Stöð 2 Sport
Íslensku boltaíþróttirnar eiga heima á Stöð 2 Sport og við verðum á Ásvöllum í allan dag með svokallaðan þríhöfða.
Við byrjum á upphitun fyrir leik Hauka og KA/Þórs í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í handbolta klukkan 14:00 áður en skipt verður niður á völl klukkan 14:25. Að leik loknum verður leikurinn svo gerður upp af sér fræðingum Seinni bylgjunnar.
Næsta gengi Seinni bylgjunnar mætir svo á Ásvelli klukkan 16:30 og hitar upp fyrir leik Hauka og ÍBV í undanúrslitum Olís-deildar karla. Leikurinn sjálfur hefst svo klukkan 16:55 áður en Seinni bylgjan gerir þann leik upp.
Við skiptum svo um gír og fylgjums með körfubolta í Ólafssal þegar Haukar taka á móti Njarðvík í oddaleik um Íslandsmeistaratitil kvenna klukkan 19:25. Upphitun fyrir þann leik hefst klukkan 19:00 og að leik loknum munu sérfræðingar Körfuboltakvölds gera leikinn upp.
Stöð 2 Sport 2
Ítalski boltinn á sviðið á Stöð 2 Sport 2 og við byrjum á leik Juventus og Venezia klukkan 10:20. Næst er það viðureign AC Milan og Fiorentina klukkan 12:50 áður en Udinese og Inter eigast við klukkan 15:50. Það er svo viðureign Roma og Bologna klukkan 18:35 sem slær botninn í ítölsku veisluna.
Stöð 2 Sport 3
Úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta heldur áfram og í kvöld eru það Memphis Grizzlies og Golden State Warriors sem eigast við klukkan 19:30.
Stöð 2 Sport 4
Besta-deild karla í fótbolta býður upp á stórleik þegar Breiðablik tekur á móti FH klukkan 19:00. Eftir leik verður Stúkan á sínum stað og gerir leikinn upp.
Stöð 2 Golf
Catalunya Championship á DP World Tour heldur áfram frá klukkan 11:00 áður en Mexico Open á PGA-mótaröðinni tekur við klukkan 17:00. Það er svo JTBC Championship á LPGA-mótaröðinni sem leiðir golfunnendur inn í nóttina, en útsending þaðan hefst klukkan 22:00.
Stöð 2 eSport
Úrslitin ráðast í BLAST Premier og við hefjum upphitun klukkan 17:00. Klukkan 17:30 er svo komið að EU Showdown úrslitum áður en NA Showdown úrslitin taka við klukkan 20:30.