðu dómarans. „Við fengum fimm til sjö dauðafæri í fyrri hálfleik en náðum ekki að nýta nema eitt. Svo riðlast leikskipulagið aðeins þegar við þurfum að bregðast við meiðslum en ég var mjög sáttur við þá leikmenn sem fylltu skörð þeirra sem þurftu frá að hverfa vegna meiðsla," sagði þjálfarinn enn fremur. „Atli Sigurjónsson var stífur í nára eftir að hafa hlaupið mikið í fyrstu tveimur leikjum deildarinnar og gat ekki spilað meira í dag. Sama átti við Pálma Rafn sem stífnaði upp í upphafi seinni hálfleiks og náði ekki að spila meira en raunin varð. Kennie Chopart fékk svo höfuðhögg og fór upp á sjúkrahús en mér skilst að hann sé við ágætis heilsu þar. Við verðum svo bara að sjá hvernig þróunin verður á því á næstu dögum," sagði Rúnar sem er sáttur við spilamennsku KR-liðsins í upphafi deildarinnar þrátt fyrir að stigasöfnunin hafi verið dræm. „Við erum meira með boltann og höfum betur í XG-baráttunni á móti Blikum og í kvöld fannst mér við spila vel. Fótbolti er hins vegar þannig að þú þarft að ná í úrslit og það hefur ekki gengið vel það sem af er hjá okkur. Nú þurfum við bara að halda áfram að æfa vel og berjast fyrir stigunum," sagði hann. Rúnar vildi svo ekkert gefa upp um hvort liðsstyrkur væri á leið í Vesturbæinn fyrir lok félagaskiptagluggans en lokað verður fyrir félagaskipti 15. maí næstkomandi. „Við erum að skoða í kringum okkur og leita leiða til þess að stækka hópinn og auka samkeppnina. Eins og staðan er núna er þó ekkert fast í hendi. Það eru gríðarleg átök fram undan og ef það verða allir leikir eins og þessi í kvöld verðum við að bæta vopnabúrið töluvert," sagði Rúnar um mögulega styrkingu á leikmannahópi KR á næstu dögum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla KR Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - KR 2-1 | Valur hafði betur í hörðum slag við KR Valur lagði KR að velli með tveimur mörkum gegn einu þegar liðin mættust í þriðju umferð Bestudeildar karla í fótbolta á Origo-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. 30. apríl 2022 21:12 Mest lesið Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Enski boltinn Myndir frá endalokum Íslands á EM Körfubolti Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Íslenski boltinn Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Fótbolti EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Körfubolti Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Handbolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjörið: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Sjá meira
Umfjöllun: Valur - KR 2-1 | Valur hafði betur í hörðum slag við KR Valur lagði KR að velli með tveimur mörkum gegn einu þegar liðin mættust í þriðju umferð Bestudeildar karla í fótbolta á Origo-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. 30. apríl 2022 21:12